Knýja þarf orkuskiptin, en hvernig? Jóna Bjarnadóttir skrifar 10. nóvember 2021 10:01 Einn stærsti orsakavaldur loftslagsbreytinga er notkun á jarðefnaeldsneyti. Þess vegna er nauðsynlegt að heimurinn færi sig yfir í endurnýjanlegar náttúruauðlindir á borð við vatn, varma, vind og sól. Við Íslendingar erum í þeirri öfundsverðu stöðu að nýta nú þegar vatn og varma til raforkuframleiðslu og húshitunar, en við eigum eftir orkuskipti í samgöngum. Ef við ætlum að standa við alþjóðlegar skuldbindingar um samdrátt í losun og markmið stjórnvalda um jarðefnaeldsneytislaust Ísland er staðreyndin sú að okkur vantar endurnýjanlega orku til orkuskiptanna. Vatn – varmi – vindur Við þurfum meiri raforku, en hvernig viljum við nýta auðlindirnar okkar og hvaða landsvæði viljum við taka undir orkuvinnslu? Ætlum við að nýta betur þau fallvötn og landsvæði sem við höfum nú þegar raskað, eða leggja undir hana ný svæði? Valkostirnir eru þessir þrír. Vatn, varmi og vindur. Hér á landi höfum við reynslu af varma og vatni, en nýting á vindi er ný af nálinni. Allir virkjunarkostir hafa áhrif á náttúru Aukin vinnsla endurnýjanlegrar orku er lykilþáttur í baráttunni við loftslagsvána og orkuskipti á Íslandi, en ekki má gleyma því að hún hefur áhrif á náttúrufar. Því er mikilvægt að huga að náttúruvernd samhliða nýtingu orkuauðlinda. Við þurfum að velja vel þau svæði og auðlindir sem við sem samfélag ákveðum að taka undir orkuvinnslu. Vatnsafl og jarðvarma er oft að finna á svæðum með náttúrverðmæti eins og fossa og jarðminjar, sem með virkjun er raskað til frambúðar. Því er mikilvægt að huga að stækkun virkjana og nýta betur þau fallvötn og jarðhitasvæði sem nú þegar eru virkjuð. Vindinn er hægt að virkja á stöðum sem þegar hefur verið raskað og svæðum sem ekki njóta náttúruverndar. Þá þarf að huga að áhrifum á ásýnd, hættunni á áflugi fugla, hljóðvist og skuggavarpi. Allir kostirnir þurfa innviði, en hægt er að staðsetja vindorkuver nálægt fyrirliggjandi vegum og raflínum og spara þá stofnkostnað vegna nýrra mannvirkja og taka minna landsvæði en ella undir nýframkvæmdir. Ásýndaráhrif vindmylla eru afturkræf Allir kostirnir hafa áhrif á landslag og ásýnd, í mismiklum mæli sem fer eftir aðstæðum og útfærslu hvers kosts fyrir sig. Veigamestu umhverfisáhrif af virkjun vindorku eru sjónræn, þar sem vindmyllur eru mjög háar og sjást því langar leiðir. Á móti kemur að ásýndaráhrif þeirra hverfa þegar þær eru teknar niður. Við eigum eftir að kynnast vindorkunni betur. Við vitum að góð skilyrði eru á ákveðnum svæðum hér á landi til vindorkunýtingar, en staðarval krefst mikils undirbúnings og rannsókna á náttúrufari. Hvaðan á orkan að koma? Við stöndum á tímamótum og mikilvægir tímar eru framundan. Við Íslendingar verðum að taka virkan þátt í alþjóðlegri baráttu gegn loftslagsvánni, leggja okkar af mörkum og standa við þær skuldbindingar sem við höfum tekið á okkur. Þess vegna er mikilvægt að við sem þjóð tökum samtalið um það hvernig við ætlum að vinna orku til orkuskipta í samgöngum á næstu áratugum og verða með því sjálfbær um orku – fyrsta landið til að verða óháð jarðefnaeldsneyti. Til mikils er að vinna. Höfundur er framkvæmdastjóri sviðs samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Jóna Bjarnadóttir Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Einn stærsti orsakavaldur loftslagsbreytinga er notkun á jarðefnaeldsneyti. Þess vegna er nauðsynlegt að heimurinn færi sig yfir í endurnýjanlegar náttúruauðlindir á borð við vatn, varma, vind og sól. Við Íslendingar erum í þeirri öfundsverðu stöðu að nýta nú þegar vatn og varma til raforkuframleiðslu og húshitunar, en við eigum eftir orkuskipti í samgöngum. Ef við ætlum að standa við alþjóðlegar skuldbindingar um samdrátt í losun og markmið stjórnvalda um jarðefnaeldsneytislaust Ísland er staðreyndin sú að okkur vantar endurnýjanlega orku til orkuskiptanna. Vatn – varmi – vindur Við þurfum meiri raforku, en hvernig viljum við nýta auðlindirnar okkar og hvaða landsvæði viljum við taka undir orkuvinnslu? Ætlum við að nýta betur þau fallvötn og landsvæði sem við höfum nú þegar raskað, eða leggja undir hana ný svæði? Valkostirnir eru þessir þrír. Vatn, varmi og vindur. Hér á landi höfum við reynslu af varma og vatni, en nýting á vindi er ný af nálinni. Allir virkjunarkostir hafa áhrif á náttúru Aukin vinnsla endurnýjanlegrar orku er lykilþáttur í baráttunni við loftslagsvána og orkuskipti á Íslandi, en ekki má gleyma því að hún hefur áhrif á náttúrufar. Því er mikilvægt að huga að náttúruvernd samhliða nýtingu orkuauðlinda. Við þurfum að velja vel þau svæði og auðlindir sem við sem samfélag ákveðum að taka undir orkuvinnslu. Vatnsafl og jarðvarma er oft að finna á svæðum með náttúrverðmæti eins og fossa og jarðminjar, sem með virkjun er raskað til frambúðar. Því er mikilvægt að huga að stækkun virkjana og nýta betur þau fallvötn og jarðhitasvæði sem nú þegar eru virkjuð. Vindinn er hægt að virkja á stöðum sem þegar hefur verið raskað og svæðum sem ekki njóta náttúruverndar. Þá þarf að huga að áhrifum á ásýnd, hættunni á áflugi fugla, hljóðvist og skuggavarpi. Allir kostirnir þurfa innviði, en hægt er að staðsetja vindorkuver nálægt fyrirliggjandi vegum og raflínum og spara þá stofnkostnað vegna nýrra mannvirkja og taka minna landsvæði en ella undir nýframkvæmdir. Ásýndaráhrif vindmylla eru afturkræf Allir kostirnir hafa áhrif á landslag og ásýnd, í mismiklum mæli sem fer eftir aðstæðum og útfærslu hvers kosts fyrir sig. Veigamestu umhverfisáhrif af virkjun vindorku eru sjónræn, þar sem vindmyllur eru mjög háar og sjást því langar leiðir. Á móti kemur að ásýndaráhrif þeirra hverfa þegar þær eru teknar niður. Við eigum eftir að kynnast vindorkunni betur. Við vitum að góð skilyrði eru á ákveðnum svæðum hér á landi til vindorkunýtingar, en staðarval krefst mikils undirbúnings og rannsókna á náttúrufari. Hvaðan á orkan að koma? Við stöndum á tímamótum og mikilvægir tímar eru framundan. Við Íslendingar verðum að taka virkan þátt í alþjóðlegri baráttu gegn loftslagsvánni, leggja okkar af mörkum og standa við þær skuldbindingar sem við höfum tekið á okkur. Þess vegna er mikilvægt að við sem þjóð tökum samtalið um það hvernig við ætlum að vinna orku til orkuskipta í samgöngum á næstu áratugum og verða með því sjálfbær um orku – fyrsta landið til að verða óháð jarðefnaeldsneyti. Til mikils er að vinna. Höfundur er framkvæmdastjóri sviðs samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun