Spá umtalsverðri hækkun verðbólgu í nóvember Eiður Þór Árnason skrifar 10. nóvember 2021 10:11 Íslandsbanki spáir verulegum hækkunum á vísitölu neysluverðs. Vísir/Vilhelm Greining Íslandsbanka spáir umtalsverðri hækkun ársverðbólgu og að hún mælist 5,1% í nóvember. Hún hefur ekki mælst svo mikil síðan um mitt ár 2012. Verðbólga mældist 4,5% í október en hækkandi íbúðaverð og innflutt verðbólga eru nú helstu áhrifaþættir þrálátrar verðbólgu. Liðurinn reiknuð húsaleiga, sem endurspeglar að langstærstum hluta þróun íbúðaverðs, hefur hækkað um tæplega 11% frá því í mars á þessu ári. Telur Greining Íslandsbanka að sú þróun haldi áfram á næstu mánuðum áður en hækkandi vextir sem og aðrar aðgerðir Seðlabankans fari að hafa áhrif. Því er spáð að reiknaða húsaleigan hækki um 1,2% í nóvember, með tilheyrandi áhrifum á vísitölu neysluverðs. Í bráðabirgðaspá Greiningar er gert ráð fyrir 0,5% hækkun vísitölu neysluverðs í desember, 0,2% lækkun í janúar og 0,6% hækkun í febrúar. Gangi sú spá eftir mun verðbólga mælast 5,2% í febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka. Ný könnun Seðlabankans bendir til markaðsaðilar vænti þess að verðbólga verði að meðaltali 4,6% á yfirstandandi ársfjórðungi. Hún komi svo til með að hjaðna á næsta ári og verði að meðaltali 4,4% á fyrsta fjórðungi næsta árs og 3,8% á öðrum fjórðungi. Þá vænta svarendur þess að verðbólga hjaðni áfram í kjölfarið og verði 3,3% að ári liðnu. Seðlabankinn gerir reglulegar kannanir á væntingum markaðsaðila á skuldabréfamarkaði.Vísir/Vilhelm Spá meiri verðbólgu núna Könnun Seðlabankans var framkvæmd 1. til 3. nóvember og byggir á svörum frá 25 bönkum, lífeyrissjóðum, verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum, verðbréfamiðlunum og fyrirtækjum með starfsleyfi til eignastýringar. Markaðsaðilar spá nú meiri verðbólgu en í ágústkönnun Seðlabankans þegar þeir gerðu ráð fyrir að hún yrði að meðaltali 4% á yfirstandandi ársfjórðungi og myndi minnka eftir það. Könnunin gefur til kynna að markaðsaðilar vænti þess að gengi krónunnar hækki á næstu misserum og að gengi evru gagnvart krónu verði 143 krónur eftir eitt ár. Spá því að stýrivextir hækki um 0,75 prósentustig fyrir mitt næsta ár Miðað við miðgildi svara í könnun Seðlabankans búast markaðsaðilar við því að stýrivextir verði áfram 1,5% í lok þessa árs en að þeir hækki um 0,5 prósentustig á fyrsta fjórðungi næsta árs og um 0,25 prósentustig til viðbótar á öðrum fjórðungi. Þá vænta þeir þess að stýrivextir verði 2,5% eftir eitt ár og 3% að tveimur árum liðnum. Þetta eru hærri vextir en markaðsaðilar bjuggust við í könnun bankans í ágúst síðastliðnum en þá væntu þeir þess að stýrivextir yrðu 2% eftir eitt ár og 2,25% að tveimur árum liðnum. Alþjóðleg verðbólga og fasteignaverð helstu drifkraftar Aðspurðir um hvaða þættir þeir telji að muni ráða mestu um þróun innlendrar verðbólgu á næstu tólf mánuðum nefndu flestir markaðsaðilar alþjóðlega verðbólgu og hækkun fasteignaverðs sem helstu drifkrafta. Til viðbótar nefndi rúmur þriðjungur svarenda hrávöruverð og launaþróun en færri töldu að framboðshnökrar og aukinn flutningskostnaður hefðu teljandi áhrif. Þá nefndi helmingur svarenda að hærra gengi krónunnar myndi draga úr verðbólguþrýstingi á tímabilinu. Undafarna mánuði hafa skammtíma verðbólguhorfur versnað að sögn Greiningar Íslandsbanka. Ekki sjái fyrir endann á verðþrýstingi á íbúðamarkaði né áhrifum til hækkunar á aðfangaverði og flutningskostnaði erlendis frá. Fréttin hefur verið uppfærð. Verðlag Seðlabankinn Íslenska krónan Tengdar fréttir Húsnæðisverð hækkaði meira en spár gerðu ráð fyrir Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,59% milli mánaða í október og mælist nú 4,5 prósent. Þetta er mesta verðbólga á árinu frá því í apríl þegar hún mældist 4,6%. Verðbólgan er að miklu leyti til knúin áfram af miklum hækkunum á íbúðaverði að því er kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. 27. október 2021 16:22 Bjarni segir verðbólguna ekki komna úr böndunum Fjármálaráðherra segir verðbólguna ekki farna úr böndunum en hún hélt áfram að aukast í þessum mánuði og mælist nú fjögur komma fimm prósent. Hækkun húsnæðisverðs heldur áfram að drífa verðbólguna áfram en án hennar mælist verðbólgan þrjú prósent á síðustu tólf mánuðum. 27. október 2021 12:00 Senda Seðlabankanum tóninn og hyggjast sækja hverja einustu krónu Verkalýðshreyfingin mun ekki veita neinn afslátt í komandi kjaraviðræðum og hyggst sækja hverja einustu viðbótarkrónu sem heimilin hafa greitt í kjölfar vaxtahækkana Seðlabankans. 26. október 2021 22:25 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Liðurinn reiknuð húsaleiga, sem endurspeglar að langstærstum hluta þróun íbúðaverðs, hefur hækkað um tæplega 11% frá því í mars á þessu ári. Telur Greining Íslandsbanka að sú þróun haldi áfram á næstu mánuðum áður en hækkandi vextir sem og aðrar aðgerðir Seðlabankans fari að hafa áhrif. Því er spáð að reiknaða húsaleigan hækki um 1,2% í nóvember, með tilheyrandi áhrifum á vísitölu neysluverðs. Í bráðabirgðaspá Greiningar er gert ráð fyrir 0,5% hækkun vísitölu neysluverðs í desember, 0,2% lækkun í janúar og 0,6% hækkun í febrúar. Gangi sú spá eftir mun verðbólga mælast 5,2% í febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka. Ný könnun Seðlabankans bendir til markaðsaðilar vænti þess að verðbólga verði að meðaltali 4,6% á yfirstandandi ársfjórðungi. Hún komi svo til með að hjaðna á næsta ári og verði að meðaltali 4,4% á fyrsta fjórðungi næsta árs og 3,8% á öðrum fjórðungi. Þá vænta svarendur þess að verðbólga hjaðni áfram í kjölfarið og verði 3,3% að ári liðnu. Seðlabankinn gerir reglulegar kannanir á væntingum markaðsaðila á skuldabréfamarkaði.Vísir/Vilhelm Spá meiri verðbólgu núna Könnun Seðlabankans var framkvæmd 1. til 3. nóvember og byggir á svörum frá 25 bönkum, lífeyrissjóðum, verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum, verðbréfamiðlunum og fyrirtækjum með starfsleyfi til eignastýringar. Markaðsaðilar spá nú meiri verðbólgu en í ágústkönnun Seðlabankans þegar þeir gerðu ráð fyrir að hún yrði að meðaltali 4% á yfirstandandi ársfjórðungi og myndi minnka eftir það. Könnunin gefur til kynna að markaðsaðilar vænti þess að gengi krónunnar hækki á næstu misserum og að gengi evru gagnvart krónu verði 143 krónur eftir eitt ár. Spá því að stýrivextir hækki um 0,75 prósentustig fyrir mitt næsta ár Miðað við miðgildi svara í könnun Seðlabankans búast markaðsaðilar við því að stýrivextir verði áfram 1,5% í lok þessa árs en að þeir hækki um 0,5 prósentustig á fyrsta fjórðungi næsta árs og um 0,25 prósentustig til viðbótar á öðrum fjórðungi. Þá vænta þeir þess að stýrivextir verði 2,5% eftir eitt ár og 3% að tveimur árum liðnum. Þetta eru hærri vextir en markaðsaðilar bjuggust við í könnun bankans í ágúst síðastliðnum en þá væntu þeir þess að stýrivextir yrðu 2% eftir eitt ár og 2,25% að tveimur árum liðnum. Alþjóðleg verðbólga og fasteignaverð helstu drifkraftar Aðspurðir um hvaða þættir þeir telji að muni ráða mestu um þróun innlendrar verðbólgu á næstu tólf mánuðum nefndu flestir markaðsaðilar alþjóðlega verðbólgu og hækkun fasteignaverðs sem helstu drifkrafta. Til viðbótar nefndi rúmur þriðjungur svarenda hrávöruverð og launaþróun en færri töldu að framboðshnökrar og aukinn flutningskostnaður hefðu teljandi áhrif. Þá nefndi helmingur svarenda að hærra gengi krónunnar myndi draga úr verðbólguþrýstingi á tímabilinu. Undafarna mánuði hafa skammtíma verðbólguhorfur versnað að sögn Greiningar Íslandsbanka. Ekki sjái fyrir endann á verðþrýstingi á íbúðamarkaði né áhrifum til hækkunar á aðfangaverði og flutningskostnaði erlendis frá. Fréttin hefur verið uppfærð.
Verðlag Seðlabankinn Íslenska krónan Tengdar fréttir Húsnæðisverð hækkaði meira en spár gerðu ráð fyrir Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,59% milli mánaða í október og mælist nú 4,5 prósent. Þetta er mesta verðbólga á árinu frá því í apríl þegar hún mældist 4,6%. Verðbólgan er að miklu leyti til knúin áfram af miklum hækkunum á íbúðaverði að því er kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. 27. október 2021 16:22 Bjarni segir verðbólguna ekki komna úr böndunum Fjármálaráðherra segir verðbólguna ekki farna úr böndunum en hún hélt áfram að aukast í þessum mánuði og mælist nú fjögur komma fimm prósent. Hækkun húsnæðisverðs heldur áfram að drífa verðbólguna áfram en án hennar mælist verðbólgan þrjú prósent á síðustu tólf mánuðum. 27. október 2021 12:00 Senda Seðlabankanum tóninn og hyggjast sækja hverja einustu krónu Verkalýðshreyfingin mun ekki veita neinn afslátt í komandi kjaraviðræðum og hyggst sækja hverja einustu viðbótarkrónu sem heimilin hafa greitt í kjölfar vaxtahækkana Seðlabankans. 26. október 2021 22:25 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Húsnæðisverð hækkaði meira en spár gerðu ráð fyrir Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,59% milli mánaða í október og mælist nú 4,5 prósent. Þetta er mesta verðbólga á árinu frá því í apríl þegar hún mældist 4,6%. Verðbólgan er að miklu leyti til knúin áfram af miklum hækkunum á íbúðaverði að því er kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. 27. október 2021 16:22
Bjarni segir verðbólguna ekki komna úr böndunum Fjármálaráðherra segir verðbólguna ekki farna úr böndunum en hún hélt áfram að aukast í þessum mánuði og mælist nú fjögur komma fimm prósent. Hækkun húsnæðisverðs heldur áfram að drífa verðbólguna áfram en án hennar mælist verðbólgan þrjú prósent á síðustu tólf mánuðum. 27. október 2021 12:00
Senda Seðlabankanum tóninn og hyggjast sækja hverja einustu krónu Verkalýðshreyfingin mun ekki veita neinn afslátt í komandi kjaraviðræðum og hyggst sækja hverja einustu viðbótarkrónu sem heimilin hafa greitt í kjölfar vaxtahækkana Seðlabankans. 26. október 2021 22:25