Bindur vonir við að örvunarskammtur auki ónæmi í samfélaginu Kjartan Kjartansson skrifar 8. nóvember 2021 09:06 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, þegar hann var bólusettur í Laugardalshöll fyrr á þessu ári. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir bindur vonir við að örvunarskammtar bóluefnis gegn kórónuveirunni hjálpi mikið til við að auka ónæmi í samfélaginu gegn veirunni. Til stendur að hefja fjöldabólusetningu með örvunarskammti í næstu viku. Tilkynnt var um hertar sóttvarnaaðgerðir vegna fjölgunar smita innanlands á föstudag. Þann dag greindust 167 manns smitaðir af veirunni og hafa þeir ekki verið fleiri frá upphafi faraldursins. Á föstudag og laugardag greindust á bilinu níutíu til hundrað manns hvorn dag. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði að í gær hafi fjöldinn verið töluvert yfir hundrað manns í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Enn sé þó langt í hjarðónæmi sem geti ráðið niðurlögum faraldursins. Aðeins sé staðfest að á bilinu þrettán til fjórtán þúsund manns hafi smitast af veirunni þó að sennilega hafi fleiri smitast án þess að gera sér grein fyrir því. Til þess að losna út úr Covid-ástandinu þurfi annað hvort að vera góð meðferð við veikinni til staðar eða að ná hjarðónæmi með annað hvort náttúrulegri sýkingu eða bóluefnum. Undanfarna daga hafa borist fréttir af lyfjum gegn Covid-19 sem lyfjarisarnir Merck og Pfizer eru með í þróun. Þórólfur sagðir að í ljós þyrfti að koma hvernig þau gagnist. Hvað hjarðónæmi varðaði væri það mun vænlegri kostur að ná því með bólusetningu en náttúrulegu smiti. „Hitt heldur okkur í heljargreipum í einhverja mánuði eða einhver ár, það er erfitt að segja, en allavegana langan tíma og við þurfum að halda því þannig niðri með einhverjum samfélagslegum aðgerðum þannig að það keyri ekki yfir allt. Annars getum við lent í gríðarlega miklum vandamálum ef við látum þetta bara blússa yfir samfélagið einn, tveir og þrír og gerum ekkert til að spyrna við fótum,“ sagði hann. Sjaldséðar aukaverkanir örvunarskammta Því sagðist Þórólfur binda vonir við að örvunarskammtar geti hjálpað mikið. Til stendur að hefja aftur fjöldabólusetningu ákveðinna hópa í Laugardalshöll í næstu viku og rætt hefur verið um að bjóða öllum sem vilja örvunarskammt á næsta ári. Þó að bóluefnin sem hafa verið gefin veiti öfluga vernd fyrir alvarlegum veikindum og dauðsföllum eru þau síður virk í að koma í veg fyrir smit. Þórólfur sagði erlendar rannsóknir benda til þess að örvunarskammtur auki ónæmi og að alvarlegar aukaverkefni séu afar sjaldséðar. „Aukaverkarnir eftir bólusetninguna eru miklu sjaldséðari en eftir Covid þannig að ef maður ætlar að velja á milli þess að fá Covid eða bólusetningu þá er miklu líklegra að maður fari verr út úr Covid-sýkingunni en bólusetningunni,“ sagði sóttvarnalæknir. Enn eru um ellefu prósent fólks tólf ára og eldra sem hafa ekki sinnt boðun í bólusetningu. Þórólfur segir að hluti af þeim hóp sé líklega búsettur annars staðar, aðrir séu mögulega fólk af erlendum uppruna sem sé ekki inni í umræðunni. „Svo er hópur sem vill ekki láta bólusetja sig, hvað sem tautar og raular. Danir hafa slegið á að það séu kannski fimm prósent. Við munum reyna allt sem við getum að ná í þann hóp en við vitum ekki hvernig það mun enda.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Tengdar fréttir Landspítalinn á hættustig Landspítali var færður á hættustig kl. 16 í dag. Í tilkynningu á Facebooksíðu spítalans segir að þá hafi viðbragðsstjórn komið saman til fundar ásamt farsóttanefnd og tekið ákvarðanir sem varða breytta starfsemi. 5. nóvember 2021 18:07 Þessi bylgja sú stærsta til þessa og neyðarástand að skapast Núverandi bylgja kórónuveirusmita er sú stærsta til þessa í faraldrinum, að sögn sóttvarnalæknis. Neyðarástand muni skapast á sjúkrahúsum haldi núverandi fjöldi daglegra smita áfram. 5. nóvember 2021 15:16 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Tilkynnt var um hertar sóttvarnaaðgerðir vegna fjölgunar smita innanlands á föstudag. Þann dag greindust 167 manns smitaðir af veirunni og hafa þeir ekki verið fleiri frá upphafi faraldursins. Á föstudag og laugardag greindust á bilinu níutíu til hundrað manns hvorn dag. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði að í gær hafi fjöldinn verið töluvert yfir hundrað manns í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Enn sé þó langt í hjarðónæmi sem geti ráðið niðurlögum faraldursins. Aðeins sé staðfest að á bilinu þrettán til fjórtán þúsund manns hafi smitast af veirunni þó að sennilega hafi fleiri smitast án þess að gera sér grein fyrir því. Til þess að losna út úr Covid-ástandinu þurfi annað hvort að vera góð meðferð við veikinni til staðar eða að ná hjarðónæmi með annað hvort náttúrulegri sýkingu eða bóluefnum. Undanfarna daga hafa borist fréttir af lyfjum gegn Covid-19 sem lyfjarisarnir Merck og Pfizer eru með í þróun. Þórólfur sagðir að í ljós þyrfti að koma hvernig þau gagnist. Hvað hjarðónæmi varðaði væri það mun vænlegri kostur að ná því með bólusetningu en náttúrulegu smiti. „Hitt heldur okkur í heljargreipum í einhverja mánuði eða einhver ár, það er erfitt að segja, en allavegana langan tíma og við þurfum að halda því þannig niðri með einhverjum samfélagslegum aðgerðum þannig að það keyri ekki yfir allt. Annars getum við lent í gríðarlega miklum vandamálum ef við látum þetta bara blússa yfir samfélagið einn, tveir og þrír og gerum ekkert til að spyrna við fótum,“ sagði hann. Sjaldséðar aukaverkanir örvunarskammta Því sagðist Þórólfur binda vonir við að örvunarskammtar geti hjálpað mikið. Til stendur að hefja aftur fjöldabólusetningu ákveðinna hópa í Laugardalshöll í næstu viku og rætt hefur verið um að bjóða öllum sem vilja örvunarskammt á næsta ári. Þó að bóluefnin sem hafa verið gefin veiti öfluga vernd fyrir alvarlegum veikindum og dauðsföllum eru þau síður virk í að koma í veg fyrir smit. Þórólfur sagði erlendar rannsóknir benda til þess að örvunarskammtur auki ónæmi og að alvarlegar aukaverkefni séu afar sjaldséðar. „Aukaverkarnir eftir bólusetninguna eru miklu sjaldséðari en eftir Covid þannig að ef maður ætlar að velja á milli þess að fá Covid eða bólusetningu þá er miklu líklegra að maður fari verr út úr Covid-sýkingunni en bólusetningunni,“ sagði sóttvarnalæknir. Enn eru um ellefu prósent fólks tólf ára og eldra sem hafa ekki sinnt boðun í bólusetningu. Þórólfur segir að hluti af þeim hóp sé líklega búsettur annars staðar, aðrir séu mögulega fólk af erlendum uppruna sem sé ekki inni í umræðunni. „Svo er hópur sem vill ekki láta bólusetja sig, hvað sem tautar og raular. Danir hafa slegið á að það séu kannski fimm prósent. Við munum reyna allt sem við getum að ná í þann hóp en við vitum ekki hvernig það mun enda.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Tengdar fréttir Landspítalinn á hættustig Landspítali var færður á hættustig kl. 16 í dag. Í tilkynningu á Facebooksíðu spítalans segir að þá hafi viðbragðsstjórn komið saman til fundar ásamt farsóttanefnd og tekið ákvarðanir sem varða breytta starfsemi. 5. nóvember 2021 18:07 Þessi bylgja sú stærsta til þessa og neyðarástand að skapast Núverandi bylgja kórónuveirusmita er sú stærsta til þessa í faraldrinum, að sögn sóttvarnalæknis. Neyðarástand muni skapast á sjúkrahúsum haldi núverandi fjöldi daglegra smita áfram. 5. nóvember 2021 15:16 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Landspítalinn á hættustig Landspítali var færður á hættustig kl. 16 í dag. Í tilkynningu á Facebooksíðu spítalans segir að þá hafi viðbragðsstjórn komið saman til fundar ásamt farsóttanefnd og tekið ákvarðanir sem varða breytta starfsemi. 5. nóvember 2021 18:07
Þessi bylgja sú stærsta til þessa og neyðarástand að skapast Núverandi bylgja kórónuveirusmita er sú stærsta til þessa í faraldrinum, að sögn sóttvarnalæknis. Neyðarástand muni skapast á sjúkrahúsum haldi núverandi fjöldi daglegra smita áfram. 5. nóvember 2021 15:16