Hryssan fær að heita Lán eftir allt saman Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2021 19:22 Lán (fremra hrossið) á beit með félaga sínum. úr einkasafni Hryssa Þebu Bjartar Karlsdóttur, símsmíðameistara og hestaeiganda á Austurlandi, fær að heita Lán eftir allt saman. Hestanafnanefnd samþykkti beiðni Þebu um skráningu á nafninu í dag eftir að hafa hafnað því. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Þeba sagði þar frá því að hún hefði óskað eftir því nú í byrjun mánaðar að fá nafnið Lán samþykkt hjá hestanafnanefnd, til að fá það svo skráð í WorldFeng, upprunaættbók íslenska hestsins. Nafnið beygist eins og kvenmannsnafnið Rán, þ.e. Lán, um Lán, frá Lán til Lánar. En nefndin hafnaði nafninu á grundvelli þess að það væri í raun hvorugkynsorð. Þá fylgdi sögunni að eftir höfnun hestanafnanefndar sendi Þeba mannanafnanefnd beiðni um að fá kvenmannsnafnið Lán samþykkt - sem reyndist auðsótt. Reglur um hestanöfn sem samþykktar voru hjá FEIF, alþjóðasamtökum íslenska hestsins, kveða á um að hestar skuli bera íslensk nöfn - og að nöfn á hryssum skuli kvenkyns en hesta karlkyns. Vísir fjallaði fyrr í dag um hestanöfn sem nefndin hefur hafnað frá stofnun 2016. En nú hefur nefndinni snúist hugur. Í bréfi til Þebu frá hestanafnanefnd sem barst í dag segir að nafnið Lán hafi verið skráð á nafnalista WorldFengs. Hún geti því notað það á hryssuna sína. Þeba er að vonum ánægð með niðurstöðuna. „Fullnaðarsigur! Skyldi þessi ákvörðun eitthvað hafa að gera með fjölmiðlaumfjöllun síðustu viku?“ skrifar Þeba á Facebook-síðu sinni í kvöld, þar sem hún deilir ákvörðun hestanafnanefndar. Dýr Mannanöfn Hestar Tengdar fréttir Fær sjálf að taka upp nafnið Lán en hryssan ekki Hestaeigandi á Austurlandi furðar sig á því að fá ekki að nefna hryssu sína Lán. Hestanafnanefnd hafnaði nafninu vegna þess að það er hvorugkynsorð - en hægðarleikur var hins vegar að fá það samþykkt hjá mannanafnanefnd. 25. nóvember 2021 19:12 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Þeba sagði þar frá því að hún hefði óskað eftir því nú í byrjun mánaðar að fá nafnið Lán samþykkt hjá hestanafnanefnd, til að fá það svo skráð í WorldFeng, upprunaættbók íslenska hestsins. Nafnið beygist eins og kvenmannsnafnið Rán, þ.e. Lán, um Lán, frá Lán til Lánar. En nefndin hafnaði nafninu á grundvelli þess að það væri í raun hvorugkynsorð. Þá fylgdi sögunni að eftir höfnun hestanafnanefndar sendi Þeba mannanafnanefnd beiðni um að fá kvenmannsnafnið Lán samþykkt - sem reyndist auðsótt. Reglur um hestanöfn sem samþykktar voru hjá FEIF, alþjóðasamtökum íslenska hestsins, kveða á um að hestar skuli bera íslensk nöfn - og að nöfn á hryssum skuli kvenkyns en hesta karlkyns. Vísir fjallaði fyrr í dag um hestanöfn sem nefndin hefur hafnað frá stofnun 2016. En nú hefur nefndinni snúist hugur. Í bréfi til Þebu frá hestanafnanefnd sem barst í dag segir að nafnið Lán hafi verið skráð á nafnalista WorldFengs. Hún geti því notað það á hryssuna sína. Þeba er að vonum ánægð með niðurstöðuna. „Fullnaðarsigur! Skyldi þessi ákvörðun eitthvað hafa að gera með fjölmiðlaumfjöllun síðustu viku?“ skrifar Þeba á Facebook-síðu sinni í kvöld, þar sem hún deilir ákvörðun hestanafnanefndar.
Dýr Mannanöfn Hestar Tengdar fréttir Fær sjálf að taka upp nafnið Lán en hryssan ekki Hestaeigandi á Austurlandi furðar sig á því að fá ekki að nefna hryssu sína Lán. Hestanafnanefnd hafnaði nafninu vegna þess að það er hvorugkynsorð - en hægðarleikur var hins vegar að fá það samþykkt hjá mannanafnanefnd. 25. nóvember 2021 19:12 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Fær sjálf að taka upp nafnið Lán en hryssan ekki Hestaeigandi á Austurlandi furðar sig á því að fá ekki að nefna hryssu sína Lán. Hestanafnanefnd hafnaði nafninu vegna þess að það er hvorugkynsorð - en hægðarleikur var hins vegar að fá það samþykkt hjá mannanafnanefnd. 25. nóvember 2021 19:12