„Ég myndi sjálf berja þann sem legði hendur á mín hross“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. nóvember 2021 20:00 „Ég er mjög ósátt við þetta myndband. Þarna birtast myndir heiman frá mér, og ekkert af minni starfsemi tengist því sem kemur fram í myndbandinu,“ segir Sæunn Þórarinsdóttir, hrossabóndi um myndband sem birt var í morgun af slæmri meðferð mera við blóðtöku. Á myndbandinu sést hundur Sæunnar glefsa í hross og í bakgrunni sést maður slá til hrossa með priki. Sæunn segir að þarna hafi verið um að ræða óstabíla hryssu, sem hafi ráðist á bæði menn og önnur dýr, og að hundurinn hafi glefsað í hana eftir að hún sparkaði í hann. Fella hafi þurft hryssunnar vegna hegðunar hennar. „Þessi hundur var að verja sig og hryssan var ekki „hundelt“ eins og segir í þessu myndbandi. Þetta var tekið árið 2019 ogvið enduðum á að þurfa að fella hana því hún var orðin hættuleg.“ Sæunn segir það ósanngjarnt að blanda sinni starfsemi inn í þetta myndband, enda fylgi hún öllum lögum og reglum. „Mér finnst þetta bara ömurlegt og er ekki lýsandi dæmi fyrir það sem gengur á hjá okur. Hér er blátt bann við öllum barsmíðum. Ég myndi sjálf berja þann sem legði hendur á mín hross. Það er bara svoleiðis,“ segir Sæunn. Þá segir hún að kvikmyndafólk hafi tekið allt úr samhengi. Fullyrðingar þeirra um að Sæunn hafi hætt blóðtökunni þegar fólkið kom á staðinn eigi ekki við nein rök að styðjast, þarna hafi blóðtökunni einfaldlega verið lokið. Þá séu fullyrðingar þeirra um að dýralæknir sem framkvæmdi blóðtökuna hafi elt þau á bíl sínum séu líka fráleitar; dýralæknirinn hafi sjálfur verið á heimleið eftir að hafa lokið verki sínu á bænum. „Við gerum alltaf vel við hrossin okkar og Ísteka stendur sig vel í að halda utan um þetta starf. Ég er bara verulega ósátt við þetta – það geta allir búið til myndbönd um hvað sem er og gert hana ljóta. Þetta er einungis gert í gróðastarfsemi,“ segir Sæunn, en Ísteka ber ábyrgð á blóðtökum mera á Íslandi. „Ef myndin hefur áhrif á innkomu okkar þá enda hrossin í sláturhúsi,“ segir Sæunn. Hún hyggst leita réttar síns hjá Persónuvernd vegna málsins. Myndina má sjá hérna fyrir neðan, en hún er 20 mínútna löng og var um eitt og hálft ár í vinnslu. Hund Sæunnar má sjá á mínútu 4:08. Dýraheilbrigði Hestar Dýr Blóðmerahald Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira
Á myndbandinu sést hundur Sæunnar glefsa í hross og í bakgrunni sést maður slá til hrossa með priki. Sæunn segir að þarna hafi verið um að ræða óstabíla hryssu, sem hafi ráðist á bæði menn og önnur dýr, og að hundurinn hafi glefsað í hana eftir að hún sparkaði í hann. Fella hafi þurft hryssunnar vegna hegðunar hennar. „Þessi hundur var að verja sig og hryssan var ekki „hundelt“ eins og segir í þessu myndbandi. Þetta var tekið árið 2019 ogvið enduðum á að þurfa að fella hana því hún var orðin hættuleg.“ Sæunn segir það ósanngjarnt að blanda sinni starfsemi inn í þetta myndband, enda fylgi hún öllum lögum og reglum. „Mér finnst þetta bara ömurlegt og er ekki lýsandi dæmi fyrir það sem gengur á hjá okur. Hér er blátt bann við öllum barsmíðum. Ég myndi sjálf berja þann sem legði hendur á mín hross. Það er bara svoleiðis,“ segir Sæunn. Þá segir hún að kvikmyndafólk hafi tekið allt úr samhengi. Fullyrðingar þeirra um að Sæunn hafi hætt blóðtökunni þegar fólkið kom á staðinn eigi ekki við nein rök að styðjast, þarna hafi blóðtökunni einfaldlega verið lokið. Þá séu fullyrðingar þeirra um að dýralæknir sem framkvæmdi blóðtökuna hafi elt þau á bíl sínum séu líka fráleitar; dýralæknirinn hafi sjálfur verið á heimleið eftir að hafa lokið verki sínu á bænum. „Við gerum alltaf vel við hrossin okkar og Ísteka stendur sig vel í að halda utan um þetta starf. Ég er bara verulega ósátt við þetta – það geta allir búið til myndbönd um hvað sem er og gert hana ljóta. Þetta er einungis gert í gróðastarfsemi,“ segir Sæunn, en Ísteka ber ábyrgð á blóðtökum mera á Íslandi. „Ef myndin hefur áhrif á innkomu okkar þá enda hrossin í sláturhúsi,“ segir Sæunn. Hún hyggst leita réttar síns hjá Persónuvernd vegna málsins. Myndina má sjá hérna fyrir neðan, en hún er 20 mínútna löng og var um eitt og hálft ár í vinnslu. Hund Sæunnar má sjá á mínútu 4:08.
Dýraheilbrigði Hestar Dýr Blóðmerahald Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira