Fósturforeldrar segja tilfærslu málefna fatlaðra hafa verið mikil mistök Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. nóvember 2021 20:15 Pétur (standandi) og Björn, ásamt Magnúsi og Líneyju en ekkert úrræði hefur fundist fyrir strákana þar sem þeir geta átt heima með sólarhringsþjónustu. Á meðan eru þeir áfram í umsjón hjónanna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fósturforeldrar á Selfossi segja að það hafi verið mikil mistök að færa málefni fatlaðra frá ríkinu til sveitarfélaga því málaflokkurinn sé í algjörum ólestri hjá sveitarfélögum. Þau eru með tvo tvítuga stráka í fóstri, sem komast hvorki inn á heimili á Selfossi eða á Sólheimum og þar með sé brotið á rétti þeirra. Í húsinu við Kirkjuveg 26 á Selfossi þar sem hjónin Líney Tómasdóttir og Magnús Tómasson búa er alltaf mikið fjör því húsið er oftast fullt af fósturbörnum, sem þau eru með. Börnin er á ýmsum aldri og hafa verið mislengi hjá þeim. Tveir af drengjunum, Björn, sem er tvítugur og Pétur, sem er tuttugu og eins árs þurfa sólarhrings vistun en það er því miður ekkert úrræði fyrir þá í Árborg. Pétur býr enn heima á Kirkjuveginum því hann fær hvergi annars staðar inni en Björn er á heimili í Reykjavík með þremur öðrum þó lögheimili hans sé á Selfossi en kemur á Selfoss um helgar og öll jól og páska. „Þetta er mjög erfið staða. Eins hjá okkur líka að þurfa að fara til Reykjavíkur og hitt hann og sækja hann þegar hann kemur í staðinn fyrir að geti verið hér í nærumhverfi,“ segir Magnús „Og Pétur er með umsókn inn á Sólheima en þar gerist ekkert og hérna á Selfossi líka, þannig að það er ekkert í boði fyrir hann en hann þarf sólarhrings þjónustu líka,“ bætir Líney við. Hjónin segja fátt um svör hjá Árborg, það sé engin lausn og ekkert úrræði fyrir strákana eins og í dag þrátt fyrir að það sé langt síðan að það hafi verið vitað að það kæmi að þessari þörf. „Við sáum verulega afturför eftir að þetta fór til sveitarfélaga frá ríki því sennilega eru ekki lagðir nægilega miklir peningar í málaflokkinn frá ríkinu. Sveitarfélögin ráða ekki við þetta, þetta er bara of stór pakki fyrir þá,“ segir Líney og Magnús tekur heilshugar undir orð hennar. Líney og Magnús, sem hafa verið með fjölda fósturbarna inn á heimili sínu á Selfossi síðustu ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Líney og Magnús kvíða framtíðinni fyrir hönd Björns og Péturs. „Já, því við eigum bara eitt og tvö ár í sextugt og við ætlum ekki að vera alltaf með áhyggjur af drengjunum, hvað verður um þá og hvert eiga þeir að fara og hvar eiga þeir að eiga heima í framtíðinni,“ segir Líney. En hvað verður þá eiginlega um strákana? „Við vitum það ekki, við erum ekki með neinar lausnir. Árborg lofar allavega að þeim verði ekki hent á götuna, þannig að þeir gera allt sem þeir telja sig geta,“ segir Magnús og Líney bætir strax við. „Ég skora á alþingismenn að skoða þennan málaflokk og gera eitthvað í þessum málum þannig að allir eigi saman rétt í þessu þjóðfélagi.“ Árborg Félagsmál Sveitarstjórnarmál Fjölskyldumál Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira
Í húsinu við Kirkjuveg 26 á Selfossi þar sem hjónin Líney Tómasdóttir og Magnús Tómasson búa er alltaf mikið fjör því húsið er oftast fullt af fósturbörnum, sem þau eru með. Börnin er á ýmsum aldri og hafa verið mislengi hjá þeim. Tveir af drengjunum, Björn, sem er tvítugur og Pétur, sem er tuttugu og eins árs þurfa sólarhrings vistun en það er því miður ekkert úrræði fyrir þá í Árborg. Pétur býr enn heima á Kirkjuveginum því hann fær hvergi annars staðar inni en Björn er á heimili í Reykjavík með þremur öðrum þó lögheimili hans sé á Selfossi en kemur á Selfoss um helgar og öll jól og páska. „Þetta er mjög erfið staða. Eins hjá okkur líka að þurfa að fara til Reykjavíkur og hitt hann og sækja hann þegar hann kemur í staðinn fyrir að geti verið hér í nærumhverfi,“ segir Magnús „Og Pétur er með umsókn inn á Sólheima en þar gerist ekkert og hérna á Selfossi líka, þannig að það er ekkert í boði fyrir hann en hann þarf sólarhrings þjónustu líka,“ bætir Líney við. Hjónin segja fátt um svör hjá Árborg, það sé engin lausn og ekkert úrræði fyrir strákana eins og í dag þrátt fyrir að það sé langt síðan að það hafi verið vitað að það kæmi að þessari þörf. „Við sáum verulega afturför eftir að þetta fór til sveitarfélaga frá ríki því sennilega eru ekki lagðir nægilega miklir peningar í málaflokkinn frá ríkinu. Sveitarfélögin ráða ekki við þetta, þetta er bara of stór pakki fyrir þá,“ segir Líney og Magnús tekur heilshugar undir orð hennar. Líney og Magnús, sem hafa verið með fjölda fósturbarna inn á heimili sínu á Selfossi síðustu ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Líney og Magnús kvíða framtíðinni fyrir hönd Björns og Péturs. „Já, því við eigum bara eitt og tvö ár í sextugt og við ætlum ekki að vera alltaf með áhyggjur af drengjunum, hvað verður um þá og hvert eiga þeir að fara og hvar eiga þeir að eiga heima í framtíðinni,“ segir Líney. En hvað verður þá eiginlega um strákana? „Við vitum það ekki, við erum ekki með neinar lausnir. Árborg lofar allavega að þeim verði ekki hent á götuna, þannig að þeir gera allt sem þeir telja sig geta,“ segir Magnús og Líney bætir strax við. „Ég skora á alþingismenn að skoða þennan málaflokk og gera eitthvað í þessum málum þannig að allir eigi saman rétt í þessu þjóðfélagi.“
Árborg Félagsmál Sveitarstjórnarmál Fjölskyldumál Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira