Gögnin liggja fyrir Pétur G. Markan skrifar 12. nóvember 2021 07:00 Að sá efasemdarfræjum virðist á stundum vera markmið í umræðunni til að afvegaleiða hana. Siggeir F. Ævarsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, snúa bökum saman í þeirri viðleitni í umfjöllun í DV, þriðjudaginn 9. nóvember. Þess má geta að í nokkur ár hefur félagið Siðmennt þegið „sóknargjöld“ frá ríkinu, í takt við þann fjölda félagsmanna sem tilheyrir Siðmennt. Það þýðir að Siggeir, sem framkvæmdastjóri Siðmenntar er þá að líkindum launaður með fjármagni beint úr ríkissjóði. En hvað um það. Siðmennt er góður vettvangur fyrir þá sem ekki finna trúna – góð gildi, fagurt mannlíf og heilbrigt og sjálfbært umhverfi er sameiginlegur flötur Þjóðkirkjunnar og Siðmenntar. Í kirkjum og söfnuðum þjóðkirkjunnar um land allt er blómlegt starf alla daga ársins. Á helgum og hátíðum er tónlistin farvegur iðkunar, samfélags og félagsauðs og á öllum hversdögum fer fram gróskumikið félags- og fræðslustarf fyrir börn og ungmenni, aldraða og syrgjendur í kirkjum landsins. Þjóðkirkjan sinnir síðan sálgæslu og hefur á umliðnum árum aukið til muna færni og þekkingu starfsfólks á því sviði. Siggeir og Björn Leví fjalla um kirkjujarðasamkomulagið og efast um að upplýsingar liggi fyrir. Til dæmis er haft eftir Siggeiri að þingmenn hafi í gegnum árin: „…reynt að fá upplýsingar um þessar kirkjujarðir…“ Þessar upplýsingar liggja fyrir, sjá hér: Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 (kirkjan.is) Kirkjueignir_a_Islandi_1597_1984_skrar.pdf (kirkjan.is) Í síðara skjalinu eru upptalningar á jörðunum öllum frá tímabilinu 1597-1984. Enginn ágreiningur var, er eða hefur verið á milli ríkis og kirkju um að jarðirnar voru í eigu kirkjunnar. Jarðirnar eru yfir sex hundruð talsins. Ein þeirra er landið allt sem byggir nú Garðabæ, önnur er Þingvellir. Það má segja að jarðirnar sem eru á sjöunda hundraðið, séu allar jarðir á landinu sem nú eru byggðar þéttbýlisstöðum. Nánast allar þeirra og auðvitað fleiri til, voru sem sagt í eigu kirkjunnar. Enginn ágreiningur er milli ríkis og kirkju um að ríkið hefur yfirtekið allar þessar jarðir og samningur liggur fyrir um endurgjald ríkisins til kirkjunnar vegna þeirrar eignayfirfærslu. Það endurgjald hefur frá árinu 1998 verið nýtt til greiðslu prestsþjónustunnar í landinu. Þeir félagar velta fyrir sér hvort þetta séu: „… óhagstæðustu samningar Íslandssögunnar…“, en þeirri spurningu hefur einnig verið velt upp innan kirkjunnar, hvort þetta séu ekki einmitt mjög óhagstæðir samningar fyrir kirkjuna. Sóknargjöldin eru síðan allt annar handleggur. Siggeir, framkvæmdarstjóri Siðmenntar er í svipaðri stöðu og sóknir þjóðkirkjunnar varðandi niðurskurð ríkisins á sóknargjöldunum. Reyndar rétti ríkið örlítið hlutinn um síðustu áramót, en betur má ef duga skal. Í kirkjum landsins er unnið mikið líknarstarf, sálgæsluþjónusta veitt, barna- og æskulýðsstarf unnið sem og eldriborgarastarf. Tónlistarlífið í landinu væri á allt öðrum og verri stað ef ekki væri fyrir kirkjurnar, sem eru víðast hvar syngjandi af fólki á öllum aldri. Samstarf á þjóðkirkjan í nærumhverfi sínu. Prestar og djáknar vitja þjónustukjarna, leiða reglulegar helgistundir, koma að dánarbeðum á öllum tímum sólarhrings og eru vettvangur þess að við öll berum hvert annað á bænarörmum. Slíkt er öllum dýrmætt sem taka þátt, slíkt eykur félagsauðinn í samfélaginu öllu. Höfundur er biskupsritari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Pétur G. Markan Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Að sá efasemdarfræjum virðist á stundum vera markmið í umræðunni til að afvegaleiða hana. Siggeir F. Ævarsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, snúa bökum saman í þeirri viðleitni í umfjöllun í DV, þriðjudaginn 9. nóvember. Þess má geta að í nokkur ár hefur félagið Siðmennt þegið „sóknargjöld“ frá ríkinu, í takt við þann fjölda félagsmanna sem tilheyrir Siðmennt. Það þýðir að Siggeir, sem framkvæmdastjóri Siðmenntar er þá að líkindum launaður með fjármagni beint úr ríkissjóði. En hvað um það. Siðmennt er góður vettvangur fyrir þá sem ekki finna trúna – góð gildi, fagurt mannlíf og heilbrigt og sjálfbært umhverfi er sameiginlegur flötur Þjóðkirkjunnar og Siðmenntar. Í kirkjum og söfnuðum þjóðkirkjunnar um land allt er blómlegt starf alla daga ársins. Á helgum og hátíðum er tónlistin farvegur iðkunar, samfélags og félagsauðs og á öllum hversdögum fer fram gróskumikið félags- og fræðslustarf fyrir börn og ungmenni, aldraða og syrgjendur í kirkjum landsins. Þjóðkirkjan sinnir síðan sálgæslu og hefur á umliðnum árum aukið til muna færni og þekkingu starfsfólks á því sviði. Siggeir og Björn Leví fjalla um kirkjujarðasamkomulagið og efast um að upplýsingar liggi fyrir. Til dæmis er haft eftir Siggeiri að þingmenn hafi í gegnum árin: „…reynt að fá upplýsingar um þessar kirkjujarðir…“ Þessar upplýsingar liggja fyrir, sjá hér: Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 (kirkjan.is) Kirkjueignir_a_Islandi_1597_1984_skrar.pdf (kirkjan.is) Í síðara skjalinu eru upptalningar á jörðunum öllum frá tímabilinu 1597-1984. Enginn ágreiningur var, er eða hefur verið á milli ríkis og kirkju um að jarðirnar voru í eigu kirkjunnar. Jarðirnar eru yfir sex hundruð talsins. Ein þeirra er landið allt sem byggir nú Garðabæ, önnur er Þingvellir. Það má segja að jarðirnar sem eru á sjöunda hundraðið, séu allar jarðir á landinu sem nú eru byggðar þéttbýlisstöðum. Nánast allar þeirra og auðvitað fleiri til, voru sem sagt í eigu kirkjunnar. Enginn ágreiningur er milli ríkis og kirkju um að ríkið hefur yfirtekið allar þessar jarðir og samningur liggur fyrir um endurgjald ríkisins til kirkjunnar vegna þeirrar eignayfirfærslu. Það endurgjald hefur frá árinu 1998 verið nýtt til greiðslu prestsþjónustunnar í landinu. Þeir félagar velta fyrir sér hvort þetta séu: „… óhagstæðustu samningar Íslandssögunnar…“, en þeirri spurningu hefur einnig verið velt upp innan kirkjunnar, hvort þetta séu ekki einmitt mjög óhagstæðir samningar fyrir kirkjuna. Sóknargjöldin eru síðan allt annar handleggur. Siggeir, framkvæmdarstjóri Siðmenntar er í svipaðri stöðu og sóknir þjóðkirkjunnar varðandi niðurskurð ríkisins á sóknargjöldunum. Reyndar rétti ríkið örlítið hlutinn um síðustu áramót, en betur má ef duga skal. Í kirkjum landsins er unnið mikið líknarstarf, sálgæsluþjónusta veitt, barna- og æskulýðsstarf unnið sem og eldriborgarastarf. Tónlistarlífið í landinu væri á allt öðrum og verri stað ef ekki væri fyrir kirkjurnar, sem eru víðast hvar syngjandi af fólki á öllum aldri. Samstarf á þjóðkirkjan í nærumhverfi sínu. Prestar og djáknar vitja þjónustukjarna, leiða reglulegar helgistundir, koma að dánarbeðum á öllum tímum sólarhrings og eru vettvangur þess að við öll berum hvert annað á bænarörmum. Slíkt er öllum dýrmætt sem taka þátt, slíkt eykur félagsauðinn í samfélaginu öllu. Höfundur er biskupsritari.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar