Hefja árslangt ferðalag sem endar á brotlendingu Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2021 12:05 DART á að skella á smástirni á meira en 23 þúsund kílómetra hraða á klukkustund næsta haust. NASA Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið skjóta DART-geimfarinu á loft á fimmtudagsmorgun (24. nóv). Geimfarið á að brotlenda á smástirni í um ellefu milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. Markmiðið er að kanna getu jarðarbúa til að breyta stefnu smástirnis ef ske skyldi að slíkt stefndi að jörðinni. DART stendur fyrir Double Asteroid Redirection Test og er geimfarið merkilegt fyrir nokkrar sakir. Geimfarinu verður skotið á loft með Falcon 9 eldflaug SpaceX og frá Vandenberg-herstöðinni í Kaliforníu. Áætlað er að geimfarið brotlendi á smástirninu Dimorphos næsta haust og vonast vísindamenn til þess að geta séð hve mikið áreksturinn hægir á smástirninu, sem snýst um annað smástirni sem heitir Didymos. Áhrifin verða könnuð með tólum á jörðinni og með litlu geimfari sem mun fylgja DART síðasta spölinn og fylgjast með brotlendingunni. Þremur árum seinna mun Geimvísindastofnun Evrópu (ESA) senda geimfar sem heitir Hera til smástirnisins og kanna áhrif brotlendingarinnar frekar. DART-geimfarið mun nota nýja tækni sem gerir tölvu geimfarsins klárt að stýra því með meiri nákvæmi en áður svo hægt sé að auka líkurnar á því að geimfarið, sem er á stærð við bíl, hitti smástirnið, sem er um 160 metrar í þvermál, á rúmlega 23 þúsund kílómetra hraða á klukkustund. Nýja tæknin mun gera DART kleift að greina milli Didymos og Dimorphos í rauntíma og miða á það síðarnefnda. Auk þess mun DART-geimfarið bera nýja tækni fyrir sólarsellur sem á að auka getu þeirra til að búa til rafmagn úr sólarljósi. Sólarsellur þessar eiga að vera þrefalt öflugri en hefðbundnar. Þær sellur eru nauðsynlegar til að knýja nýtt tilrauna-jónadrif NASA sem kallast NEXT-C. Það er ekki aðaldrif DART en verður sett í gang á leiðinni og er markmiðið að kanna hvort hægt verði að nota jónadrif sem þetta til ferða lengra út í geim á næstu árum. Jónadrif hafa í stuttu máli sagt þann kost að þurfa minna eldsneyti til að mynda sama þrýstikraft og hefðbundnir hreyflar geimfara. Áhugasamir geta lesið nánar um jónadrif hér á vef NASA. Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Skjóta geimfari á loftstein til að æfa jarðvarnir Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður skotið á loft í næsta mánuði og mun brotlenda á smástirni í 11 milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. 6. október 2021 10:39 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
DART stendur fyrir Double Asteroid Redirection Test og er geimfarið merkilegt fyrir nokkrar sakir. Geimfarinu verður skotið á loft með Falcon 9 eldflaug SpaceX og frá Vandenberg-herstöðinni í Kaliforníu. Áætlað er að geimfarið brotlendi á smástirninu Dimorphos næsta haust og vonast vísindamenn til þess að geta séð hve mikið áreksturinn hægir á smástirninu, sem snýst um annað smástirni sem heitir Didymos. Áhrifin verða könnuð með tólum á jörðinni og með litlu geimfari sem mun fylgja DART síðasta spölinn og fylgjast með brotlendingunni. Þremur árum seinna mun Geimvísindastofnun Evrópu (ESA) senda geimfar sem heitir Hera til smástirnisins og kanna áhrif brotlendingarinnar frekar. DART-geimfarið mun nota nýja tækni sem gerir tölvu geimfarsins klárt að stýra því með meiri nákvæmi en áður svo hægt sé að auka líkurnar á því að geimfarið, sem er á stærð við bíl, hitti smástirnið, sem er um 160 metrar í þvermál, á rúmlega 23 þúsund kílómetra hraða á klukkustund. Nýja tæknin mun gera DART kleift að greina milli Didymos og Dimorphos í rauntíma og miða á það síðarnefnda. Auk þess mun DART-geimfarið bera nýja tækni fyrir sólarsellur sem á að auka getu þeirra til að búa til rafmagn úr sólarljósi. Sólarsellur þessar eiga að vera þrefalt öflugri en hefðbundnar. Þær sellur eru nauðsynlegar til að knýja nýtt tilrauna-jónadrif NASA sem kallast NEXT-C. Það er ekki aðaldrif DART en verður sett í gang á leiðinni og er markmiðið að kanna hvort hægt verði að nota jónadrif sem þetta til ferða lengra út í geim á næstu árum. Jónadrif hafa í stuttu máli sagt þann kost að þurfa minna eldsneyti til að mynda sama þrýstikraft og hefðbundnir hreyflar geimfara. Áhugasamir geta lesið nánar um jónadrif hér á vef NASA.
Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Skjóta geimfari á loftstein til að æfa jarðvarnir Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður skotið á loft í næsta mánuði og mun brotlenda á smástirni í 11 milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. 6. október 2021 10:39 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Skjóta geimfari á loftstein til að æfa jarðvarnir Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður skotið á loft í næsta mánuði og mun brotlenda á smástirni í 11 milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. 6. október 2021 10:39