Tísku slökkvitæki? Anna Málfríður Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2021 10:00 Nú líður að jólum og þá er sérstaklega mikilvægt að huga að eldvörnum heimilisins eins og að skipta um rafhlöðu í reykskynjaranum, kaupa eldvarnateppi ef það er ekki til staðar í eldhúsinu og athuga hvort komið sé að yfirferð og skoðun slökkvitækis. Talandi um slökkvitæki, erum við að missa sjónar á öryggi heimilisfólks á kostnað fallegrar hönnunar? Það er gaman að eiga fallegt heimili og margir hafa ánægju af því að eiga fallegar hönnunarvörur til að prýða það. En hvað skiptir mestu máli í okkar daglega lífi, eru það veraldlegir hlutir eða fólkið okkar? Ég veit að allir segja að auðvitað gangi fólkið okkar alltaf fyrir og enginn vill viljandi leggja sína nánustu í hættu en það er einmitt inntak þessarar greinar. Vita fagurkerar, áhrifavaldar, vöruhönnuðir, lífstílshönnuðir eða aðrir þeir sem hanna, selja eða mæla með „hönnunarvörum“ sem í tísku eru í það og það skiptið, þegar þeir eru að stofna lífi fólks í hættu? Mér var verulega brugðið þegar ég sá sjónvarpsauglýsingar frá einu af stóru tryggingafélögunum þar sem verið var að auglýsa valfrelsi í því hvernig slökkvitæki fólk gæti valið sér, þ.e. valfrelsi í útliti slökkvitækis. Á heimasíðu tryggingafélagsins eru þessi nýju slökkvitæki einnig auglýst og þar er m.a. þessi setning: Veljum öryggisvörur sem okkur finnst fallegar og pössum að þær séu aðgengilegar. Látum öryggið passa. Er það rétta viðhorfið? Ég tel svo ekki vera. Öll þekkjum við (vonandi) hið hefðbundna rauða slökkvitæki sem á að vera til inni á hverju heimili. Þegar ég var barn, man ég eftir herferð sem fól í sér að koma slökkvitæki og reykskynjurum inn á hvert heimili og held ég að það hafi tekist nokkuð vel. Flestir eru meðvitaðir um nauðsyn þessara litlu tækja sem hafa marg-sannað ágæti sitt við að bjarga mannslífum og eigum fólks. Seinna bættist svo eldvarnateppið við, sem er nauðsyn í hverju eldhúsi. Skv. reglugerð um slökkvitæki [1] skulu þau að lágmarki uppfylla staðalinn ÍST EN 3 [2] og vera CE-merkt. Nánari lýsingu, sem tekur t.d. til útlits og merkinga slökkvitækja má finna í leiðbeiningablaði [3] sem gefið var út af Brunamálastofnun (nú Húsnæðis-og Mannvirkjastofnun). Þar segir: „Slökkvitæki skulu vera rauð á lit (einstök lönd geta þó ákveðið að allt að 5% yfirborðs tækis sé í lit sem einkennir slökkviefnið). Upplýsingar utan á tækinu skulu settar fram í 5 hlutum (nákvæm lýsing er á hvað á að koma fram í hvaða hluta merkingarinnar)“. Í Evrópustaðlinum sem vísað er í hér hér að ofan, segir í kafla 16 að slökkvitæki skuli vera rauð að lit, RAL 3000 skv. litakóða RAL-841-GL. Þar eru einnig fyrirskrifaðar nákvæmar útlistanir á því hvernig merkingum á handslökkvitækjum skuli háttað. Það má ætla að þessi nýju slökkvitæki sem ekki eru rauð, séu aðallega eða eingöngu seld til heimilisnota því fyrirtæki og stofnanir hafa ríkari skyldur til að gæta að öryggi almennings. Það má vera að mörgum finnist ég vera að hnýta í smáatriði hér en þegar eldsvoði verður, þá eru það einmitt smáatriðin sem geta skilið milli lífs og dauða. Leiðin, t.d. frá eldhúsi og út, getur fyllst af eitruðum reyk á aðeins nokkrum sekúndum. Rétt staðsett slökkvitæki, t.d. við útidyr, getur slökkt minni elda og þá komið í veg fyrir stórtjón og jafnvel keypt nokkrar auka sekúndur til þess að komast út heilu og höldnu. Það er líklegt að húsráðendur viti að slökkvitækið þeirra sé gyllt, hvítt, svart eða krómað, í stíl við annað innanhúss og þ.a.l. skipti litur þess engu máli. En hvað um gestkomandi? Það er veisla í gangi og upp kemur eldur í jólaskreytingu, næsti maður ætlar að grípa rauða sívalninginn sem hann þekkir en það tekur hann einhverjar sekúndur eða mínútur að fá upplýsingar frá húsráðanda um hvar slökkvitækið er staðsett og að þetta fína tæki sé í alvörunni fullgilt og nothæft slökkvitæki. Það er hægt að taka fleiri dæmi en mér dettur einnig í hug barnapössun, hvort heldur sem um er að ræða ungling utan úr bæ eða ömmur og afa, er ekki líklegt að það fólk grípi í slökkvitækið sem það þekkir en gangi jafnvel framhjá fína tækinu sem fellur svo agalega vel inn í umhverfið að það sést næstum ekki? Rauði liturinn á slökkvitækjum, brunaslöngum og á merkingum sem vísa á þessi tæki er til þess ætlaður að grípa augað, að falla EKKI inn í umhverfið. Þegar sekúndur skipta máli, ætti innanhússhönnun ekki að vera í öðru sæti? Það er nefnilega góð ástæða fyrir því að slökkvitæki eru rauð. Höfundur er brunaverkfræðingur M.Sc. hjá Lotu verkfræðistofu. [1] Reglugerð um slökkvitæki, 1068/2011 Gefin út af Umhverfistráðuneytinu. [2] ÍST EN 3-7:2004+A1:2007, Portable fire extinguishers - Part 7: Characteristics, performance requirements and test methods [3] Leiðbeiningablað nr. 165.BR1, leiðbeiningar um val og staðsetningu handslökkvitækja, Brunamálastofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Slysavarnir Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Nú líður að jólum og þá er sérstaklega mikilvægt að huga að eldvörnum heimilisins eins og að skipta um rafhlöðu í reykskynjaranum, kaupa eldvarnateppi ef það er ekki til staðar í eldhúsinu og athuga hvort komið sé að yfirferð og skoðun slökkvitækis. Talandi um slökkvitæki, erum við að missa sjónar á öryggi heimilisfólks á kostnað fallegrar hönnunar? Það er gaman að eiga fallegt heimili og margir hafa ánægju af því að eiga fallegar hönnunarvörur til að prýða það. En hvað skiptir mestu máli í okkar daglega lífi, eru það veraldlegir hlutir eða fólkið okkar? Ég veit að allir segja að auðvitað gangi fólkið okkar alltaf fyrir og enginn vill viljandi leggja sína nánustu í hættu en það er einmitt inntak þessarar greinar. Vita fagurkerar, áhrifavaldar, vöruhönnuðir, lífstílshönnuðir eða aðrir þeir sem hanna, selja eða mæla með „hönnunarvörum“ sem í tísku eru í það og það skiptið, þegar þeir eru að stofna lífi fólks í hættu? Mér var verulega brugðið þegar ég sá sjónvarpsauglýsingar frá einu af stóru tryggingafélögunum þar sem verið var að auglýsa valfrelsi í því hvernig slökkvitæki fólk gæti valið sér, þ.e. valfrelsi í útliti slökkvitækis. Á heimasíðu tryggingafélagsins eru þessi nýju slökkvitæki einnig auglýst og þar er m.a. þessi setning: Veljum öryggisvörur sem okkur finnst fallegar og pössum að þær séu aðgengilegar. Látum öryggið passa. Er það rétta viðhorfið? Ég tel svo ekki vera. Öll þekkjum við (vonandi) hið hefðbundna rauða slökkvitæki sem á að vera til inni á hverju heimili. Þegar ég var barn, man ég eftir herferð sem fól í sér að koma slökkvitæki og reykskynjurum inn á hvert heimili og held ég að það hafi tekist nokkuð vel. Flestir eru meðvitaðir um nauðsyn þessara litlu tækja sem hafa marg-sannað ágæti sitt við að bjarga mannslífum og eigum fólks. Seinna bættist svo eldvarnateppið við, sem er nauðsyn í hverju eldhúsi. Skv. reglugerð um slökkvitæki [1] skulu þau að lágmarki uppfylla staðalinn ÍST EN 3 [2] og vera CE-merkt. Nánari lýsingu, sem tekur t.d. til útlits og merkinga slökkvitækja má finna í leiðbeiningablaði [3] sem gefið var út af Brunamálastofnun (nú Húsnæðis-og Mannvirkjastofnun). Þar segir: „Slökkvitæki skulu vera rauð á lit (einstök lönd geta þó ákveðið að allt að 5% yfirborðs tækis sé í lit sem einkennir slökkviefnið). Upplýsingar utan á tækinu skulu settar fram í 5 hlutum (nákvæm lýsing er á hvað á að koma fram í hvaða hluta merkingarinnar)“. Í Evrópustaðlinum sem vísað er í hér hér að ofan, segir í kafla 16 að slökkvitæki skuli vera rauð að lit, RAL 3000 skv. litakóða RAL-841-GL. Þar eru einnig fyrirskrifaðar nákvæmar útlistanir á því hvernig merkingum á handslökkvitækjum skuli háttað. Það má ætla að þessi nýju slökkvitæki sem ekki eru rauð, séu aðallega eða eingöngu seld til heimilisnota því fyrirtæki og stofnanir hafa ríkari skyldur til að gæta að öryggi almennings. Það má vera að mörgum finnist ég vera að hnýta í smáatriði hér en þegar eldsvoði verður, þá eru það einmitt smáatriðin sem geta skilið milli lífs og dauða. Leiðin, t.d. frá eldhúsi og út, getur fyllst af eitruðum reyk á aðeins nokkrum sekúndum. Rétt staðsett slökkvitæki, t.d. við útidyr, getur slökkt minni elda og þá komið í veg fyrir stórtjón og jafnvel keypt nokkrar auka sekúndur til þess að komast út heilu og höldnu. Það er líklegt að húsráðendur viti að slökkvitækið þeirra sé gyllt, hvítt, svart eða krómað, í stíl við annað innanhúss og þ.a.l. skipti litur þess engu máli. En hvað um gestkomandi? Það er veisla í gangi og upp kemur eldur í jólaskreytingu, næsti maður ætlar að grípa rauða sívalninginn sem hann þekkir en það tekur hann einhverjar sekúndur eða mínútur að fá upplýsingar frá húsráðanda um hvar slökkvitækið er staðsett og að þetta fína tæki sé í alvörunni fullgilt og nothæft slökkvitæki. Það er hægt að taka fleiri dæmi en mér dettur einnig í hug barnapössun, hvort heldur sem um er að ræða ungling utan úr bæ eða ömmur og afa, er ekki líklegt að það fólk grípi í slökkvitækið sem það þekkir en gangi jafnvel framhjá fína tækinu sem fellur svo agalega vel inn í umhverfið að það sést næstum ekki? Rauði liturinn á slökkvitækjum, brunaslöngum og á merkingum sem vísa á þessi tæki er til þess ætlaður að grípa augað, að falla EKKI inn í umhverfið. Þegar sekúndur skipta máli, ætti innanhússhönnun ekki að vera í öðru sæti? Það er nefnilega góð ástæða fyrir því að slökkvitæki eru rauð. Höfundur er brunaverkfræðingur M.Sc. hjá Lotu verkfræðistofu. [1] Reglugerð um slökkvitæki, 1068/2011 Gefin út af Umhverfistráðuneytinu. [2] ÍST EN 3-7:2004+A1:2007, Portable fire extinguishers - Part 7: Characteristics, performance requirements and test methods [3] Leiðbeiningablað nr. 165.BR1, leiðbeiningar um val og staðsetningu handslökkvitækja, Brunamálastofnun.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun