„Staðan er bara meira og minna eins og hún var í gærkvöldi og það er auðvitað búið að síga áfram í nótt þarna og er komin í 34 sentimetra sig síðan gögnin byrjuðu að berast inn þarna klukkan tíu í gærmorgun og það eru engin merki um að komi neitt hlaupvatn niður á Skeiðarársand eða neitt svona enn þá,“ segir Bjarki Kaldalóns Friis náttúrvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Engar markverðar breytingar hafa mælst í Gígjukvísl hvort sem er vatnshæð, rafleiðni né gas. Þá sést ekkert á vefmyndavélum.
„Svo við erum bara enn þá að bíða eftir að það kemur eitthvað undir jökulinn og eins og er þá er bara lélegt skyggni bara á Skeiðarársandi.“