Þetta kemur fram í nýrri grein á vef Þjóðskrár Íslands en þar má sjá að 37 drengir voru nefndir Alexander, 32 Emil og 31 Kári.
Á eftir Andreu og Freyju var Emilía í þriðja sæti yfir nöfn stúlkna sem fæddust 2020. 26 stúlkur fengu það nafn. 25 stúlkur voru nefndar Bríet, 23 Sara og 21 Anna.
Sé litið til allra Íslendinga eru Jón og Guðrún algengustu eiginnöfnin. Þeim næst eru Sigurður og Guðmundur hjá körlum og hjá konum eru Anna og Kristín í öðru og þriðja sæti.