Samskiptin skipta öllu máli Sveinn Waage skrifar 11. nóvember 2021 08:01 „Það er ekki hvað þú segir heldur hvernig þú segir það“, er ein af þessum línum sem við könnumst við úr ýmsum áttum. Án þess að eiga langan feril í leiklist, skilst mér að þetta sé einmitt lykilatriði í þeirri mögnuðu listgrein. Í húmor skiptir þetta öllu máli, ekki satt? Saklaus setning getur orðið fyndin, klúr og alls konar, með svipbrigðum, áherslum og látbragði. Eigum við ekki að sannmælast um að við þekkjum þetta flest. Við erum að tala þarna um samskipti, samskipti á milli fólks. Hvernig eru þau meðtekin? Hvaða mynd færðu af viðkomandi sem tjáir sig? „Ekki hvað þú segir, heldur hvernig“, hvað þýðir það? Orðaval, tónn, áherslur, tilfinningar? Já meðal annars. Hvað ætli séu margar útgáfur til af þeim einföldu skilaboðum að barnið þitt þurfi að drífa sig á morgnanna? Allt frá bölvi og hótunum yfir kærleik og húmor. Sálfræðin segir okkur hvor aðferðin virkar betur almennt séð, en látum það liggja á milli hluta. Samskipti stjórnenda En samskiptin eru út um allt. Líka hjá stjórnendum og leiðtogum. Hjá stjórnendum sem hrífa fólk með sér, eflir það og styður. Og líka stjórnendum sem missa vinnuna eða ná ekki kosningu, jafnvel þó að elja, áhugi og hæfni séu til staðar. Dæmi um athyglisverð samskipti koma frá Biskup og co sem nýtur sögulegs vantraust. Ætli það hafi verið traustinu til framdráttar að segja landsmönnum að líf þeirra væri „innihaldslaust án Jesú“ og vöntun á Biblíulestri útskýrði vöntun á siðferði landans? Hvort sem það er augljós fítonskraftur í verkalýðsbaráttu, í baráttu gegn ofbeldi, réttindum barna eða annarra göfugra mála sem við brennum fyrir, þá er hægt skemma fyrir sér með slæmum samskiptum. Dæmin hafa hrannast upp undanfarið. Nú væri vafalítið freystandi að hjóla í þennan miðaldra hvíta karlmann og segja „Aha! Karlmaður að segja okkur að vera þæg(ar)!!“ Ef „þægur“ þýðir að hlusta meira, meðtaka, vanda sig, tala saman, útskýra þá, já. Að vanda sig og hafa hátt. Ekki misskilja. Þegar við ræðum um mikilvægustu siðaskipti seinni tíma, baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi, þá er það risaslagur sem ekki verður leystur með kurteisi, einni saman. Maður ruggar ekki bátum með því að biðja um það. Við búum við alda gömlu feðraveldi þar sem útpæld trúarbrögðin eru beltin og axlaböndin. Faðir vor, say no mor. Það eru forréttyndi að fá að upplifa að hvort tveggja líða hægt en örugglega undir lok. En þar þarf líka að vanda samskiptin í því ferli. En segjum þau hátt og skýrt! Ég hef svo óbilandi trú á framtíðinni í þessum málum þegar ég tala við börnin mín. Kynbundið ofbeldi, fordómar og trúarbrögð eru þeim álíka framandi og torfbæir og moldargólf. Af hverju er fólk ekki með mér? En hvað er til ráða þegar göfugu samskiptin okkar ná ekki í gegn? Að horfa inná við hljómar eins og klisja nr.1, en á sama tíma er það oftast málið. Við þurfum að horfast í augu við hvað það sem stuðar fólk, það sem virkar ekki. Af hverju stendur fólk ekki með mér, af hverju fæ ég ekki kosningu? Eru þau öll í bullinu eða hugsanlega bara ég? Sjá þau ekki hvað ég er klár, góð(ur) og berst fyrir málstaðinn? Hrokinn tapar 5-0 Að temja sér betri framkomu og samskipti er vinna, stöðug vinna. Sjálfur á ég í stökustu vandræðum með kaldhæðni, sem er kannski fín á afviknum stöðum með fólki sem deilir henni með þér, en fyrir aðra eru skilin á milli kaldhæðni og hroka oft lítil sem engin. Sem dæmi á ég erfitt með að sleppa kaldhæðni þegar ég tala um trúar-brögð, fyrir trúaða eru kaldhæðnin og hrokinn þá líklega nátengd. Fátt brennir þig eins mikið í samskiptum við aðra og ef fólk upplifir hroka, hvort sem hann er meðvitaður eða ekki. Ákveðni, yfirvegun og rökstuðningur sigrar hrokann í hvert sinn. Hvað er til ráða? Og hvað þá? Hvað getum við gert til að vanda okkur betur? Hvernig fáum við fólk til að meðtaka okkar góðu skilaboð? Það þarf ekki að vera flókið. Í mínu starfi og ráðgjöf virka þessi meðöl best; Sýndu auðmýkt, virðingu og einlægni. Segðu satt. Opnaðu huga fólks og flestar dyr með Húmor og gleði. Það virkar. Höfundur er samskipta- og markaðsráðgjafi og höfundur námskeiðanna: „Húmor virkar – í alvöru“ og „Vektu athygli“ hjá Opna Háskólanum í HR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Waage Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Það er ekki hvað þú segir heldur hvernig þú segir það“, er ein af þessum línum sem við könnumst við úr ýmsum áttum. Án þess að eiga langan feril í leiklist, skilst mér að þetta sé einmitt lykilatriði í þeirri mögnuðu listgrein. Í húmor skiptir þetta öllu máli, ekki satt? Saklaus setning getur orðið fyndin, klúr og alls konar, með svipbrigðum, áherslum og látbragði. Eigum við ekki að sannmælast um að við þekkjum þetta flest. Við erum að tala þarna um samskipti, samskipti á milli fólks. Hvernig eru þau meðtekin? Hvaða mynd færðu af viðkomandi sem tjáir sig? „Ekki hvað þú segir, heldur hvernig“, hvað þýðir það? Orðaval, tónn, áherslur, tilfinningar? Já meðal annars. Hvað ætli séu margar útgáfur til af þeim einföldu skilaboðum að barnið þitt þurfi að drífa sig á morgnanna? Allt frá bölvi og hótunum yfir kærleik og húmor. Sálfræðin segir okkur hvor aðferðin virkar betur almennt séð, en látum það liggja á milli hluta. Samskipti stjórnenda En samskiptin eru út um allt. Líka hjá stjórnendum og leiðtogum. Hjá stjórnendum sem hrífa fólk með sér, eflir það og styður. Og líka stjórnendum sem missa vinnuna eða ná ekki kosningu, jafnvel þó að elja, áhugi og hæfni séu til staðar. Dæmi um athyglisverð samskipti koma frá Biskup og co sem nýtur sögulegs vantraust. Ætli það hafi verið traustinu til framdráttar að segja landsmönnum að líf þeirra væri „innihaldslaust án Jesú“ og vöntun á Biblíulestri útskýrði vöntun á siðferði landans? Hvort sem það er augljós fítonskraftur í verkalýðsbaráttu, í baráttu gegn ofbeldi, réttindum barna eða annarra göfugra mála sem við brennum fyrir, þá er hægt skemma fyrir sér með slæmum samskiptum. Dæmin hafa hrannast upp undanfarið. Nú væri vafalítið freystandi að hjóla í þennan miðaldra hvíta karlmann og segja „Aha! Karlmaður að segja okkur að vera þæg(ar)!!“ Ef „þægur“ þýðir að hlusta meira, meðtaka, vanda sig, tala saman, útskýra þá, já. Að vanda sig og hafa hátt. Ekki misskilja. Þegar við ræðum um mikilvægustu siðaskipti seinni tíma, baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi, þá er það risaslagur sem ekki verður leystur með kurteisi, einni saman. Maður ruggar ekki bátum með því að biðja um það. Við búum við alda gömlu feðraveldi þar sem útpæld trúarbrögðin eru beltin og axlaböndin. Faðir vor, say no mor. Það eru forréttyndi að fá að upplifa að hvort tveggja líða hægt en örugglega undir lok. En þar þarf líka að vanda samskiptin í því ferli. En segjum þau hátt og skýrt! Ég hef svo óbilandi trú á framtíðinni í þessum málum þegar ég tala við börnin mín. Kynbundið ofbeldi, fordómar og trúarbrögð eru þeim álíka framandi og torfbæir og moldargólf. Af hverju er fólk ekki með mér? En hvað er til ráða þegar göfugu samskiptin okkar ná ekki í gegn? Að horfa inná við hljómar eins og klisja nr.1, en á sama tíma er það oftast málið. Við þurfum að horfast í augu við hvað það sem stuðar fólk, það sem virkar ekki. Af hverju stendur fólk ekki með mér, af hverju fæ ég ekki kosningu? Eru þau öll í bullinu eða hugsanlega bara ég? Sjá þau ekki hvað ég er klár, góð(ur) og berst fyrir málstaðinn? Hrokinn tapar 5-0 Að temja sér betri framkomu og samskipti er vinna, stöðug vinna. Sjálfur á ég í stökustu vandræðum með kaldhæðni, sem er kannski fín á afviknum stöðum með fólki sem deilir henni með þér, en fyrir aðra eru skilin á milli kaldhæðni og hroka oft lítil sem engin. Sem dæmi á ég erfitt með að sleppa kaldhæðni þegar ég tala um trúar-brögð, fyrir trúaða eru kaldhæðnin og hrokinn þá líklega nátengd. Fátt brennir þig eins mikið í samskiptum við aðra og ef fólk upplifir hroka, hvort sem hann er meðvitaður eða ekki. Ákveðni, yfirvegun og rökstuðningur sigrar hrokann í hvert sinn. Hvað er til ráða? Og hvað þá? Hvað getum við gert til að vanda okkur betur? Hvernig fáum við fólk til að meðtaka okkar góðu skilaboð? Það þarf ekki að vera flókið. Í mínu starfi og ráðgjöf virka þessi meðöl best; Sýndu auðmýkt, virðingu og einlægni. Segðu satt. Opnaðu huga fólks og flestar dyr með Húmor og gleði. Það virkar. Höfundur er samskipta- og markaðsráðgjafi og höfundur námskeiðanna: „Húmor virkar – í alvöru“ og „Vektu athygli“ hjá Opna Háskólanum í HR.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun