Sjöttu umferð lokið í CS:GO: Dusty situr eitt á toppnum Snorri Rafn Hallsson skrifar 21. nóvember 2021 17:01 Sjöttu umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO lauk í gær þegar Dusty hafði betur gegn Þór í toppslag deildarinnar. Ármann og XY eru komin á skrið. Leikir vikunnar Umferðin hófst á leik Ármann og Fylkis síðastliðið þriðjudagskvöld. Liðin mættust í Nuke og voru Ofvirkur og Hundzi fyrirferðarmiklir þegar Ármann náði 5-0 forskoti snemma í leiknum. Eftir leikhlé snerist allt við og Fylkir vann 7 lotur í röð eftir að K-Dot og Pat komust í gang og þurfti ás frá Vargi til að jafna metin í fyrri hálfleiki fyrir lið Ármanns. Fylkir stillti Ármanni upp við vegg í upphafi fyrri hálfleiks en enn og aftur hefur Fylkir ekki það sem til þarf til að loka leikjum og brást Ármann við með því að þétta raðir sínar og sýna engin óttamerki. Leikurinn fór því 16-14 fyrir Ármann sem nú hefur unnið þrjá leiki á tímabilinu. Síðari leikur þriðjudagskvöldsins var á milli XY og Vallea sem þá sátu í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. XY stóð sig gríðarlega vel í upphafi leiks og komst í 8-1 en með því að hægja á leik sínum og opna lotur snemma tókst Vallea að vinna allar lotur það sem eftir var fyrri hálfleiks. Aftur var því um spennandi og hnífjafnan leik að ræða, en XY sigldi sigrinum heim með því að sýna rósemd og yfirvegun í aðgerðum sínum og munaði þar um nýliðann KiddaDisco sem var allt í öllu hjá XY. Úrslitin 16-9 fyrir XY sem hafði algjör tök á síðari hálfleik. Topp- og botnslagirnir fóru svo fram á föstudagskvöldið og mættust Saga og Kórdrengir í fyrri viðureign kvöldsins. Saga vann fyrstu þrjár loturnar en lenti svo í vandræðum þar sem Kórdrengir komust upp á lagið með að fella ADHD snemma og halda þannig aftur af hefðbundnu leikskipulagi Sögu. Saga sneri þó vörn í sókn og stigu DOM, brnr og Cris heldur betur upp og jöfnuðu leika í fyrri hálfleik. Fátt var um fína drætti hjá Kórdrengjum í síðari hálfleik og með sterkri liðsheild og dreifðu álagi tókst sögu að krækja í sinn annan sigur á tímabilinu, 16-10. Lokaleikur umferðarinnar var sá sem lengi hafði verið beðið eftir. Þá mættust Þór og Dusty í toppslagnum og þetta var engin barátta, heldur stríð. Dusty þurfti að verja stöðu sína sem besta lið landsins gegn fyrrum liðsfélögum sínum í Þór og átti StebbiC0c0 harma að hefna eftir að hafa misst sæti sitt í Dusty fyrir þetta tímabil. Dusty hafði svo að segja yfirhöndina en Þórsarar hleyptu þeim aldrei langt fram úr sér og voru iðnir við að jafna. Bæði lið áttu frábæra spretti og leikurinn algjör flugeldasýning fyrir CS:GO aðdáendur þar sem boðið var upp á ás, lotum var bjargað fyrir horn og menn féllu fyrir hnífum á síðustu stundu. Þegar upp var staðið hafði Dusty betur 16-13 og er því ósigrað í fyrstu sex umferðunum. Staðan Dusty situr því eitt í toppsætinu eftir sjöttu umferðina með tólf stig en Þórsarar koma þar fast á hælana á þeim með tíu. XY hélt þriðja sætinu en Ármann skaust upp í það fjórða og fram úr Vallea. Saga hefur nú híft sig upp frá botninum og er með fjögur stig, en eftir sitja Fylkir með tvö stig og Kórdrengir stigalausir á botninum. Viðureignir næstu umferðar eru sem hér segir: Fylkir - Saga, 23. nóv. kl. 20:30. Þór - Kórdrengir, 23. nóv. kl. 21:30. XY - Ármann, 26. nóv. kl. 20:30. Dusty - Vallea, 26. nóv. kl. 21:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Vodafone-deildin Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti
Leikir vikunnar Umferðin hófst á leik Ármann og Fylkis síðastliðið þriðjudagskvöld. Liðin mættust í Nuke og voru Ofvirkur og Hundzi fyrirferðarmiklir þegar Ármann náði 5-0 forskoti snemma í leiknum. Eftir leikhlé snerist allt við og Fylkir vann 7 lotur í röð eftir að K-Dot og Pat komust í gang og þurfti ás frá Vargi til að jafna metin í fyrri hálfleiki fyrir lið Ármanns. Fylkir stillti Ármanni upp við vegg í upphafi fyrri hálfleiks en enn og aftur hefur Fylkir ekki það sem til þarf til að loka leikjum og brást Ármann við með því að þétta raðir sínar og sýna engin óttamerki. Leikurinn fór því 16-14 fyrir Ármann sem nú hefur unnið þrjá leiki á tímabilinu. Síðari leikur þriðjudagskvöldsins var á milli XY og Vallea sem þá sátu í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. XY stóð sig gríðarlega vel í upphafi leiks og komst í 8-1 en með því að hægja á leik sínum og opna lotur snemma tókst Vallea að vinna allar lotur það sem eftir var fyrri hálfleiks. Aftur var því um spennandi og hnífjafnan leik að ræða, en XY sigldi sigrinum heim með því að sýna rósemd og yfirvegun í aðgerðum sínum og munaði þar um nýliðann KiddaDisco sem var allt í öllu hjá XY. Úrslitin 16-9 fyrir XY sem hafði algjör tök á síðari hálfleik. Topp- og botnslagirnir fóru svo fram á föstudagskvöldið og mættust Saga og Kórdrengir í fyrri viðureign kvöldsins. Saga vann fyrstu þrjár loturnar en lenti svo í vandræðum þar sem Kórdrengir komust upp á lagið með að fella ADHD snemma og halda þannig aftur af hefðbundnu leikskipulagi Sögu. Saga sneri þó vörn í sókn og stigu DOM, brnr og Cris heldur betur upp og jöfnuðu leika í fyrri hálfleik. Fátt var um fína drætti hjá Kórdrengjum í síðari hálfleik og með sterkri liðsheild og dreifðu álagi tókst sögu að krækja í sinn annan sigur á tímabilinu, 16-10. Lokaleikur umferðarinnar var sá sem lengi hafði verið beðið eftir. Þá mættust Þór og Dusty í toppslagnum og þetta var engin barátta, heldur stríð. Dusty þurfti að verja stöðu sína sem besta lið landsins gegn fyrrum liðsfélögum sínum í Þór og átti StebbiC0c0 harma að hefna eftir að hafa misst sæti sitt í Dusty fyrir þetta tímabil. Dusty hafði svo að segja yfirhöndina en Þórsarar hleyptu þeim aldrei langt fram úr sér og voru iðnir við að jafna. Bæði lið áttu frábæra spretti og leikurinn algjör flugeldasýning fyrir CS:GO aðdáendur þar sem boðið var upp á ás, lotum var bjargað fyrir horn og menn féllu fyrir hnífum á síðustu stundu. Þegar upp var staðið hafði Dusty betur 16-13 og er því ósigrað í fyrstu sex umferðunum. Staðan Dusty situr því eitt í toppsætinu eftir sjöttu umferðina með tólf stig en Þórsarar koma þar fast á hælana á þeim með tíu. XY hélt þriðja sætinu en Ármann skaust upp í það fjórða og fram úr Vallea. Saga hefur nú híft sig upp frá botninum og er með fjögur stig, en eftir sitja Fylkir með tvö stig og Kórdrengir stigalausir á botninum. Viðureignir næstu umferðar eru sem hér segir: Fylkir - Saga, 23. nóv. kl. 20:30. Þór - Kórdrengir, 23. nóv. kl. 21:30. XY - Ármann, 26. nóv. kl. 20:30. Dusty - Vallea, 26. nóv. kl. 21:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Vodafone-deildin Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti