Sauðfjárbændur gleðjast yfir Hrútaskránni – „Jólabókin í ár“ segir formaðurinn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. nóvember 2021 13:16 Úrval af íslenskum hrútum eru kynntir í nýju Hrútaskránni. Aðsend Sauðfjárbændur landsins ráða sér vart yfir kæti þessa dagana því Hrútaskráin er komin út. Í skránni er yfirlit yfir bestu kynbótahrúta landsins á Sauðfjársæðingarstöðvunum á Vesturlandi og Suðurlandi. „Jólabókin í ár“, segir formaður Félags sauðfjárbænda. Magnús Hlynur Hreiðarsson segir frá. Það er alltaf mikil tilhlökkun hjá sauðfjárbændum þegar hrútaskráin kemur út áður en fengitíminn hefst í desember. Skráin er nú komin út á netinu en prentuð útgáfa kemur út eftir nokkra daga. Ritstjóri Hrútaskrárinnar er Guðmundur Jóhannesson hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins. Formaður Félags sauðfjárbænda, Guðfinna Harpa Árnadóttir, segir alltaf mikinn spenning hjá sauðfjárbændum yfir skránni og sjá þá kynbótahrúta, sem kynntir eru til sögunnar. „Þessi tímapunktur þegar Hrútaskráin kemur út er einn af þessum hátíðisdögum hjá sauðfjárbændum. Í Hrútaskránni eru upplýsingar um bestu kynbótagripi landsins á hverjum tíma og núna geta menn farið að leggjast yfir tölur, myndir, ættir og velja sér þá hrúta, sem þeir reikni með að skili bestum árangri á sínum búum,“ segir Guðfinna Harpa. Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Félags sauðfjárbænda og sauðfjárbóndi á bænum Straumi í Hróarstungu.Aðsend Hún er ánægð með góðan árangur ræktunarstarfsins. „Já, þessar almennu sæðingar og þetta kynbótastarf, sem við höfum verið að vinna núna eftir í nokkra áratugi er búið að skila svakalegum miklum árangri, þannig að það er mjög ánægjulegt að Hrútaskráin sé komin með mjög miklu úrvali af góðum hrútum myndi ég segja.“ Er þetta jólabókin í ár hjá sauðfjárbændum? „Auðvitað, öll árin, við bíðum bara eftir Hrútaskránni og þá mega jólin koma,“ segir Guðfinna og hlær. Hér má sjá nýju Hrútaskrána Hrútaskráin er nú komin út á netinu. Útgáfan er í höndum sauðfjársæðingarstöðvanna og ritstjóri er Guðmundur Jóhannesson.Halla Eygló Sveinsdóttir Múlaþing Landbúnaður Jól Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Það er alltaf mikil tilhlökkun hjá sauðfjárbændum þegar hrútaskráin kemur út áður en fengitíminn hefst í desember. Skráin er nú komin út á netinu en prentuð útgáfa kemur út eftir nokkra daga. Ritstjóri Hrútaskrárinnar er Guðmundur Jóhannesson hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins. Formaður Félags sauðfjárbænda, Guðfinna Harpa Árnadóttir, segir alltaf mikinn spenning hjá sauðfjárbændum yfir skránni og sjá þá kynbótahrúta, sem kynntir eru til sögunnar. „Þessi tímapunktur þegar Hrútaskráin kemur út er einn af þessum hátíðisdögum hjá sauðfjárbændum. Í Hrútaskránni eru upplýsingar um bestu kynbótagripi landsins á hverjum tíma og núna geta menn farið að leggjast yfir tölur, myndir, ættir og velja sér þá hrúta, sem þeir reikni með að skili bestum árangri á sínum búum,“ segir Guðfinna Harpa. Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Félags sauðfjárbænda og sauðfjárbóndi á bænum Straumi í Hróarstungu.Aðsend Hún er ánægð með góðan árangur ræktunarstarfsins. „Já, þessar almennu sæðingar og þetta kynbótastarf, sem við höfum verið að vinna núna eftir í nokkra áratugi er búið að skila svakalegum miklum árangri, þannig að það er mjög ánægjulegt að Hrútaskráin sé komin með mjög miklu úrvali af góðum hrútum myndi ég segja.“ Er þetta jólabókin í ár hjá sauðfjárbændum? „Auðvitað, öll árin, við bíðum bara eftir Hrútaskránni og þá mega jólin koma,“ segir Guðfinna og hlær. Hér má sjá nýju Hrútaskrána Hrútaskráin er nú komin út á netinu. Útgáfan er í höndum sauðfjársæðingarstöðvanna og ritstjóri er Guðmundur Jóhannesson.Halla Eygló Sveinsdóttir
Múlaþing Landbúnaður Jól Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira