„Ekki skera niður framtíðina okkar“ Isabel Alejandra Diaz skrifar 17. nóvember 2021 07:31 Í dag, 17. nóvember, er alþjóðlegur dagur stúdenta. Í tilefni þess taka evrópskir stúdentar höndum saman og kalla eftir sanngjarnri og viðunandi fjárfestingu stjórnvalda í menntun undir yfirskriftinni Don’t cut our future. Samstúdentar okkar í Evrópu eru að hrópa sömu skilaboð og við; það þarf raunverulega að fjárfesta í háskólastiginu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar frá árinu 2017 var boðað til stórsóknar í menntamálum, enda er öflugt menntakerfi talið forsenda framfara og kjarni nýsköpunar til framtíðar. Ríkisstjórnin setti sér tvö markmið hvað varðar fjárframlög til háskólastigsins. Annars vegar að fjármögnun háskólastigsins næði meðaltali OECD ríkjanna fyrir árið 2020 og hins vegar meðaltali Norðurlandanna árið 2025. Þó fyrra markmiðið hafi náðst hefur Háskóli Íslands til að mynda bent á að fjármögnun háskólans stendur enn langt að baki fjármögnun sambærilegra háskóla á Norðurlöndunum og að brýnt sé að grípa til markvissra aðgerða strax, þannig að hægt sé að ná seinna markmiðinu fyrir árið 2025. Samkvæmt árstölum sem fram komu á ársfundi Háskóla Íslands 2021, eru heildartekjur háskóla á ársnema á Norðurlöndunum að meðaltali 4,6 milljónir króna árlega en á Íslandi aðeins 2,9 milljónir. Nemendur á Íslandi fá því 37% minna en nemendur á Norðurlöndunum. Heildartekjur á ársnema 2019 (Háskóli Íslands í samanburði við hin Norðurlöndin) Gerð er krafa til menntakerfisins að sérhæfa einstaklinga til að takast á við samfélagslegar áskoranir, öðla færni og þekkingu, og stuðla að sjálfbærri framtíð. Slíkar kröfur eiga ekki rétt á sér nema þeim fylgi öruggar fjárveitingar til menntastofnana. Fjárlög fyrir árið 2021 gerðu ráð fyrir auknu fjármagni til háskólastigsins, sem mátti rekja til faraldursins og áherslu stjórnvalda á að menntun kæmi okkur úr veirukreppunni. Það var áríðandi aðgerð til að tryggja gæði náms sem og getu til að sinna fjölgun nemenda með fullnægjandi móti. Hins vegar er lykilatriði að auknar fjárveitingar séu ekki einungis tímabundnar, heldur fyrst og fremst til að styrkja menntakerfið okkar til frambúðar. Það er forsenda þess að háskólar geti sinnt grunnstarfsemi sinni. Háskóli Íslands hefur áunnið sér sæti meðal fremstu háskóla á alþjóðavísu en til þess að hann geti verið samkeppnishæfur á því sviði verður að styrkja innviði hans og skapa honum sérstöðu, þannig að hann geti verið leiðandi í kennslu og rannsóknarstarfsemi. Þó að hann sé sjálfstæð stofnun, er hann ríkisrekinn og er það beinlínis á ábyrgð stjórnvalda að fjárframlögin séu til staðar. Þess má einnig geta, hvað varðar opinbera háskólamenntun sérstaklega, að fyrirkomulag fjárveitinga hérlendis er þannig að einkareknir háskólar fá sama framlag og opinberir háskólar til viðbótar við skólagjöldin sem þeir innheimta. Aftur á móti, virðist fyrirkomulagið í flestum samanburðarríkjum vera þannig að sértekjur vegna skólagjalda einkarekinna háskóla dragist a.m.k. að hluta til frá fjárveitingu hins opinbera. Slík ráðstöfun er bæði hagkvæm, þar sem þá losnar um fjármagn sem hægt er að nýta til að vinna að ákveðnum verkefnum, og sanngjörn gagnvart opinberu háskólunum sem ekki hafa sértekjumöguleika vegna skólagjaldanna. Stúdentar í Evrópu standa saman og kalla á stjórnvöld Evrópuríkja að fjárfesta í háskólastiginu. Á Íslandi þarf áþreifanleg stórsókn í menntun að eiga sér stað með því að endurskoða fjárframlög til opinbera háskóla af miklum þunga og tryggja samkeppnishæfni þeirra, samfélaginu öllu til hagsbóta. Nýr stjórnarsáttmáli fer að líta dagsins ljós og vonast Stúdentaráð til þess að háskólastigið sé þar sett í forgang. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og fulltrúi stúdenta í háskólaráði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Isabel Alejandra Díaz Hagsmunir stúdenta Háskólar Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag, 17. nóvember, er alþjóðlegur dagur stúdenta. Í tilefni þess taka evrópskir stúdentar höndum saman og kalla eftir sanngjarnri og viðunandi fjárfestingu stjórnvalda í menntun undir yfirskriftinni Don’t cut our future. Samstúdentar okkar í Evrópu eru að hrópa sömu skilaboð og við; það þarf raunverulega að fjárfesta í háskólastiginu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar frá árinu 2017 var boðað til stórsóknar í menntamálum, enda er öflugt menntakerfi talið forsenda framfara og kjarni nýsköpunar til framtíðar. Ríkisstjórnin setti sér tvö markmið hvað varðar fjárframlög til háskólastigsins. Annars vegar að fjármögnun háskólastigsins næði meðaltali OECD ríkjanna fyrir árið 2020 og hins vegar meðaltali Norðurlandanna árið 2025. Þó fyrra markmiðið hafi náðst hefur Háskóli Íslands til að mynda bent á að fjármögnun háskólans stendur enn langt að baki fjármögnun sambærilegra háskóla á Norðurlöndunum og að brýnt sé að grípa til markvissra aðgerða strax, þannig að hægt sé að ná seinna markmiðinu fyrir árið 2025. Samkvæmt árstölum sem fram komu á ársfundi Háskóla Íslands 2021, eru heildartekjur háskóla á ársnema á Norðurlöndunum að meðaltali 4,6 milljónir króna árlega en á Íslandi aðeins 2,9 milljónir. Nemendur á Íslandi fá því 37% minna en nemendur á Norðurlöndunum. Heildartekjur á ársnema 2019 (Háskóli Íslands í samanburði við hin Norðurlöndin) Gerð er krafa til menntakerfisins að sérhæfa einstaklinga til að takast á við samfélagslegar áskoranir, öðla færni og þekkingu, og stuðla að sjálfbærri framtíð. Slíkar kröfur eiga ekki rétt á sér nema þeim fylgi öruggar fjárveitingar til menntastofnana. Fjárlög fyrir árið 2021 gerðu ráð fyrir auknu fjármagni til háskólastigsins, sem mátti rekja til faraldursins og áherslu stjórnvalda á að menntun kæmi okkur úr veirukreppunni. Það var áríðandi aðgerð til að tryggja gæði náms sem og getu til að sinna fjölgun nemenda með fullnægjandi móti. Hins vegar er lykilatriði að auknar fjárveitingar séu ekki einungis tímabundnar, heldur fyrst og fremst til að styrkja menntakerfið okkar til frambúðar. Það er forsenda þess að háskólar geti sinnt grunnstarfsemi sinni. Háskóli Íslands hefur áunnið sér sæti meðal fremstu háskóla á alþjóðavísu en til þess að hann geti verið samkeppnishæfur á því sviði verður að styrkja innviði hans og skapa honum sérstöðu, þannig að hann geti verið leiðandi í kennslu og rannsóknarstarfsemi. Þó að hann sé sjálfstæð stofnun, er hann ríkisrekinn og er það beinlínis á ábyrgð stjórnvalda að fjárframlögin séu til staðar. Þess má einnig geta, hvað varðar opinbera háskólamenntun sérstaklega, að fyrirkomulag fjárveitinga hérlendis er þannig að einkareknir háskólar fá sama framlag og opinberir háskólar til viðbótar við skólagjöldin sem þeir innheimta. Aftur á móti, virðist fyrirkomulagið í flestum samanburðarríkjum vera þannig að sértekjur vegna skólagjalda einkarekinna háskóla dragist a.m.k. að hluta til frá fjárveitingu hins opinbera. Slík ráðstöfun er bæði hagkvæm, þar sem þá losnar um fjármagn sem hægt er að nýta til að vinna að ákveðnum verkefnum, og sanngjörn gagnvart opinberu háskólunum sem ekki hafa sértekjumöguleika vegna skólagjaldanna. Stúdentar í Evrópu standa saman og kalla á stjórnvöld Evrópuríkja að fjárfesta í háskólastiginu. Á Íslandi þarf áþreifanleg stórsókn í menntun að eiga sér stað með því að endurskoða fjárframlög til opinbera háskóla af miklum þunga og tryggja samkeppnishæfni þeirra, samfélaginu öllu til hagsbóta. Nýr stjórnarsáttmáli fer að líta dagsins ljós og vonast Stúdentaráð til þess að háskólastigið sé þar sett í forgang. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og fulltrúi stúdenta í háskólaráði Háskóla Íslands.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun