Meðferðin til háborinnar skammar en leggur ekki mat á hvort hætta þurfi blóðtökunni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. nóvember 2021 12:45 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir meðferð á íslenskum hryssum við blóðtöku vera til háborinnar skammar. Hann vill þó ekki leggja mat á það hvort hætta þurfi þessari starfsemi. „Matvælastofnun á að hafa yfirlit fyrir þetta og ég vænti þess að tekið verði á þessum háttum af fullri alvöru og sem skjótast,“ segir Kristján Þór. Heimildarmynd sem birt var í gær um blóðtöku mera hér á landi hefur vakið gríðarlega athygli, hér á landi og víða um heim, en í myndinni sjást bændur beita hryssurnar miklu og grófu ofbeldi. „Þetta er þeim til háborinnar skammar sem að þessu koma með þessum hætti sem myndin dregur fram,“ segir Kristján Þór. „Ég er ekki á þeim stað að við séum í stakk búin til að ákveða hvort við eigum að hætta þessu hér og nú. En það er augljóst af þeim upplýsingum sem við höfum fengið að það eru ákveðnir vankantar á þessu.“ Efast um að slæm meðferð sé viðhöfð alls staðar Fréttastofa náði tali af ríkisstjórninni að loknum fundi þeirra í morgun. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og dýralæknir, segir að myndin hafi vakið óhug hjá sér en efast um að þessi slæma meðferð sé viðhöfð alls staðar. „Ég held að þetta geti ekki verið svona, af því litla sem ég þekki til þessa,“ segir hann, en vill heldur ekki meta það hvort láta þurfi af starfseminni. „Þetta getur allavega ekki átt sér stað með þessum hætti og ég veit að Matvælastofnun hefur verið að auka eftirlit sitt á síðustu árum. Ég veit líka til þess, þar sem þetta er gert með öðrum hætti, að þar eru þessi vinnubrögð allt önnur.“ Aðspurð bendir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á landbúnaðarráðuneytið í þessum málum. „Ég held að þetta sé eitthvað sem þurfi að taka til skoðunar í landbúnaðarráðuneytinu. Það skiptir miklu máli að við tryggjum velferð dýra og þetta vekur sannarlega upp spurningar um hana.“ Dýraheilbrigði Dýr Hestar Blóðmerahald Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
„Matvælastofnun á að hafa yfirlit fyrir þetta og ég vænti þess að tekið verði á þessum háttum af fullri alvöru og sem skjótast,“ segir Kristján Þór. Heimildarmynd sem birt var í gær um blóðtöku mera hér á landi hefur vakið gríðarlega athygli, hér á landi og víða um heim, en í myndinni sjást bændur beita hryssurnar miklu og grófu ofbeldi. „Þetta er þeim til háborinnar skammar sem að þessu koma með þessum hætti sem myndin dregur fram,“ segir Kristján Þór. „Ég er ekki á þeim stað að við séum í stakk búin til að ákveða hvort við eigum að hætta þessu hér og nú. En það er augljóst af þeim upplýsingum sem við höfum fengið að það eru ákveðnir vankantar á þessu.“ Efast um að slæm meðferð sé viðhöfð alls staðar Fréttastofa náði tali af ríkisstjórninni að loknum fundi þeirra í morgun. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og dýralæknir, segir að myndin hafi vakið óhug hjá sér en efast um að þessi slæma meðferð sé viðhöfð alls staðar. „Ég held að þetta geti ekki verið svona, af því litla sem ég þekki til þessa,“ segir hann, en vill heldur ekki meta það hvort láta þurfi af starfseminni. „Þetta getur allavega ekki átt sér stað með þessum hætti og ég veit að Matvælastofnun hefur verið að auka eftirlit sitt á síðustu árum. Ég veit líka til þess, þar sem þetta er gert með öðrum hætti, að þar eru þessi vinnubrögð allt önnur.“ Aðspurð bendir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á landbúnaðarráðuneytið í þessum málum. „Ég held að þetta sé eitthvað sem þurfi að taka til skoðunar í landbúnaðarráðuneytinu. Það skiptir miklu máli að við tryggjum velferð dýra og þetta vekur sannarlega upp spurningar um hana.“
Dýraheilbrigði Dýr Hestar Blóðmerahald Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira