Arnar Daði: Mér líður ekki eins og ég hafi verið að vinna toppliðið Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 10. nóvember 2021 21:40 Arnar Daði stýrði sínum mönnum til sigurs í kvöld. Vísir/Elín Björg Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, var að vonum sáttur eftir að hafa unnið sinn fyrsta sigur í deildinni og á engu öðru en toppliði Stjörnunnar í virkilega spennandi leik fyrr í kvöld. Stjarnan var með þriggja marka forystu í hálfleik en Grótta náði frábæru áhlaupi í þeim síðari og sigruðu hún með tveimur mörkum, 34-32. „Mér líður bara mjög vel, að sjálfsögðu. Þetta er það sem ég elska. Og þetta er það sem við strákarnir erum í til að vinna. Við erum auðvitað hundsvekktir að vera ekk komnir með fleiri stig en það er ekkert spurt að því. Við þurfum bara að gera meira. Og við gerðum nóg til þess að vinna þennan leik og ég er ánægður með það. Mér líður ekki eins og ég hafi verið að vinna toppliðið. Ég vill ekki að hljóma eins og eitthvað egó en ég hafði bullandi trú á því að við gætum unnið þennan leik.“ „Deildin er fáránlega jöfn og ég held að úrslitin úr flestum leikjum á tímabilinu hafa sýnt það. En það gefur okkur ekki eitt eða neitt, við þurfum alltaf að gera sem við þurfum að gera. Ég er fáranlega stoltur af strákunum. Við spiluðum agaðan sóknarleik lengst af.“ „Ef við förum aðeins yfir þetta þá var fyrri hálfleikur ekki spes. Hann var bara ekki nægilega góður. Mér finnst eiginlega bara ótrúlega að við höfum náð að uppskera sigur þrátt fyrir spilamennskuna í fyrri hálfleik. En miðað við hvað mér fannst við eiga mikið inni í seinni hálfleik, þá sagði ég við strákana í hálfleik að ef þeir myndu gera aðeins meira þá myndum við vinna leikinn. Það sást á liðinu þegar við vorum búnir að vinna upp sjö marka forskot eftir tíu mínútur í seinni hálfleik. Það er ekki hver sem er sem gæti þetta, með fullri virðingu fyrir Stjörnunni sem eru búnir að vera frábærir allt tímabilið. Við erum bara ágætir.“ „Sóknarleikurinn gekk mjög smurt fyrir sig, bæði sjö á sex gekk vel hjá okkur á báðar varnir Stjörnunnar. Sóknarleikurinn var mjög góður. Einar baldvin stígur upp í seinni hálfleik. Ég sagði við hann í hálfleik að hann væri ekki búinn að vera nægilega góður og að hann þyrfti að verja ef við ætluðum að vinna. Við hefðum ekki getað treyst á það að við myndum gera nægilega mikið varnar- og sóknarlega. Við þurftum fleiri varða bolta. Og hann svaraði heldur betur kallinu.“ „Núna er það bara áfram gakk. Við eigum tvo mikilvæga leiki framundan bæði á móti HK og Víking og það væri anskotans skellur að tapa þeim leikjum eftir þetta. En það getur auðvitað allt gerst. Við verðum að halda fókus og ég er strax búinn að henda mér niður á jörðina.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Grótta Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira
Stjarnan var með þriggja marka forystu í hálfleik en Grótta náði frábæru áhlaupi í þeim síðari og sigruðu hún með tveimur mörkum, 34-32. „Mér líður bara mjög vel, að sjálfsögðu. Þetta er það sem ég elska. Og þetta er það sem við strákarnir erum í til að vinna. Við erum auðvitað hundsvekktir að vera ekk komnir með fleiri stig en það er ekkert spurt að því. Við þurfum bara að gera meira. Og við gerðum nóg til þess að vinna þennan leik og ég er ánægður með það. Mér líður ekki eins og ég hafi verið að vinna toppliðið. Ég vill ekki að hljóma eins og eitthvað egó en ég hafði bullandi trú á því að við gætum unnið þennan leik.“ „Deildin er fáránlega jöfn og ég held að úrslitin úr flestum leikjum á tímabilinu hafa sýnt það. En það gefur okkur ekki eitt eða neitt, við þurfum alltaf að gera sem við þurfum að gera. Ég er fáranlega stoltur af strákunum. Við spiluðum agaðan sóknarleik lengst af.“ „Ef við förum aðeins yfir þetta þá var fyrri hálfleikur ekki spes. Hann var bara ekki nægilega góður. Mér finnst eiginlega bara ótrúlega að við höfum náð að uppskera sigur þrátt fyrir spilamennskuna í fyrri hálfleik. En miðað við hvað mér fannst við eiga mikið inni í seinni hálfleik, þá sagði ég við strákana í hálfleik að ef þeir myndu gera aðeins meira þá myndum við vinna leikinn. Það sást á liðinu þegar við vorum búnir að vinna upp sjö marka forskot eftir tíu mínútur í seinni hálfleik. Það er ekki hver sem er sem gæti þetta, með fullri virðingu fyrir Stjörnunni sem eru búnir að vera frábærir allt tímabilið. Við erum bara ágætir.“ „Sóknarleikurinn gekk mjög smurt fyrir sig, bæði sjö á sex gekk vel hjá okkur á báðar varnir Stjörnunnar. Sóknarleikurinn var mjög góður. Einar baldvin stígur upp í seinni hálfleik. Ég sagði við hann í hálfleik að hann væri ekki búinn að vera nægilega góður og að hann þyrfti að verja ef við ætluðum að vinna. Við hefðum ekki getað treyst á það að við myndum gera nægilega mikið varnar- og sóknarlega. Við þurftum fleiri varða bolta. Og hann svaraði heldur betur kallinu.“ „Núna er það bara áfram gakk. Við eigum tvo mikilvæga leiki framundan bæði á móti HK og Víking og það væri anskotans skellur að tapa þeim leikjum eftir þetta. En það getur auðvitað allt gerst. Við verðum að halda fókus og ég er strax búinn að henda mér niður á jörðina.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Grótta Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira