Evrópa, hreyfingin og endurreisnin Drífa Snædal skrifar 12. nóvember 2021 13:30 Kórónuveiran hefur nú nýja innreið sína víða um heim og enn sér ekki fyrir áhrifin á bæði heilsu og efnahag. Á vettvangi ETUC (Evrópusamtaka verkalýðshreyfingarinnar) í vikunni var framtíðin eftir COVID rædd. Hver efnahagslegu áhrifin væru, hvaða hópar væru í viðkvæmustu stöðunni og hvaða sértæku lausnir þyrfti að finna. Um alla álfuna hefur verkalýðshreyfingin leikið stórt hlutverk í að tryggja afkomu og öryggi vinnandi fólks en það er ekki síður mikilvægt hlutverk að sjá til þess að eftirleikurinn verði ekki til þess að auka á ójöfnuð og veikja réttindi og öryggisnet almennings. Stundum er sagt að fjármagnseigendur láti aldrei hjá líða að nýta góða kreppu. Þetta á við núna líka á Íslandi, í Evrópu og um heim allan. Baráttan fram undan mun snúast um að koma í veg fyrir uppgang ótryggra ráðningarsambanda, verktakavinnu, verkefnaráðningar, lausráðningar og allra þessara ólíku forma sem nýtt eru til að skerða laun og réttindi fólks. Öll þessi frávik frá því eðlilega, frávik sem gera fólki erfitt fyrir að skipuleggja framtíðina og búa við afkomuöryggi eru skref aftur á bak fyrir launafólk. Á Íslandi er minna um ótrygg ráðningarsambönd en víðast annars staðar og gerði það okkur kleift að grípa hratt og örugglega inn í þegar gripið var til takmarkanna vegna veirunnar, með launum í sóttkví, atvinnuleysisbótum og hlutabótaleið. Öll slík úrræði verða erfiðari og snúnari þegar vinnumarkaðurinn er óskipulagðari. Og þá fellur fleira fólk milli skips og bryggju, sem hefur alvarlegar afleiðingar fyrir allt samfélagið. Í ræðu minni á ETUC þinginu fjallaði ég um annað stórt mál sem vinnandi fólk og almenningur stendur frammi fyrir og það er ógnin af niðurskurði, sölu almenningseigna eða stórfelldum skattahækkunum og gjaldtöku á almenning. Þegar skuldir vaxa jafn hratt og síðustu misseri sjá fjármagnseigendur sér leik á borði og banka uppá hjá stjórnvöldum með fulla vasa fjár og bjóðast til að bjarga málum með því að kaupa eignir eða taka yfir þjónustu sem á að vera samfélagsþjónusta á vegum hins opinbera. Í þessu felst ævinlega áskrift af framlögum frá hinu opinbera eða einstaklingum, til dæmis í formi leigu eða gjaldtöku. Þetta lærðum við af síðasta hruni og mörg Evrópulönd hafa ekki borið sitt efnahagslega barr eftir stefnu niðurskurðar og einkavæðingar. Hlutverk verkalýðshreyfingarinnar í miðri kreppu er mikilvægt en jafnvel mikilvægara í eftirleiknum. Að standa vörð um velferðarkerfin okkar, skipulag vinnumarkaðarins og möguleika fólks til tryggrar framfærslu. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Kórónuveiran hefur nú nýja innreið sína víða um heim og enn sér ekki fyrir áhrifin á bæði heilsu og efnahag. Á vettvangi ETUC (Evrópusamtaka verkalýðshreyfingarinnar) í vikunni var framtíðin eftir COVID rædd. Hver efnahagslegu áhrifin væru, hvaða hópar væru í viðkvæmustu stöðunni og hvaða sértæku lausnir þyrfti að finna. Um alla álfuna hefur verkalýðshreyfingin leikið stórt hlutverk í að tryggja afkomu og öryggi vinnandi fólks en það er ekki síður mikilvægt hlutverk að sjá til þess að eftirleikurinn verði ekki til þess að auka á ójöfnuð og veikja réttindi og öryggisnet almennings. Stundum er sagt að fjármagnseigendur láti aldrei hjá líða að nýta góða kreppu. Þetta á við núna líka á Íslandi, í Evrópu og um heim allan. Baráttan fram undan mun snúast um að koma í veg fyrir uppgang ótryggra ráðningarsambanda, verktakavinnu, verkefnaráðningar, lausráðningar og allra þessara ólíku forma sem nýtt eru til að skerða laun og réttindi fólks. Öll þessi frávik frá því eðlilega, frávik sem gera fólki erfitt fyrir að skipuleggja framtíðina og búa við afkomuöryggi eru skref aftur á bak fyrir launafólk. Á Íslandi er minna um ótrygg ráðningarsambönd en víðast annars staðar og gerði það okkur kleift að grípa hratt og örugglega inn í þegar gripið var til takmarkanna vegna veirunnar, með launum í sóttkví, atvinnuleysisbótum og hlutabótaleið. Öll slík úrræði verða erfiðari og snúnari þegar vinnumarkaðurinn er óskipulagðari. Og þá fellur fleira fólk milli skips og bryggju, sem hefur alvarlegar afleiðingar fyrir allt samfélagið. Í ræðu minni á ETUC þinginu fjallaði ég um annað stórt mál sem vinnandi fólk og almenningur stendur frammi fyrir og það er ógnin af niðurskurði, sölu almenningseigna eða stórfelldum skattahækkunum og gjaldtöku á almenning. Þegar skuldir vaxa jafn hratt og síðustu misseri sjá fjármagnseigendur sér leik á borði og banka uppá hjá stjórnvöldum með fulla vasa fjár og bjóðast til að bjarga málum með því að kaupa eignir eða taka yfir þjónustu sem á að vera samfélagsþjónusta á vegum hins opinbera. Í þessu felst ævinlega áskrift af framlögum frá hinu opinbera eða einstaklingum, til dæmis í formi leigu eða gjaldtöku. Þetta lærðum við af síðasta hruni og mörg Evrópulönd hafa ekki borið sitt efnahagslega barr eftir stefnu niðurskurðar og einkavæðingar. Hlutverk verkalýðshreyfingarinnar í miðri kreppu er mikilvægt en jafnvel mikilvægara í eftirleiknum. Að standa vörð um velferðarkerfin okkar, skipulag vinnumarkaðarins og möguleika fólks til tryggrar framfærslu. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun