„Tilfinningin er góð,“ sagði Löfven við fjölmiðla þegar hann var á leið til fundarins.
Langflest bendir til að Magdalena Andersson, nýkjörinn formaður sænskra Jafnaðarmanna, muni taka við embættinu af Löfven.
Miðflokkurinn og Vinstriflokkurinn, stuðningsflokkar minnihlutastjórnar Jafnaðarmannaflokksins og Græningja, hafa átt í viðræðum við stjórnarflokkanna síðustu daga um skilyrði þess að stuðningsflokkarnir greiði ekki atkvæði gegn Andersson sem næsti forsætisráðherra í komandi atkvæðagreiðslu á þinginu.
Fulltrúar Miðflokksins greindu frá því að samkomulag hafi náðst um ákveðin mál, sér í lagi þegar kemur að vernd strandlengjunnar.
Þingkosningar fara fram í Svíþjóð haustið 2022.