Þingmannadætur í íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2021 10:00 Körfuboltakonurnar Ásta Júlía Grímsdóttir og Dagný Lísa Davíðsdóttir verða með íslenska landsliðinu í leik á móti Rúmeníu í dag. Skjámynd/Youtube/Karfan Körfuboltakonurnar Ásta Júlía Grímsdóttir og Dagný Lísa Davíðsdóttir eru staddar í Rúmeníu með íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta en fram undan er leikur í kvöld á móti Rúmeníu í undankeppni EuroBasket 2023. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, tók viðtal við þær Ástu og Dagnýju fyrir karfan.is en þær eru herbergisfélagar í ferðinni. Æft í keppnishöllinni í dag og kl.16.00 ísl.tíma á morgun fimmtudag mætum við Rúmenum #korfubolti pic.twitter.com/Mc42ztbMZ2— Hannes S.Jónsson (@hannes_jonsson) November 10, 2021 Í viðtalinu kemur meðal annars fram að þær eru báðar dætur þingmanna. Ásta Júlía er dóttir þingmanns Samfylkingarinnar Helgu Völu Helgadóttur og Dagný Lísa er dóttir Guðrúnar Hafsteinsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Ásta Júlía og Dagný Lísa sögðust að þessi stjórnmálaafstaða mæðra þeirra trufli þær ekkert í samskiptum. Hannes sagði þó í viðtalinu að það hafi heyrst í þeim tveimur að vera að ræða pólitík. „Já, já, við höfum ekki sleppt því að ræða pólitík því við höfum báðar mjög sterkar skoðanir. Við ræðum þetta,“ sagði Ásta Júlía Grímsdóttir. „Það verður ekki frá því horfið að samræðurnar geta kallað fram ansi rafmagnað andrúmsloft hjá okkur. Við höfum rætt hvað þarf að koma í sinn farveg. Til dæmis nýjan þjóðarleikvang og heimavöll fyrir körfuboltafólk á Íslandi. Svona fyrir okkur til að eignast heimili,“ sagði Dagný Lísa Davíðsdóttir. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ty318f1IVkc">watch on YouTube</a> Hannes vildi síðan meina að það gæti eitthvað að vera að glæðast á milli flokkanna þökk sé herbergisfélögunum. „Við Dagný erum ekkert ósammála þegar við ræðum saman. Við ættum því ekkert erfitt með að vinna saman en ég get ekki sagt það saman um mæður okkar en ég veit það ekki,“ sagði Ásta. „Já ég er sammála. Ég held að við Ásta gætum tekið þetta með pompi og prakt ef að tækifæri gefst,“ sagði Dagný. Það má finna allt viðtal Hannesar við þær Ástu og Dagnýju hér fyrir ofan. Ásta Júlía Grímsdóttir hefur leikið með landsliðinu áður en Dagný Lísa er að leika sinn fyrsta A-landsleik í dag. Dagný Lísa var lengi við nám í Bandaríkjunum og missti því að verkefnum landsliðsins þann tíma. Dagný Lísa er að spila vel með Fjölni í Subway-deild kvenna þar sem hún er með 17,5 stig og 8,7 fráköst að meðaltali í leik. Ásta Júlía er í stóru hlutverki í Íslandsmeistaraliði Vals þar sem hún er með 10,3 stig og 11,8 fráköst að meðaltali í leik á þessu tímabili. Körfubolti EM 2023 í körfubolta Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Sjá meira
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, tók viðtal við þær Ástu og Dagnýju fyrir karfan.is en þær eru herbergisfélagar í ferðinni. Æft í keppnishöllinni í dag og kl.16.00 ísl.tíma á morgun fimmtudag mætum við Rúmenum #korfubolti pic.twitter.com/Mc42ztbMZ2— Hannes S.Jónsson (@hannes_jonsson) November 10, 2021 Í viðtalinu kemur meðal annars fram að þær eru báðar dætur þingmanna. Ásta Júlía er dóttir þingmanns Samfylkingarinnar Helgu Völu Helgadóttur og Dagný Lísa er dóttir Guðrúnar Hafsteinsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Ásta Júlía og Dagný Lísa sögðust að þessi stjórnmálaafstaða mæðra þeirra trufli þær ekkert í samskiptum. Hannes sagði þó í viðtalinu að það hafi heyrst í þeim tveimur að vera að ræða pólitík. „Já, já, við höfum ekki sleppt því að ræða pólitík því við höfum báðar mjög sterkar skoðanir. Við ræðum þetta,“ sagði Ásta Júlía Grímsdóttir. „Það verður ekki frá því horfið að samræðurnar geta kallað fram ansi rafmagnað andrúmsloft hjá okkur. Við höfum rætt hvað þarf að koma í sinn farveg. Til dæmis nýjan þjóðarleikvang og heimavöll fyrir körfuboltafólk á Íslandi. Svona fyrir okkur til að eignast heimili,“ sagði Dagný Lísa Davíðsdóttir. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ty318f1IVkc">watch on YouTube</a> Hannes vildi síðan meina að það gæti eitthvað að vera að glæðast á milli flokkanna þökk sé herbergisfélögunum. „Við Dagný erum ekkert ósammála þegar við ræðum saman. Við ættum því ekkert erfitt með að vinna saman en ég get ekki sagt það saman um mæður okkar en ég veit það ekki,“ sagði Ásta. „Já ég er sammála. Ég held að við Ásta gætum tekið þetta með pompi og prakt ef að tækifæri gefst,“ sagði Dagný. Það má finna allt viðtal Hannesar við þær Ástu og Dagnýju hér fyrir ofan. Ásta Júlía Grímsdóttir hefur leikið með landsliðinu áður en Dagný Lísa er að leika sinn fyrsta A-landsleik í dag. Dagný Lísa var lengi við nám í Bandaríkjunum og missti því að verkefnum landsliðsins þann tíma. Dagný Lísa er að spila vel með Fjölni í Subway-deild kvenna þar sem hún er með 17,5 stig og 8,7 fráköst að meðaltali í leik. Ásta Júlía er í stóru hlutverki í Íslandsmeistaraliði Vals þar sem hún er með 10,3 stig og 11,8 fráköst að meðaltali í leik á þessu tímabili.
Körfubolti EM 2023 í körfubolta Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti