Segir Staksteinahöfund hafa alist upp við olíulampa og frábiður sér hrútskýringar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. nóvember 2021 09:16 Guðmundur Gunnarsson er fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Aðsend „Alþingi mun eiga síðasta orðið og þar við situr. Ef skandallinn fær að standa þá er það endanlegt. Það þarf enginn að hrútskýra það neitt frekar. Það kunna fleiri að lesa sér til gagns en þeir sem ólust upp við olíulampa.“ Þannig kemst Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, að orði á Facebook nú fyrir stundu en tilefnið er ritstjórnardálkurinn Staksteinar í Morgunblaðinu, þar sem Guðmundur er yrkisefni dagsins. Í Staksteinum segir að það sé útaf fyrir sig viðeigandi að frambjóðandi Viðreisnar sem ekki náði kjöri til Alþingis skuli ætla að vísa því til erlends dómstóls ef seinni talning í Norðvesturkjördæmi verður látin gilda, þar sem Viðreisn hafi það á stefnuskrá sinni að „koma Íslandi undir erlent vald“. „Og Viðreisn getur ekki beðið eftir að þessi áform nái fram að ganga, heldur kýs að taka forskot á sæluna og afsala völdunum fyrirfram út fyrir landsteinana,“ segir ónefndur höfundur Staksteina. Þá segir hann víst að barátta hins fallna frambjóðanda beri öll merki „eiginhagsmunapots“. „Akkúrat vindurinn sem þarf í seglinn“ Guðmundur, sem féll út af þingi eftir vafasama endurtalningu í Norðvesturkjördæmi, segir hins vegar að málskot til Mannréttindadómstóls Evrópu snúist ekki um að snúa ákvörðun Alþingis, fari svo að það samþykki að láta seinni talninguna gilda. „Það stendur einfaldlega til að kæra svo okkur lánist sem fyrst að lagfæra augljósar misfellur gallaðs kerfis. Til að tryggja að svona eftirmálar sprellikosninga heyri sögunni til. Upp á framhaldið. Til að hjálpa okkur að rétta kúrsinn og stilla kompásinn.“ Og hann vandar Staksteinahöfundi ekki kveðjurnar: „Það er samt mjög hollt að fá innsýnn í hugarheim höfundar. Ákveðin stúdía. Færir okkur endanlega staðfestingu á því að við verðum að ýta þessu fleyi úr vör sem fyrst. Armurinn, sem skík rödd tilheyrir, mun aldrei aðhafast neitt án utanaðkomandi yfirhalningar. Það er ekki einu sinni víst að það dugi til því það er ekki eins og þeir hafi lært eitthvað að fyrri yfirhalningum úr sömu átt,“ segir Guðmundur. „Að því sögðu vona ég að gusturinn haldi áfram úr þessari átt. Þetta er akkúrat vindurnn sem þarf í seglin.“ Alþingi Alþingiskosningar 2021 Fjölmiðlar Viðreisn Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira
Þannig kemst Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, að orði á Facebook nú fyrir stundu en tilefnið er ritstjórnardálkurinn Staksteinar í Morgunblaðinu, þar sem Guðmundur er yrkisefni dagsins. Í Staksteinum segir að það sé útaf fyrir sig viðeigandi að frambjóðandi Viðreisnar sem ekki náði kjöri til Alþingis skuli ætla að vísa því til erlends dómstóls ef seinni talning í Norðvesturkjördæmi verður látin gilda, þar sem Viðreisn hafi það á stefnuskrá sinni að „koma Íslandi undir erlent vald“. „Og Viðreisn getur ekki beðið eftir að þessi áform nái fram að ganga, heldur kýs að taka forskot á sæluna og afsala völdunum fyrirfram út fyrir landsteinana,“ segir ónefndur höfundur Staksteina. Þá segir hann víst að barátta hins fallna frambjóðanda beri öll merki „eiginhagsmunapots“. „Akkúrat vindurinn sem þarf í seglinn“ Guðmundur, sem féll út af þingi eftir vafasama endurtalningu í Norðvesturkjördæmi, segir hins vegar að málskot til Mannréttindadómstóls Evrópu snúist ekki um að snúa ákvörðun Alþingis, fari svo að það samþykki að láta seinni talninguna gilda. „Það stendur einfaldlega til að kæra svo okkur lánist sem fyrst að lagfæra augljósar misfellur gallaðs kerfis. Til að tryggja að svona eftirmálar sprellikosninga heyri sögunni til. Upp á framhaldið. Til að hjálpa okkur að rétta kúrsinn og stilla kompásinn.“ Og hann vandar Staksteinahöfundi ekki kveðjurnar: „Það er samt mjög hollt að fá innsýnn í hugarheim höfundar. Ákveðin stúdía. Færir okkur endanlega staðfestingu á því að við verðum að ýta þessu fleyi úr vör sem fyrst. Armurinn, sem skík rödd tilheyrir, mun aldrei aðhafast neitt án utanaðkomandi yfirhalningar. Það er ekki einu sinni víst að það dugi til því það er ekki eins og þeir hafi lært eitthvað að fyrri yfirhalningum úr sömu átt,“ segir Guðmundur. „Að því sögðu vona ég að gusturinn haldi áfram úr þessari átt. Þetta er akkúrat vindurnn sem þarf í seglin.“
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Fjölmiðlar Viðreisn Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira