Banvænasta árið frá upphafi mælinga Snorri Másson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 20. nóvember 2021 20:59 Alexandra Briem er fyrsta trans konan sem gegnir embætti forseta borgarstjórnar. stöð 2 Haldið er upp á minningardag trans fólks víða um heim í dag og þar er Ísland ekki undanskilið. Dagurinn er helgaður minningunni um trans fólk sem hefur verið myrt eða svipt sig lífi í gegnum tíðina. Minningardagurinn fór ekki fram hjá neinum sem gekk fram hjá Hörpunni í kvöld en hún var tendruð í litum alþjóðlega trans fánans; bleikum, bláum og hvítum. Fréttastofa ræddi við Alexöndru Briem, forseta borgarstjórnar, sem er fyrsta trans konan til að gegna því embætti. Hún hélt erindi á málþingi Samtakanna 78 sem haldinn var í dag. Erfiður dagur „Þessi dagur er alltaf þyngri en maður á von á. Þetta er dagurinn sem við minnumst þeirra sem hafa fallið frá á árinu og samkvæmt mælingum þá er þetta eitt banvænasta árið fyrir trans fólk frá því að mælingar hófust,“ segir Alexandra. „Við erum náttúrulega bæði með sýnileikadag og núna minningardag og að vissu leyti þá er hættan alltaf í því að því sýnilegri sem við erum því auðveldara skotmark verðum við líka.“ Er eins og baráttan gangi hægar en vonast var til? „Að einhverju leyti já. Við erum náttúrulega að sjá visst bakslag í heiminum í dag. Við erum að sjá mikið af auknum réttindum víðs vegar en við erum líka að sjá afturhaldi og íhaldi vaxa ásmegin og svona bakslag víðs vegar í heiminum og við þurfum að berjast gegn því. Því að fyrir okkur þýðir þetta dauða,“ segir Alexandra. Fara verði í aðgerðir á Íslandi til að styðja við réttindabaráttu trans fólks. „Við verðum náttúrulega að efla fræðslustarf. Við í borginni erum með félagsmiðstöð fyrir hinsegin krakka og við viljum fá félagsmálaráðuneytið eða barnamálaráðherra með okkur í það. Við viljum líka breyta reglugerð um salerni en Reykjavíkurborg var beitt dagsektum þegar við ókyngreindum salernið og það er að letja aðra aðila frá því að taka sama skref. Hinsegin Málefni transfólks Reykjavík Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Minningardagurinn fór ekki fram hjá neinum sem gekk fram hjá Hörpunni í kvöld en hún var tendruð í litum alþjóðlega trans fánans; bleikum, bláum og hvítum. Fréttastofa ræddi við Alexöndru Briem, forseta borgarstjórnar, sem er fyrsta trans konan til að gegna því embætti. Hún hélt erindi á málþingi Samtakanna 78 sem haldinn var í dag. Erfiður dagur „Þessi dagur er alltaf þyngri en maður á von á. Þetta er dagurinn sem við minnumst þeirra sem hafa fallið frá á árinu og samkvæmt mælingum þá er þetta eitt banvænasta árið fyrir trans fólk frá því að mælingar hófust,“ segir Alexandra. „Við erum náttúrulega bæði með sýnileikadag og núna minningardag og að vissu leyti þá er hættan alltaf í því að því sýnilegri sem við erum því auðveldara skotmark verðum við líka.“ Er eins og baráttan gangi hægar en vonast var til? „Að einhverju leyti já. Við erum náttúrulega að sjá visst bakslag í heiminum í dag. Við erum að sjá mikið af auknum réttindum víðs vegar en við erum líka að sjá afturhaldi og íhaldi vaxa ásmegin og svona bakslag víðs vegar í heiminum og við þurfum að berjast gegn því. Því að fyrir okkur þýðir þetta dauða,“ segir Alexandra. Fara verði í aðgerðir á Íslandi til að styðja við réttindabaráttu trans fólks. „Við verðum náttúrulega að efla fræðslustarf. Við í borginni erum með félagsmiðstöð fyrir hinsegin krakka og við viljum fá félagsmálaráðuneytið eða barnamálaráðherra með okkur í það. Við viljum líka breyta reglugerð um salerni en Reykjavíkurborg var beitt dagsektum þegar við ókyngreindum salernið og það er að letja aðra aðila frá því að taka sama skref.
Hinsegin Málefni transfólks Reykjavík Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira