Föst út í vél í yfir klukkutíma vegna veðurs Eiður Þór Árnason skrifar 13. nóvember 2021 21:48 Veðrið setti svip sinn á starfsemi á Keflavíkurflugvelli í dag. Vísir/KMU Vonskuveður hefur haft áhrif á flug Icelandair í dag og þurftu farþegar á leið frá Evrópu að bíða í rúman klukkutíma út í vél að lokinni lendingu vegna hvassviðris. „Þegar hingað var komið þá voru vindhviðurnar enn það miklar að til að gæta öryggis bæði farþega og starfsmanna þá var ekki hægt að afgreiða vélarnar strax. Fólk var að bíða í svona hálftíma til rúmlega klukkutíma í vélunum þangað til það fór að lægja,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair. Síðasta vélin lenti á fimmta tímanum í dag eftir för frá Munchen. Athygli vekur að flugvél Easyjet frá Luton-flugvelli í London seinkaði um hátt í níu tíma og lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 18:10 í kvöld í stað 9:40. Mögulega minniháttar tafir í fyrramálið Öllum átta flugferðum Icelandair til Keflavíkur frá Evrópu var seinkað í dag vegna veðurs og var um þriggja tíma seinkun á brottför til Kaupmannahafnar. Þar að auki var um tveggja tíma brottför á öllum ferðum Icelandair til Bandaríkjanna síðdegis í dag en síðasta flugvélin fór í loftið klukkan 19:25. Innan við hálftíma töf var á komum tveggja véla frá Tenerife á níunda tímanum. Ásdís segir að farþegar megi svo búast við minniháttar seinkunum í fyrramálið sem afleiðing af þessu. Hafði takmörkuð áhrif á Play Tvær flugferðir eru á áætlun hjá Play í dag og voru farþegar með morgunflugi til Tenerife beðnir um að mæta fyrr í flugstöðina vegna veðurs. Fór vélin svo í loftið tíu mínútur á undan áætlun, að sögn Nadine Guðrúnar Yaghi, samskiptastjóra Play. Þá var engin seinkun á komu vélar frá Tenerife sem átti að lenda klukkan 21:55 í kvöld. Fréttir af flugi Veður Icelandair Play Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
„Þegar hingað var komið þá voru vindhviðurnar enn það miklar að til að gæta öryggis bæði farþega og starfsmanna þá var ekki hægt að afgreiða vélarnar strax. Fólk var að bíða í svona hálftíma til rúmlega klukkutíma í vélunum þangað til það fór að lægja,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair. Síðasta vélin lenti á fimmta tímanum í dag eftir för frá Munchen. Athygli vekur að flugvél Easyjet frá Luton-flugvelli í London seinkaði um hátt í níu tíma og lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 18:10 í kvöld í stað 9:40. Mögulega minniháttar tafir í fyrramálið Öllum átta flugferðum Icelandair til Keflavíkur frá Evrópu var seinkað í dag vegna veðurs og var um þriggja tíma seinkun á brottför til Kaupmannahafnar. Þar að auki var um tveggja tíma brottför á öllum ferðum Icelandair til Bandaríkjanna síðdegis í dag en síðasta flugvélin fór í loftið klukkan 19:25. Innan við hálftíma töf var á komum tveggja véla frá Tenerife á níunda tímanum. Ásdís segir að farþegar megi svo búast við minniháttar seinkunum í fyrramálið sem afleiðing af þessu. Hafði takmörkuð áhrif á Play Tvær flugferðir eru á áætlun hjá Play í dag og voru farþegar með morgunflugi til Tenerife beðnir um að mæta fyrr í flugstöðina vegna veðurs. Fór vélin svo í loftið tíu mínútur á undan áætlun, að sögn Nadine Guðrúnar Yaghi, samskiptastjóra Play. Þá var engin seinkun á komu vélar frá Tenerife sem átti að lenda klukkan 21:55 í kvöld.
Fréttir af flugi Veður Icelandair Play Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira