Dagurinn snúist um að njóta með fjölskyldunni og vera þakklátur Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. nóvember 2021 23:00 Justin og Guðrún ásamt foreldrum þeirra beggja og tveimur dætrum. Vísir/Egill Þakkargjörðarhátíðin var haldin hátíðleg í dag og á morgun taka verslanir víða um land þátt í afsláttargleðinni sem fylgir Svörtum föstudegi. Um er að ræða einn stærsta verslunardag ársins og nýtur hann sífellt meiri vinsælda hér á landi. Svartur föstudagur fer fram á morgun og taka verslanir víða um land þátt í afsláttargleðinni. Um er að ræða einn stærsta verslunardag ársins og nýtur hann sífellt meiri vinsælda hér á landi. Dagurinn fer fram ár degi eftir þakkargjörðarhátíðina sem haldin er hátíðleg í Bandaríkjunum fjórða fimmtudag nóvembermánaðar ár hvert. Bandaríska verslunarhefðin hefur á undanförnum árum verið tekin upp í ýmsum löndum, þar á meðal á Íslandi. Þó nokkrar verslanir hafa tekið forskot á sæluna og byrjað að bjóða upp á tilboð fyrr í vikunni og halda jafnvel áfram fram yfir helgina. Hver verslunin á fætur annarri keppist nú við að laða fólk til sín og því hafa viðskiptavinir úr nægu að velja. Þrátt fyrir að Svartur föstudagur, og Stafrænn mánudagur sem fylgir eftir helgina, sé áberandi hér á landi virðast Íslendingar halda minna upp á Þakkargjörðarhátíðina sjálfa, sem tengist verslunardeginum órjúfanlegum böndum. Með árunum virðast þó fleiri vera meðvitaðir um hátíðina og er boðið upp á hátíðarkalkún víða í tilefni dagsins. Þá halda einhverjar fjölskyldur boð þar sem alls kyns kræsingar eru á boðstólum og er þar haldið meira í hefðirnar. Fara hringinn og segja hvað þau eru þakklát fyrir Justin Shouse og Guðrún Edda Sveinbjörnsdóttir eru meðal þeirra sem halda daginn hátíðlegan ár hvert en Justin er sjálfur frá Bandaríkjunum og þekkir því vel til hefðarinnar. Foreldrar hans náðu að fagna hátíðinni með fjölskyldunni en að sögn Justins er móðir hans aðalkokkurinn. Fjölskyldan tjaldaði öllu til í tilefni dagsins. Vísir/Egill „Við erum með kalkún, skinku, gular baunir og ostakartöflur, sem eru mjög mikilvægar fyrir okkar fjölskyldu, sæt kartöflumús, og mikil sósa, alltaf mikil sósa,“ segja Justin og Guðrún um hátíðarmatseðilinn þetta árið en þar að auki var að finna svokölluð djöflaegg, trönuberjasultu og eplasósu á boðstólum. Justin hefur ávalt haldið upp á Þakkargjörðina og gerir það yfirleitt með foreldrum sínum en þau náðu því ekki í fyrra og því tvöföld hátíð hjá þeim þetta árið. Íslendingar þekkja eflaust til Þakkargjörðarhátíðarinnar úr bíómyndum en þar má oftast sjá fólk fara hringinn áður en borðhald hefst til að fara yfir það sem hver og einn er þakklátur fyrir auk þess sem farið er með bæn. Að sögn Justins náðu kvikmyndirnar því rétt og er það einmitt þannig sem máltíðin hefst hjá fjölskyldunni. „Hjá okkur snýst þetta um fjölskyldu og góðan mat, vinir að koma saman og borða saman, bara að njóta dagsins, hafa gaman, og vera þakklátur. Það er bara mjög gaman að fagna því,“ segir Justin. Matur Bandaríkin Verslun Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Svartur föstudagur fer fram á morgun og taka verslanir víða um land þátt í afsláttargleðinni. Um er að ræða einn stærsta verslunardag ársins og nýtur hann sífellt meiri vinsælda hér á landi. Dagurinn fer fram ár degi eftir þakkargjörðarhátíðina sem haldin er hátíðleg í Bandaríkjunum fjórða fimmtudag nóvembermánaðar ár hvert. Bandaríska verslunarhefðin hefur á undanförnum árum verið tekin upp í ýmsum löndum, þar á meðal á Íslandi. Þó nokkrar verslanir hafa tekið forskot á sæluna og byrjað að bjóða upp á tilboð fyrr í vikunni og halda jafnvel áfram fram yfir helgina. Hver verslunin á fætur annarri keppist nú við að laða fólk til sín og því hafa viðskiptavinir úr nægu að velja. Þrátt fyrir að Svartur föstudagur, og Stafrænn mánudagur sem fylgir eftir helgina, sé áberandi hér á landi virðast Íslendingar halda minna upp á Þakkargjörðarhátíðina sjálfa, sem tengist verslunardeginum órjúfanlegum böndum. Með árunum virðast þó fleiri vera meðvitaðir um hátíðina og er boðið upp á hátíðarkalkún víða í tilefni dagsins. Þá halda einhverjar fjölskyldur boð þar sem alls kyns kræsingar eru á boðstólum og er þar haldið meira í hefðirnar. Fara hringinn og segja hvað þau eru þakklát fyrir Justin Shouse og Guðrún Edda Sveinbjörnsdóttir eru meðal þeirra sem halda daginn hátíðlegan ár hvert en Justin er sjálfur frá Bandaríkjunum og þekkir því vel til hefðarinnar. Foreldrar hans náðu að fagna hátíðinni með fjölskyldunni en að sögn Justins er móðir hans aðalkokkurinn. Fjölskyldan tjaldaði öllu til í tilefni dagsins. Vísir/Egill „Við erum með kalkún, skinku, gular baunir og ostakartöflur, sem eru mjög mikilvægar fyrir okkar fjölskyldu, sæt kartöflumús, og mikil sósa, alltaf mikil sósa,“ segja Justin og Guðrún um hátíðarmatseðilinn þetta árið en þar að auki var að finna svokölluð djöflaegg, trönuberjasultu og eplasósu á boðstólum. Justin hefur ávalt haldið upp á Þakkargjörðina og gerir það yfirleitt með foreldrum sínum en þau náðu því ekki í fyrra og því tvöföld hátíð hjá þeim þetta árið. Íslendingar þekkja eflaust til Þakkargjörðarhátíðarinnar úr bíómyndum en þar má oftast sjá fólk fara hringinn áður en borðhald hefst til að fara yfir það sem hver og einn er þakklátur fyrir auk þess sem farið er með bæn. Að sögn Justins náðu kvikmyndirnar því rétt og er það einmitt þannig sem máltíðin hefst hjá fjölskyldunni. „Hjá okkur snýst þetta um fjölskyldu og góðan mat, vinir að koma saman og borða saman, bara að njóta dagsins, hafa gaman, og vera þakklátur. Það er bara mjög gaman að fagna því,“ segir Justin.
Matur Bandaríkin Verslun Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira