Tveir hópar farenda fóru yfir landamæri Póllands í nótt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2021 11:03 Tveir hópar farenda komust yfir landamæri Hvíta-Rússlands til Póllands í nótt. AP Photo/Czarek Sokolowski Tveim hópum farenda tókst að komast frá Hvíta-Rússlandi og yfir til Póllands í nótt. Allir eru þeir nú í haldi landamæravarða í Póllandi. Um tvö þúsund manns eru nú við landamæri Hvíta-Rússlands og Póllands en Pólverjar hafa kallað út fjölda hermanna til að verja landamærin. Ástandið hefur verið svona við landamærin síðan í byrjun ágúst en nokkur fjöldi flóttafólks hefur látið lífið á svæðinu. Ástandið þar er verulega slæmt en þar er hitastig nú farið niður fyrir frostmark og fólkið talið í lífshættu, enda fast milli pólskra og hvítrússneskra landamæravarða. Fréttastofa AP greinir frá. Varnarmálaráðuneyti Póllands hefur sakað hvítrússneska landamæraverði um að hafa skotið úr byssum upp í loftið við landamærin þar sem farendurnir hafa komið upp búðum. Ráðuneytið deildi myndbandi á Twitter þar sem heyra má skothvelli. Służby białoruskie zastraszają migrantów oddając strzały w ich obecności. pic.twitter.com/GTvrW5xUYU— Ministerstwo Obrony Narodowej 🇵🇱 (@MON_GOV_PL) November 10, 2021 Ástandið á landamærunum hefur bara farið versnandi undanfarnar vikur og ríkir svipað ástand við landamæri Hvíta-Rússlands að Litháen og Lettlandi. Ástandið má í raun rekja til deilna Evrópusambandsins og Alexanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, en sambandið hefur lagt harðar viðskiptaþvinganir á landið vegna alræðistilburða forsetans. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur þá sakað Lúkasjenka um að laða flótta- og farandfólk til Hvíta-Rússlands og nota það í pólitískum tilgangi, sem Lúkasjenka tekur fyrir. Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands sakaði þá Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að vera á bak við flóttamannakrísuna á landamærunum í gær. Rússnesk stjórnvöld hafa kalllað eftir því við Evrópusambandið að það greiði Hvítrússum fyrir að stöðva flæði fólks inn um landamæri sambandsins í Póllandi. Þúsundir flóttamanna eru nú í búðum á landamærum Hvíta-Rússlands að Póllandi, Litháen og Lettlandi.AP/Leonid Shcheglov Meirihluti flóttafólksins eru ungir karlmenn en í hópnum eru einnig konur og börn. Öll eru þau frá Mið-Austurlöndum eða Mið-Asíu og hófst uppsöfnun flóttafólksins við landamærin sömu viku og Talibanar tóku völd í Afganistan. Fólkið hefur tjaldað upp við landamærin, rétt innan Hvíta-Rússlands, og er í raun fast milli pólskra og hvítrússneskra landamæravarða. Hvíta-Rússland Pólland Evrópusambandið Flóttamenn Tengdar fréttir Sakar „höfuðpaur í Moskvu“ um að standa að baki flóttamannakrísunni Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur sakað Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að vera á bak við flóttamannakrísuna sem hefur myndast á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. 9. nóvember 2021 23:15 ESB segir Lúkasjenka haga sér eins og glæpamaður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, um að laða flótta- og farandfólk til landsins og nota það í pólitískum tilgangi. Hegðun hans sé ómannúðleg og glæpsamleg. 9. nóvember 2021 15:45 Óttast vopnuð átök á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands Pólverjar vara við því að til vopnaðra átaka gæti komið á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands, þar sem fjöldi flóttamanna freistar þess að komast yfir landamærin. 9. nóvember 2021 06:52 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Um tvö þúsund manns eru nú við landamæri Hvíta-Rússlands og Póllands en Pólverjar hafa kallað út fjölda hermanna til að verja landamærin. Ástandið hefur verið svona við landamærin síðan í byrjun ágúst en nokkur fjöldi flóttafólks hefur látið lífið á svæðinu. Ástandið þar er verulega slæmt en þar er hitastig nú farið niður fyrir frostmark og fólkið talið í lífshættu, enda fast milli pólskra og hvítrússneskra landamæravarða. Fréttastofa AP greinir frá. Varnarmálaráðuneyti Póllands hefur sakað hvítrússneska landamæraverði um að hafa skotið úr byssum upp í loftið við landamærin þar sem farendurnir hafa komið upp búðum. Ráðuneytið deildi myndbandi á Twitter þar sem heyra má skothvelli. Służby białoruskie zastraszają migrantów oddając strzały w ich obecności. pic.twitter.com/GTvrW5xUYU— Ministerstwo Obrony Narodowej 🇵🇱 (@MON_GOV_PL) November 10, 2021 Ástandið á landamærunum hefur bara farið versnandi undanfarnar vikur og ríkir svipað ástand við landamæri Hvíta-Rússlands að Litháen og Lettlandi. Ástandið má í raun rekja til deilna Evrópusambandsins og Alexanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, en sambandið hefur lagt harðar viðskiptaþvinganir á landið vegna alræðistilburða forsetans. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur þá sakað Lúkasjenka um að laða flótta- og farandfólk til Hvíta-Rússlands og nota það í pólitískum tilgangi, sem Lúkasjenka tekur fyrir. Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands sakaði þá Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að vera á bak við flóttamannakrísuna á landamærunum í gær. Rússnesk stjórnvöld hafa kalllað eftir því við Evrópusambandið að það greiði Hvítrússum fyrir að stöðva flæði fólks inn um landamæri sambandsins í Póllandi. Þúsundir flóttamanna eru nú í búðum á landamærum Hvíta-Rússlands að Póllandi, Litháen og Lettlandi.AP/Leonid Shcheglov Meirihluti flóttafólksins eru ungir karlmenn en í hópnum eru einnig konur og börn. Öll eru þau frá Mið-Austurlöndum eða Mið-Asíu og hófst uppsöfnun flóttafólksins við landamærin sömu viku og Talibanar tóku völd í Afganistan. Fólkið hefur tjaldað upp við landamærin, rétt innan Hvíta-Rússlands, og er í raun fast milli pólskra og hvítrússneskra landamæravarða.
Hvíta-Rússland Pólland Evrópusambandið Flóttamenn Tengdar fréttir Sakar „höfuðpaur í Moskvu“ um að standa að baki flóttamannakrísunni Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur sakað Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að vera á bak við flóttamannakrísuna sem hefur myndast á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. 9. nóvember 2021 23:15 ESB segir Lúkasjenka haga sér eins og glæpamaður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, um að laða flótta- og farandfólk til landsins og nota það í pólitískum tilgangi. Hegðun hans sé ómannúðleg og glæpsamleg. 9. nóvember 2021 15:45 Óttast vopnuð átök á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands Pólverjar vara við því að til vopnaðra átaka gæti komið á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands, þar sem fjöldi flóttamanna freistar þess að komast yfir landamærin. 9. nóvember 2021 06:52 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Sakar „höfuðpaur í Moskvu“ um að standa að baki flóttamannakrísunni Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur sakað Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að vera á bak við flóttamannakrísuna sem hefur myndast á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. 9. nóvember 2021 23:15
ESB segir Lúkasjenka haga sér eins og glæpamaður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, um að laða flótta- og farandfólk til landsins og nota það í pólitískum tilgangi. Hegðun hans sé ómannúðleg og glæpsamleg. 9. nóvember 2021 15:45
Óttast vopnuð átök á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands Pólverjar vara við því að til vopnaðra átaka gæti komið á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands, þar sem fjöldi flóttamanna freistar þess að komast yfir landamærin. 9. nóvember 2021 06:52