Handgerð flík úr íslenskri ull þolir vætu og kulda Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. nóvember 2021 16:30 Baltasar Kormákur á tökustað klæddur í úlpuna. Lilja Jónsdóttir Íslensk hönnun úr íslenskri ull er að vekja athygli út fyrir landsteinana. Sæunn Þórðardóttir og Vala Melstað sáu um að uppfæra útlitið á hinni klassísku gæruúlpu sem 66°Norður framleiddi á fimmta áratugnum. Nýja línan kallast Sölvóll. „Hér er dæmi um vöru sem er hringrás í verki þar sem hér er verið að vinna með sjálfbærni að leiðarljósi,“ segir Sæunn hönnuður um verkefnið. „Sölvóll samanstendur af hágæðaefni handgerðu á Íslandi og fáanlegt í takmörkuðu upplagi þar sem verið er að endurnýta efni frá sauðkindinni sem hefur þraukað í árþúsundir á Íslandi og þróað með sér sérstaka tegund af ull sem þolir vætu og kulda vel.“ Baltasar Kormákur hefur starfað með 66°Norður í gegnum árin og hefur meðal annars verið andlit fyrirtækisins.Lilja Jónsdóttir Það má sannarlega segja að það séu órjúfanleg bönd á milli Íslendinga og sauðkindarinnar, meðal annars þar sem ullargæran var eini hlífðarfatnaður Íslendinga þar til nútímaefni litu dagsins ljós á 20. öldinni. „Stór þáttur í framleiðslu 66° Norður er að fullnýta allt hráefni sem endurspeglar þetta verkefni sem felst í því að nýta gæruna sem fellur til við sauðfjárræktun á sem bestan hátt. Allar gærur sem notaðar eru, eru aukaafurð úr mannúðlegri rækt lausagöngufjár á fjölskyldubýlum og skinnin eru sútuð samkvæmt ströngustu evrópsku stöðlum um vistvæna sútun,“ segir Sæunn. „Þetta er tímalaus og sígild lúxusvara með eiginleika sem jafnast á við háþróaðan og tæknilegan útivistarfatnað. Á sama tíma hefur flíkin sterka skírskotun til menningar og sögu þjóðarinnar. Til að fullnýta allt hráefnið var einnig framleidd mittistaska og kerrupoki.“ Allt afgangsefni var nýtt í mittistöskur og kerrupoka fyrir ungbörn. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá framleiðsluferlið. Klippa: Framleiða úlpur og töskur úr íslenskri ull Tíska og hönnun Nýsköpun Tengdar fréttir Íslenskri hönnun varpað á skjái um allt höfuðborgarsvæðið Í október fer í fyrsta sinn af stað einstakt átak sem ætlað er að vekja áhuga á íslenskri hönnun. 60 ólíkar hönnunarvörur, frá ferðavögnum yfir í flothettur og allt þar á milli, munu prýða ljósaskilti um allt höfuðborgarsvæðið þessa vikuna og sýna fjölbreytileika og fegurð íslenskrar hönnunar 18. október 2021 16:31 Þekkja öll vel baráttuna við þennan sjúkdóm Stefán Svan Aðalheiðarson og Dúsa Ólafsdóttir hjá Stefánsbúð/p3 hönnuðu boli í samstafi við hönnuðinn og teiknarann Lindu Loeskow til styrktar Bleiku Slaufunni. 15. október 2021 15:00 Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Varast ætti að mæta á stefnumót í nýjum fötum, of þröngum fötum, með of mikla ilmvatnslykt eða í skítugum skóm að mati álitsgjafa Makamála. 17. nóvember 2021 21:12 Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Hér er dæmi um vöru sem er hringrás í verki þar sem hér er verið að vinna með sjálfbærni að leiðarljósi,“ segir Sæunn hönnuður um verkefnið. „Sölvóll samanstendur af hágæðaefni handgerðu á Íslandi og fáanlegt í takmörkuðu upplagi þar sem verið er að endurnýta efni frá sauðkindinni sem hefur þraukað í árþúsundir á Íslandi og þróað með sér sérstaka tegund af ull sem þolir vætu og kulda vel.“ Baltasar Kormákur hefur starfað með 66°Norður í gegnum árin og hefur meðal annars verið andlit fyrirtækisins.Lilja Jónsdóttir Það má sannarlega segja að það séu órjúfanleg bönd á milli Íslendinga og sauðkindarinnar, meðal annars þar sem ullargæran var eini hlífðarfatnaður Íslendinga þar til nútímaefni litu dagsins ljós á 20. öldinni. „Stór þáttur í framleiðslu 66° Norður er að fullnýta allt hráefni sem endurspeglar þetta verkefni sem felst í því að nýta gæruna sem fellur til við sauðfjárræktun á sem bestan hátt. Allar gærur sem notaðar eru, eru aukaafurð úr mannúðlegri rækt lausagöngufjár á fjölskyldubýlum og skinnin eru sútuð samkvæmt ströngustu evrópsku stöðlum um vistvæna sútun,“ segir Sæunn. „Þetta er tímalaus og sígild lúxusvara með eiginleika sem jafnast á við háþróaðan og tæknilegan útivistarfatnað. Á sama tíma hefur flíkin sterka skírskotun til menningar og sögu þjóðarinnar. Til að fullnýta allt hráefnið var einnig framleidd mittistaska og kerrupoki.“ Allt afgangsefni var nýtt í mittistöskur og kerrupoka fyrir ungbörn. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá framleiðsluferlið. Klippa: Framleiða úlpur og töskur úr íslenskri ull
Tíska og hönnun Nýsköpun Tengdar fréttir Íslenskri hönnun varpað á skjái um allt höfuðborgarsvæðið Í október fer í fyrsta sinn af stað einstakt átak sem ætlað er að vekja áhuga á íslenskri hönnun. 60 ólíkar hönnunarvörur, frá ferðavögnum yfir í flothettur og allt þar á milli, munu prýða ljósaskilti um allt höfuðborgarsvæðið þessa vikuna og sýna fjölbreytileika og fegurð íslenskrar hönnunar 18. október 2021 16:31 Þekkja öll vel baráttuna við þennan sjúkdóm Stefán Svan Aðalheiðarson og Dúsa Ólafsdóttir hjá Stefánsbúð/p3 hönnuðu boli í samstafi við hönnuðinn og teiknarann Lindu Loeskow til styrktar Bleiku Slaufunni. 15. október 2021 15:00 Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Varast ætti að mæta á stefnumót í nýjum fötum, of þröngum fötum, með of mikla ilmvatnslykt eða í skítugum skóm að mati álitsgjafa Makamála. 17. nóvember 2021 21:12 Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Íslenskri hönnun varpað á skjái um allt höfuðborgarsvæðið Í október fer í fyrsta sinn af stað einstakt átak sem ætlað er að vekja áhuga á íslenskri hönnun. 60 ólíkar hönnunarvörur, frá ferðavögnum yfir í flothettur og allt þar á milli, munu prýða ljósaskilti um allt höfuðborgarsvæðið þessa vikuna og sýna fjölbreytileika og fegurð íslenskrar hönnunar 18. október 2021 16:31
Þekkja öll vel baráttuna við þennan sjúkdóm Stefán Svan Aðalheiðarson og Dúsa Ólafsdóttir hjá Stefánsbúð/p3 hönnuðu boli í samstafi við hönnuðinn og teiknarann Lindu Loeskow til styrktar Bleiku Slaufunni. 15. október 2021 15:00
Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Varast ætti að mæta á stefnumót í nýjum fötum, of þröngum fötum, með of mikla ilmvatnslykt eða í skítugum skóm að mati álitsgjafa Makamála. 17. nóvember 2021 21:12