Átján þúsund strandaðir vegna flóðanna Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2021 23:13 Flóðin ollu gífurlegu tjóni í Bresku-Kólumbíu. AP/Jonathan Hayward Um það bil átján þúsund manns eru strandaðir vegna gífurlegra flóða í Bresku-Kólumbíu í Kanada. Þar af einhverjir á fjöllum en vegir, brýr og hús eyðilögðust í flóðum og aurskriðum í fylkinu eftir að óveður fór þar yfir um síðustu helgi. Minnst einn er dáinn en fjölmargra er saknað og er búist við því að tala látinna muni hækka á næstu dögum, samkvæmt frétt Ríkisútvarps Kanada (CBC). Reuters fréttaveitan segir mögulegt að engar aðrar náttúruhamfarir hafi valdið eins kostnaðarsömu tjóni í sögu Kanada. Vatn er nú að hörfa en aðstæður er samt erfiðar fyrir björgunarsveitir og er takmarkað aðgengi að fjölda bæja í fylkinu. Neyðarástandi hefur veri lýst yfir og ríkisstjórn Kanada hefur heitið því að koma íbúum til hjálpar og aðstoða við endurbyggingu. Verið er að kalla út hermenn og senda til aðstoðar við íbúa og á verkefni hersins að standa yfir í minnst 30 daga. Hér má sjá sjónvarpsfrétt Stöðvar 4 sem sýnir meðal annars bændur á sæsleðum koma kúm til bjargar í flóðunum. Skógareldar gera flóðin verri Í frétt CBC segir að umfangsmiklir skógareldar í Bresku-Kólumbíu að undanförnu eigi stóran þátt í flóðunum. Rigningin hefur verið gífurleg frá síðustu helgi og þá mikil á svæðum þar sem skógar- og gróðureldar hafa skilið eftir sig sviðna jörð. Sú jörð dregur í sig mun minna vatn en eðlilegt getur talist og þá sérstaklega í kjölfar þurrka, eins og hafa verið í Bresku-Kólumbíu. Til marks um það bendir CBC á að í Washington-ríki í Bandaríkjunum, þar sem miklir skógar- og gróðureldar hafa einnig logað, flæddi einnig mikið vegna sama óveðurs. Bob Freitag, sérfræðingur sem CBC ræddi við, segir að efni frá brunnum trjám sem eru að grotna niður skilji nokkurs konar vax-húð á jörðinni. Vatn renni á henni í stað þess að sökkva í jörðina og tekur með sér mjög mikið efni. Þannig myndist mikil og stórhættuleg flóð. Kanada Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Ein látin eftir ógurleg flóð í Kanada og Bandaríkjunum Kona fórst í aurskriðu á hraðbraut utan við Vancouver í Kanada eftir metúrkomu á svæðinu. Að minnsta kosti tveggja er saknað til viðbótar þar. Stanslaus rigning síðustu daga hefur valdið miklum flóðum í norðvestanverðum Bandaríkjunum og suðvestanverðu Kanada sem urðu illa úti í fordæmalausri hitabylgju í sumar. 17. nóvember 2021 08:45 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Minnst einn er dáinn en fjölmargra er saknað og er búist við því að tala látinna muni hækka á næstu dögum, samkvæmt frétt Ríkisútvarps Kanada (CBC). Reuters fréttaveitan segir mögulegt að engar aðrar náttúruhamfarir hafi valdið eins kostnaðarsömu tjóni í sögu Kanada. Vatn er nú að hörfa en aðstæður er samt erfiðar fyrir björgunarsveitir og er takmarkað aðgengi að fjölda bæja í fylkinu. Neyðarástandi hefur veri lýst yfir og ríkisstjórn Kanada hefur heitið því að koma íbúum til hjálpar og aðstoða við endurbyggingu. Verið er að kalla út hermenn og senda til aðstoðar við íbúa og á verkefni hersins að standa yfir í minnst 30 daga. Hér má sjá sjónvarpsfrétt Stöðvar 4 sem sýnir meðal annars bændur á sæsleðum koma kúm til bjargar í flóðunum. Skógareldar gera flóðin verri Í frétt CBC segir að umfangsmiklir skógareldar í Bresku-Kólumbíu að undanförnu eigi stóran þátt í flóðunum. Rigningin hefur verið gífurleg frá síðustu helgi og þá mikil á svæðum þar sem skógar- og gróðureldar hafa skilið eftir sig sviðna jörð. Sú jörð dregur í sig mun minna vatn en eðlilegt getur talist og þá sérstaklega í kjölfar þurrka, eins og hafa verið í Bresku-Kólumbíu. Til marks um það bendir CBC á að í Washington-ríki í Bandaríkjunum, þar sem miklir skógar- og gróðureldar hafa einnig logað, flæddi einnig mikið vegna sama óveðurs. Bob Freitag, sérfræðingur sem CBC ræddi við, segir að efni frá brunnum trjám sem eru að grotna niður skilji nokkurs konar vax-húð á jörðinni. Vatn renni á henni í stað þess að sökkva í jörðina og tekur með sér mjög mikið efni. Þannig myndist mikil og stórhættuleg flóð.
Kanada Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Ein látin eftir ógurleg flóð í Kanada og Bandaríkjunum Kona fórst í aurskriðu á hraðbraut utan við Vancouver í Kanada eftir metúrkomu á svæðinu. Að minnsta kosti tveggja er saknað til viðbótar þar. Stanslaus rigning síðustu daga hefur valdið miklum flóðum í norðvestanverðum Bandaríkjunum og suðvestanverðu Kanada sem urðu illa úti í fordæmalausri hitabylgju í sumar. 17. nóvember 2021 08:45 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Ein látin eftir ógurleg flóð í Kanada og Bandaríkjunum Kona fórst í aurskriðu á hraðbraut utan við Vancouver í Kanada eftir metúrkomu á svæðinu. Að minnsta kosti tveggja er saknað til viðbótar þar. Stanslaus rigning síðustu daga hefur valdið miklum flóðum í norðvestanverðum Bandaríkjunum og suðvestanverðu Kanada sem urðu illa úti í fordæmalausri hitabylgju í sumar. 17. nóvember 2021 08:45