Segir að samtölin við landsliðsmenn verði á óformlegum nótum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. nóvember 2021 11:01 Vanda Sigurgeirsdóttir var kjörinn formaður KSÍ í byrjun október. vísir/hulda margrét Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanni KSÍ, líst vel á þær tillögur sem starfshópur sambandsins lagði til um breytingar „varðandi vinnulag, viðhorf og menningu“ innan KSÍ. Hún segir að samtöl sín við leikmenn karlalandsliðsins á næstu dögum verði á óformlegu nótunum. Í síðustu viku skilaði starfshópurinn sem KSÍ setti á laggirnar í haust skýrslu sinni um breytingar á störfum sambandsins í ýmsum málum. Í skýrslunni eru lagðar fram fjórar tillögur til að breyta vinnulagi, viðhorfi og menningu innan KSÍ. Einnig eru lagðar fram nokkrar leiðir til að ná markmiði hverrar tillögu. „Við erum mjög þakklátt fyrir þessa vinnu og tillögur. Við í stjórninni ætlum að fara yfir þær og vinna með þær,“ sagði Vanda í samtali við Vísi. Skýrslu starfshópsins má lesa með því að smella hér. Í skýrslunni er lagt til að siðareglur KSÍ verði uppfærðar. Einnig er mælt með því að sér grein um ofbeldi verði bætt við siðareglurnar. Þessi vinna er komin vel á veg. „Þetta er þegar í gangi. Við settum þetta strax í gang. Þetta var eitt af því fyrsta sem við í nýju stjórninni gerðum,“ sagði Vanda og bætti við að gömlu siðareglurnar væru komnar til ára sinna. „Þær eru frá 2010 ef ég man rétt og það var kominn tími á að endurskoða þær.“ Starfshópurinn hvatti til þess að KSÍ léti landsliðsfólk sitt skrifa undir samning sem tekur mið af siðareglum. Starfshópur á vegum ÍSÍ skoðar nú gerð slíkra samninga. „Ég veit að þetta er partur af vinnu þessa starfshóps. Það er verið að gera reglur fyrir alla íþróttahreyfinguna, ekki bara fyrir KSÍ,“ sagði Vanda. Hún fór út til Rúmeníu í morgun til móts við karlalandsliðið. Það mætir Rúmenum í Búkarest annað kvöld og Norður-Makedóníumönnum í Skopje á sunnudaginn. Þetta eru síðustu leikir íslenska liðsins í undankeppni HM 2022. Þetta er fyrsta landsliðsferð Vöndu og hún hefur sagst ætla að nýta tækifæri og ræða við leikmenn landsliðsins. Þær samræður verða þó frekar á óformlegum nótum og Vanda ítrekar að fótboltinn verði í fyrsta sæti. „Í fyrsta lagi er þetta landsliðsferð. Þeir eru að spila landsleiki og landsliðsþjálfararnir stjórna. En ég ætla bara að fylgjast með, vera á æfingum og fundum. Ég er auðvitað gamall þjálfari og hef svo gaman að þessum hluta. Ég held að þetta verði meira á óformlegum nótum að þessu sinni,“ sagði Vanda. „Ég hef sagt það, og stend við það, að það sé samtal við landsliðsfólkið og það finni að það geti leitað til okkar ef það er eitthvað. Við erum í þessu saman. Það verður svo gaman að fylgjast með þessu efnilega liði á næstu árum.“ KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Vilja að allir leikmenn í landsliðum og meistaraflokkum upplýsi um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota Starfshópurinn sem vann að breytingum á vinnulagi, viðhorfi og menningu innan KSÍ leggur til að leikmenn í meistaraflokkum og landsliðum upplýsi um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota. 5. nóvember 2021 12:37 Starfshópurinn hvetur KSÍ eindregið til að gera samninga við landsliðsfólk Starfshópurinn sem Knattspyrnusamband Íslands setti á laggirnar í storminum í haust hefur nú lokið vinnu sinni og skilað til KSÍ tillögum „varðandi vinnulag, viðhorf og menningu“. 4. nóvember 2021 14:30 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira
Í síðustu viku skilaði starfshópurinn sem KSÍ setti á laggirnar í haust skýrslu sinni um breytingar á störfum sambandsins í ýmsum málum. Í skýrslunni eru lagðar fram fjórar tillögur til að breyta vinnulagi, viðhorfi og menningu innan KSÍ. Einnig eru lagðar fram nokkrar leiðir til að ná markmiði hverrar tillögu. „Við erum mjög þakklátt fyrir þessa vinnu og tillögur. Við í stjórninni ætlum að fara yfir þær og vinna með þær,“ sagði Vanda í samtali við Vísi. Skýrslu starfshópsins má lesa með því að smella hér. Í skýrslunni er lagt til að siðareglur KSÍ verði uppfærðar. Einnig er mælt með því að sér grein um ofbeldi verði bætt við siðareglurnar. Þessi vinna er komin vel á veg. „Þetta er þegar í gangi. Við settum þetta strax í gang. Þetta var eitt af því fyrsta sem við í nýju stjórninni gerðum,“ sagði Vanda og bætti við að gömlu siðareglurnar væru komnar til ára sinna. „Þær eru frá 2010 ef ég man rétt og það var kominn tími á að endurskoða þær.“ Starfshópurinn hvatti til þess að KSÍ léti landsliðsfólk sitt skrifa undir samning sem tekur mið af siðareglum. Starfshópur á vegum ÍSÍ skoðar nú gerð slíkra samninga. „Ég veit að þetta er partur af vinnu þessa starfshóps. Það er verið að gera reglur fyrir alla íþróttahreyfinguna, ekki bara fyrir KSÍ,“ sagði Vanda. Hún fór út til Rúmeníu í morgun til móts við karlalandsliðið. Það mætir Rúmenum í Búkarest annað kvöld og Norður-Makedóníumönnum í Skopje á sunnudaginn. Þetta eru síðustu leikir íslenska liðsins í undankeppni HM 2022. Þetta er fyrsta landsliðsferð Vöndu og hún hefur sagst ætla að nýta tækifæri og ræða við leikmenn landsliðsins. Þær samræður verða þó frekar á óformlegum nótum og Vanda ítrekar að fótboltinn verði í fyrsta sæti. „Í fyrsta lagi er þetta landsliðsferð. Þeir eru að spila landsleiki og landsliðsþjálfararnir stjórna. En ég ætla bara að fylgjast með, vera á æfingum og fundum. Ég er auðvitað gamall þjálfari og hef svo gaman að þessum hluta. Ég held að þetta verði meira á óformlegum nótum að þessu sinni,“ sagði Vanda. „Ég hef sagt það, og stend við það, að það sé samtal við landsliðsfólkið og það finni að það geti leitað til okkar ef það er eitthvað. Við erum í þessu saman. Það verður svo gaman að fylgjast með þessu efnilega liði á næstu árum.“
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Vilja að allir leikmenn í landsliðum og meistaraflokkum upplýsi um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota Starfshópurinn sem vann að breytingum á vinnulagi, viðhorfi og menningu innan KSÍ leggur til að leikmenn í meistaraflokkum og landsliðum upplýsi um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota. 5. nóvember 2021 12:37 Starfshópurinn hvetur KSÍ eindregið til að gera samninga við landsliðsfólk Starfshópurinn sem Knattspyrnusamband Íslands setti á laggirnar í storminum í haust hefur nú lokið vinnu sinni og skilað til KSÍ tillögum „varðandi vinnulag, viðhorf og menningu“. 4. nóvember 2021 14:30 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira
Vilja að allir leikmenn í landsliðum og meistaraflokkum upplýsi um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota Starfshópurinn sem vann að breytingum á vinnulagi, viðhorfi og menningu innan KSÍ leggur til að leikmenn í meistaraflokkum og landsliðum upplýsi um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota. 5. nóvember 2021 12:37
Starfshópurinn hvetur KSÍ eindregið til að gera samninga við landsliðsfólk Starfshópurinn sem Knattspyrnusamband Íslands setti á laggirnar í storminum í haust hefur nú lokið vinnu sinni og skilað til KSÍ tillögum „varðandi vinnulag, viðhorf og menningu“. 4. nóvember 2021 14:30