Leigjendur fordæma stjórnarsáttmálann Anita Da Silva Bjarnadóttir, Guðmundur Hrafn Arngrímsson, Gunnar Smári Egilsson, Vilborg Bjarkadóttir og Yngvi Ómar Sighvatsson skrifa 28. nóvember 2021 17:01 Í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs er ekki að finna neina stefnubreytingu í húsnæðismálum. Ríkisstjórnin ætlar að halda áfram óbreyttri stefnu sem hefur ýtt undir hækkun húsnæðiskostnaðar, haldið tug þúsundum fjölskyldna á ótryggum okurmarkaði leiguhúsnæðis og fjölda fólks alfarið utan húsnæðismarkaðar. Félagsfundur Samtaka leigjenda, sem haldinn var í gær, krafði ríkisstjórnina um stefnubreytingu í húsnæðismálum. Fundurinn hvatti til stórátaks í uppbyggingu húsnæðis og að leigjendur yrðu varðir fyrir okri og óöryggi. Hár húsnæðiskostnaður er helsta einstaka ástæða fjárhagserfiðleika fjölskyldna og fátæktar á Íslandi samkvæmt fjölmörgum rannsóknum. Það er einnig viðurkennt um allan heim að dýrt og ótryggt húsnæði grefur undan öllum öðrum félagslegum aðgerðum. Því eru öflug og traust húsnæðisstefna grunnur að öllum félagslegum aðgerðum stjórnvalda. Ríkisstjórn sem ekki gætir að húsnæðismálum er ríkisstjórn sem ekki gætir að félagslegu öryggi í samfélaginu. Stjórn Samtaka leigjenda fordæmir þessa vanrækslu ríkisstjórnarinnar. Sú húsnæðisstefna sem ríkisstjórnir síðustu áratuga hafa fylgt hefur magnað upp brask og okur á húsnæðismarkaði, keyrt upp söluverð og útilokað því fjölda fjölskyldna frá því að eignast íbúðir. Og þá skiptir engu þótt til aðgerðanna sé ætíð blásið undir því yfirskyni að markmiðið sé að tryggja fólki húsnæði. Niðurstaðan hefur orðið þveröfug, það hefur aldrei verið fleira fólk á Íslandi sem ekki getur keypt sér húsnæði. Húsnæðiseklan, sem þessari stefna getur af sér, hefur líka skrúfað upp leiguverð svo tugir þúsunda fjölskyldna bera íþyngjandi húsnæðiskostnað, í mörgum tilfellum 50, 60 eða 70 prósent af ráðstöfunarfé fólks. Það er langt umfram hættumörk. Í eðlilegu samfélagi ættu allar bjöllur að klingja. Við búum við hættuástand í húsnæðismálum. Húsnæðismarkaðurinn einkennist af stjórnleysi þar sem fólk og fyrirtæki í gróðasókn ráða ferðinni. Markaðurinn er aðlagaður að kröfum þessa aðila um hagnað en ekki þörfum almennings fyrir öruggt og ódýrt húsnæði. Þau sem eiga fé og hafa aðgengi að lánsfé níðast innan þessa kerfis á þeim sem standa verr efnahagslega. Þetta er siðlaust ástand og klár afleiðing húsnæðisstefnu stjórnvalda undangenginna áratuga, stefnu sem þessi ríkisstjórn ætlar sér að framlengja næstu fjögur árin. Ríkisstjórn sömu flokka lofaði við undirritun kjarasamninga 2019 að ákvæði húsaleigulaga yrðu endurskoðuð til að bæta réttarstöðu leigjenda, meðal annars hvað varðar vernd leigjenda þegar kemur að hækkun leigufjárhæðar. Einnig að stuðningur við hagsmunasamtök leigjenda yrði aukinn. Sem er skrítið orðalag því sá stuðningur hefur enginn verið. Ríkisstjórnin sveik þessi loforð sín. Nú endurtaka ráðherrarnir hluta þessa loforð, um endurskoðun húsaleigulaga, en sleppa því að nefna leigubremsu eða stuðning við samtök leigjenda. Þetta er ekki hægt að skilja öðruvísi en svo að ríkisstjórnin ætli ekki, eftir athugun máls, að standa við loforð sín gagnvart verkalýðshreyfingunni og leigjendum um leigubremsu og stuðning við samtök leigjenda. Staðan er því sú að orð, undirritaðar yfirlýsingar og heit ráðherranna gagnvart leigjendum hafa ekkert gildi. Og ríkisstjórnin ætlar sér ekki að gera neitt til að lina þjáningar fjölskyldna sem eru fórnarlömb húsnæðisstefnu undangenginna ára. Stjórn samtaka leigjenda á Íslandi fordæma því stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnarinnar. Það er óafsakanlegt að setja saman sáttmála ríkisstjórnar í nóvember 2021 án þess að kynna aðgerðir til að bæta stöðu og réttindi leigjenda og boða stórfellda uppbyggingu öruggs og ódýrs húsnæðis. Og stjórnarsáttmáli íslensku ríkisstjórnarinnar sker sig í þessu frá sáttmálum nýrra ríkisstjórna í Þýskalandi og Noregi, sem myndaðar voru í haust. Þar voru kynntar öflugar opinberar aðgerðir til að styrkja húsnæðiskerfin og stöðu leigjenda þótt staðan á húsnæðismarkaði þessara landa sé miklum mun skárri en á Íslandi. Staða íslenskra leigjenda í samanburði við leigjendur í næstu löndum mun því enn versna í tíð þessara ríkisstjórnar. Höfundar eiga sæti í stjórn Samtaka leigjenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigumarkaður Skoðun: Kosningar 2021 Alþingi Húsnæðismál Gunnar Smári Egilsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs er ekki að finna neina stefnubreytingu í húsnæðismálum. Ríkisstjórnin ætlar að halda áfram óbreyttri stefnu sem hefur ýtt undir hækkun húsnæðiskostnaðar, haldið tug þúsundum fjölskyldna á ótryggum okurmarkaði leiguhúsnæðis og fjölda fólks alfarið utan húsnæðismarkaðar. Félagsfundur Samtaka leigjenda, sem haldinn var í gær, krafði ríkisstjórnina um stefnubreytingu í húsnæðismálum. Fundurinn hvatti til stórátaks í uppbyggingu húsnæðis og að leigjendur yrðu varðir fyrir okri og óöryggi. Hár húsnæðiskostnaður er helsta einstaka ástæða fjárhagserfiðleika fjölskyldna og fátæktar á Íslandi samkvæmt fjölmörgum rannsóknum. Það er einnig viðurkennt um allan heim að dýrt og ótryggt húsnæði grefur undan öllum öðrum félagslegum aðgerðum. Því eru öflug og traust húsnæðisstefna grunnur að öllum félagslegum aðgerðum stjórnvalda. Ríkisstjórn sem ekki gætir að húsnæðismálum er ríkisstjórn sem ekki gætir að félagslegu öryggi í samfélaginu. Stjórn Samtaka leigjenda fordæmir þessa vanrækslu ríkisstjórnarinnar. Sú húsnæðisstefna sem ríkisstjórnir síðustu áratuga hafa fylgt hefur magnað upp brask og okur á húsnæðismarkaði, keyrt upp söluverð og útilokað því fjölda fjölskyldna frá því að eignast íbúðir. Og þá skiptir engu þótt til aðgerðanna sé ætíð blásið undir því yfirskyni að markmiðið sé að tryggja fólki húsnæði. Niðurstaðan hefur orðið þveröfug, það hefur aldrei verið fleira fólk á Íslandi sem ekki getur keypt sér húsnæði. Húsnæðiseklan, sem þessari stefna getur af sér, hefur líka skrúfað upp leiguverð svo tugir þúsunda fjölskyldna bera íþyngjandi húsnæðiskostnað, í mörgum tilfellum 50, 60 eða 70 prósent af ráðstöfunarfé fólks. Það er langt umfram hættumörk. Í eðlilegu samfélagi ættu allar bjöllur að klingja. Við búum við hættuástand í húsnæðismálum. Húsnæðismarkaðurinn einkennist af stjórnleysi þar sem fólk og fyrirtæki í gróðasókn ráða ferðinni. Markaðurinn er aðlagaður að kröfum þessa aðila um hagnað en ekki þörfum almennings fyrir öruggt og ódýrt húsnæði. Þau sem eiga fé og hafa aðgengi að lánsfé níðast innan þessa kerfis á þeim sem standa verr efnahagslega. Þetta er siðlaust ástand og klár afleiðing húsnæðisstefnu stjórnvalda undangenginna áratuga, stefnu sem þessi ríkisstjórn ætlar sér að framlengja næstu fjögur árin. Ríkisstjórn sömu flokka lofaði við undirritun kjarasamninga 2019 að ákvæði húsaleigulaga yrðu endurskoðuð til að bæta réttarstöðu leigjenda, meðal annars hvað varðar vernd leigjenda þegar kemur að hækkun leigufjárhæðar. Einnig að stuðningur við hagsmunasamtök leigjenda yrði aukinn. Sem er skrítið orðalag því sá stuðningur hefur enginn verið. Ríkisstjórnin sveik þessi loforð sín. Nú endurtaka ráðherrarnir hluta þessa loforð, um endurskoðun húsaleigulaga, en sleppa því að nefna leigubremsu eða stuðning við samtök leigjenda. Þetta er ekki hægt að skilja öðruvísi en svo að ríkisstjórnin ætli ekki, eftir athugun máls, að standa við loforð sín gagnvart verkalýðshreyfingunni og leigjendum um leigubremsu og stuðning við samtök leigjenda. Staðan er því sú að orð, undirritaðar yfirlýsingar og heit ráðherranna gagnvart leigjendum hafa ekkert gildi. Og ríkisstjórnin ætlar sér ekki að gera neitt til að lina þjáningar fjölskyldna sem eru fórnarlömb húsnæðisstefnu undangenginna ára. Stjórn samtaka leigjenda á Íslandi fordæma því stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnarinnar. Það er óafsakanlegt að setja saman sáttmála ríkisstjórnar í nóvember 2021 án þess að kynna aðgerðir til að bæta stöðu og réttindi leigjenda og boða stórfellda uppbyggingu öruggs og ódýrs húsnæðis. Og stjórnarsáttmáli íslensku ríkisstjórnarinnar sker sig í þessu frá sáttmálum nýrra ríkisstjórna í Þýskalandi og Noregi, sem myndaðar voru í haust. Þar voru kynntar öflugar opinberar aðgerðir til að styrkja húsnæðiskerfin og stöðu leigjenda þótt staðan á húsnæðismarkaði þessara landa sé miklum mun skárri en á Íslandi. Staða íslenskra leigjenda í samanburði við leigjendur í næstu löndum mun því enn versna í tíð þessara ríkisstjórnar. Höfundar eiga sæti í stjórn Samtaka leigjenda á Íslandi.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun