Á árinu 2021 ætlaði John Snorri að sigra enn einn tindinn, K2 að vetrarlagi. Afrek sem enginn hafði náð. Sex barna faðir í svaðilför og öll þjóðin fylgdist með.
Ferðalag John Snorra var umdeilt. Margir dáðust að keppnisskapinu á meðan aðrir töldu hann óábyrgan föður að leggjast í slíka svaðilför.
2021 var árið sem John Snorri vann sinn síðasta sigur í fjöllunum þó spurningunni hvort hann toppaði K2 verði líklega aldrei svarað.
Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp árið 2021 alla virka daga í desember. Í gær var djammið á árinu 2021 rifjað upp, sjá hlekk að neðan.