Jón Baldvin sýknaður í héraðsdómi Eiður Þór Árnason skrifar 8. nóvember 2021 09:37 Jón Baldvin Hannibalsson, er fyrrverandi ráðherra og sendiherra Íslands. vísir/vilhelm Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í morgun sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru fyrir kynferðislega áreitni á Spáni. Jón Baldvin neitaði sök í máli héraðssaksóknara gegn sér þar sem hann var sakaður um að hafa strokið rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili hans á Spáni í júní 2018. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort niðurstöðunni verði áfrýjað. Fréttablaðið greindi fyrst frá niðurstöðu héraðsdóms. Aðalmeðferð málsins fór fram 11. október og fór héraðssaksóknari fram á Jón Baldvin yrði dæmdur í tveggja til þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá krafðist Carmen einnar milljónar króna í miskabætur en þeirri kröfu var vísað frá dómi. Jón Baldvin var fyrst ákærður í tengslum við málið árið 2019 en síðan hefur málinu endurtekið verið vísað frá í héraði og sent aftur heim í hérað úr Landsrétti. Carmen Jóhannsdóttir.Mynd/Raul Baldera Ber ekki saman um atburðarásina Atvikið á að hafa átt sér stað þann 16. júní 2018 á heimili Jóns Baldvins og eiginkonu hans Bryndísar Schram í Grananda á Spáni. Mæðgurnar Carmen og Laufey Ósk Arnórsdóttur voru í heimsókn ásamt yngri systur Carmenar yfir helgi en þær voru búsettar annars staðar á Spáni. Carmen og móðir hennar, Jón Baldvin, Bryndís og íslensk nágrannakona þeirra á Spáni voru viðstödd umræddan kvöldverð en þeim ber ekki saman um hvað gerðist þetta kvöld. Að sögn Carmenar og Laufeyjar káfaði Jón Baldvin á rassi þeirrar fyrrnefndu utanklæða við borðhaldið þegar Carmen hafði staðið upp til að skenkja víni í glös viðstaddra. Hún hafi síðan sest aftur niður, í áfalli að eigin sögn, en það var þá móðir hennar sem sagði Jóni Baldvini að biðja hana afsökunar. Hann hafi spurt á hverju og hún þá sagt að hún hafi séð hann káfa á rassi dóttur sinnar. Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Telur mögulegt að hann hafi verið leiddur í gildru Líkt og fyrr segir þá neitar Jón Baldvin alfarið sök í málinu og velti hann upp tveimur skýringum í dómssal. Annars vegar að mæðgunum hafi ekki verið sjálfrátt vegna ölvunar og hins vegar að málið hafi verið undirbúið af þeim fyrir fram og þær komið í heimsókn til þess að setja atvikið á svið og saka hann um kynferðisofbeldi. Að sögn Jóns Baldvins spratt Laufey á fætur fyrirvaralaust þegar um mínúta var liðin af borðhaldinu og fór fram með ásakanirnar: „Við þetta leystist borðhaldið upp. Við áttum ekki von á þessu. Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti,“ sagði Jón. Að sögn Carmenar og Laufeyjar var það þó svo að Carmen hafði staðið upp frá borði á einum tímapunkti yfir matnum og farið að sækja vínflösku sem var kæld í vaski við hlið borðsins. Hún hafi síðan komið aftur að borðinu og þá staðið við hlið Jóns Baldvins á meðan hún skenkti víni í glösin en hann hafi þá byrjað að strjúka rass Carmenar. Hún hafi stirðnað upp við þetta og fengið áfall en ekki gert neitt í málinu heldur sest aftur við hlið móður sinnar. Hún hafi þá krafið Jón Baldvin um afsökunarbeiðnina. Fréttin hefur verið uppfærð. Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Bryndís í uppnámi í dómsal: „Allt í einu var hún bara umsnúin“ Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, virtist vera í talsverðu uppnámi þegar hún bar vitni fyrir dómi í dag í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini. Honum er gert að sök að hafa káfað á rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili þeirra hjóna á Spáni í júní 2018. 11. október 2021 15:00 Vilja að Jón Baldvin verði dæmdur í allt að þriggja mánaða fangelsi Héraðssaksóknari leggur til að Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, verði dæmdur í tveggja til þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þetta kom fram í máli hans við lok aðalmeðferðar í máli hans gegn Jóni Baldvini fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. október 2021 13:10 Telur mögulegt að mæðgurnar hafi sett leikþátt á svið Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, neitar sök í máli héraðssaksóknara gegn sér þar sem hann er sakaður um að hafa strokið rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili hans á Spáni í júní 2018. Hann telur að Carmen og Laufey Ósk, móðir hennar, hafi mögulega komið í heimsókn til sín gagngert til að setja atvikið á svið og saka hann um kynferðisofbeldi. 11. október 2021 11:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Jón Baldvin neitaði sök í máli héraðssaksóknara gegn sér þar sem hann var sakaður um að hafa strokið rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili hans á Spáni í júní 2018. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort niðurstöðunni verði áfrýjað. Fréttablaðið greindi fyrst frá niðurstöðu héraðsdóms. Aðalmeðferð málsins fór fram 11. október og fór héraðssaksóknari fram á Jón Baldvin yrði dæmdur í tveggja til þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá krafðist Carmen einnar milljónar króna í miskabætur en þeirri kröfu var vísað frá dómi. Jón Baldvin var fyrst ákærður í tengslum við málið árið 2019 en síðan hefur málinu endurtekið verið vísað frá í héraði og sent aftur heim í hérað úr Landsrétti. Carmen Jóhannsdóttir.Mynd/Raul Baldera Ber ekki saman um atburðarásina Atvikið á að hafa átt sér stað þann 16. júní 2018 á heimili Jóns Baldvins og eiginkonu hans Bryndísar Schram í Grananda á Spáni. Mæðgurnar Carmen og Laufey Ósk Arnórsdóttur voru í heimsókn ásamt yngri systur Carmenar yfir helgi en þær voru búsettar annars staðar á Spáni. Carmen og móðir hennar, Jón Baldvin, Bryndís og íslensk nágrannakona þeirra á Spáni voru viðstödd umræddan kvöldverð en þeim ber ekki saman um hvað gerðist þetta kvöld. Að sögn Carmenar og Laufeyjar káfaði Jón Baldvin á rassi þeirrar fyrrnefndu utanklæða við borðhaldið þegar Carmen hafði staðið upp til að skenkja víni í glös viðstaddra. Hún hafi síðan sest aftur niður, í áfalli að eigin sögn, en það var þá móðir hennar sem sagði Jóni Baldvini að biðja hana afsökunar. Hann hafi spurt á hverju og hún þá sagt að hún hafi séð hann káfa á rassi dóttur sinnar. Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Telur mögulegt að hann hafi verið leiddur í gildru Líkt og fyrr segir þá neitar Jón Baldvin alfarið sök í málinu og velti hann upp tveimur skýringum í dómssal. Annars vegar að mæðgunum hafi ekki verið sjálfrátt vegna ölvunar og hins vegar að málið hafi verið undirbúið af þeim fyrir fram og þær komið í heimsókn til þess að setja atvikið á svið og saka hann um kynferðisofbeldi. Að sögn Jóns Baldvins spratt Laufey á fætur fyrirvaralaust þegar um mínúta var liðin af borðhaldinu og fór fram með ásakanirnar: „Við þetta leystist borðhaldið upp. Við áttum ekki von á þessu. Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti,“ sagði Jón. Að sögn Carmenar og Laufeyjar var það þó svo að Carmen hafði staðið upp frá borði á einum tímapunkti yfir matnum og farið að sækja vínflösku sem var kæld í vaski við hlið borðsins. Hún hafi síðan komið aftur að borðinu og þá staðið við hlið Jóns Baldvins á meðan hún skenkti víni í glösin en hann hafi þá byrjað að strjúka rass Carmenar. Hún hafi stirðnað upp við þetta og fengið áfall en ekki gert neitt í málinu heldur sest aftur við hlið móður sinnar. Hún hafi þá krafið Jón Baldvin um afsökunarbeiðnina. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Bryndís í uppnámi í dómsal: „Allt í einu var hún bara umsnúin“ Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, virtist vera í talsverðu uppnámi þegar hún bar vitni fyrir dómi í dag í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini. Honum er gert að sök að hafa káfað á rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili þeirra hjóna á Spáni í júní 2018. 11. október 2021 15:00 Vilja að Jón Baldvin verði dæmdur í allt að þriggja mánaða fangelsi Héraðssaksóknari leggur til að Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, verði dæmdur í tveggja til þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þetta kom fram í máli hans við lok aðalmeðferðar í máli hans gegn Jóni Baldvini fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. október 2021 13:10 Telur mögulegt að mæðgurnar hafi sett leikþátt á svið Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, neitar sök í máli héraðssaksóknara gegn sér þar sem hann er sakaður um að hafa strokið rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili hans á Spáni í júní 2018. Hann telur að Carmen og Laufey Ósk, móðir hennar, hafi mögulega komið í heimsókn til sín gagngert til að setja atvikið á svið og saka hann um kynferðisofbeldi. 11. október 2021 11:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Bryndís í uppnámi í dómsal: „Allt í einu var hún bara umsnúin“ Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, virtist vera í talsverðu uppnámi þegar hún bar vitni fyrir dómi í dag í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini. Honum er gert að sök að hafa káfað á rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili þeirra hjóna á Spáni í júní 2018. 11. október 2021 15:00
Vilja að Jón Baldvin verði dæmdur í allt að þriggja mánaða fangelsi Héraðssaksóknari leggur til að Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, verði dæmdur í tveggja til þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þetta kom fram í máli hans við lok aðalmeðferðar í máli hans gegn Jóni Baldvini fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. október 2021 13:10
Telur mögulegt að mæðgurnar hafi sett leikþátt á svið Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, neitar sök í máli héraðssaksóknara gegn sér þar sem hann er sakaður um að hafa strokið rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili hans á Spáni í júní 2018. Hann telur að Carmen og Laufey Ósk, móðir hennar, hafi mögulega komið í heimsókn til sín gagngert til að setja atvikið á svið og saka hann um kynferðisofbeldi. 11. október 2021 11:20