Arndís Ósk hefur að undanförnu starfað sem forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum.
Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að Borgarlínan sé samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Betri Samgangna og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og verði unnin í nánu samstarfi þessara aðila.
„Arndís hefur undanfarin 14 ár unnið hjá OR og Veitum og nú síðast sem forstöðumaður vatns- og fráveitu. Arndís situr einnig í framkvæmdarstjórn Veitna. Arndís hefur mikla reynslu af verkefnastjórnsýslu, áætlanagerð og undirbúningi umfangsmikilla opinberra framkvæmda. Arndís hefur einnig mikla og farsæla reynslu af því að leiða opinber innviðaverkefni með ólíkum hagaðilum.
Á verkefnastofu Borgarlínu hjá Vegagerðinni starfa sérfræðingar á sviði samgöngumála og gatna- og stígahönnunar. Hópurinn samanstendur af starfsmönnum Vegagerðarinnar, sveitarfélaga og innlendum og erlendum stoðráðgjöfum Borgarlínu.
Arndís mun hefja störf á nýju ári,“ segir í tilkynningunni, en hún tekur við starfinu af Hrafnkeli Á. Proppé.