Vilja rússneska hermenn frá landamærum Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2021 21:46 Frá heræfingu í Rússlandi í september. AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti ráðamenn í Rússlandi til að flytja hermenn sína á brott frá landamærum Úkraínu. Hann sagði að innrás í Úkraínu myndi hafa afleiðingar og meðal annars yrðu hinum ströngustu refsiaðgerðum beitt gegn Rússlandi. Blinken sagði á blaðamannafundi í dag að ekki væri vitað hvort Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði tekið ákvörðun um að ráðast inn í Úkraínu. Hann hefði hins vegar stillt nægilega mörgum hermönnum við landamærin svo hann gæti gert það með skömmum fyrirvara. Ráðherrann ítrekaði, þar sem hann var á fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins í Riga í Lettlandi, að Bandaríkin myndu bregðast harkalega við innrás í Úkraínu. Hér má sjá hluta ræðu Blinkens frá því í dag. Yfirvöld í Kænugarði segja Rússa hafa flutt rúmlega níutíu þúsund hermenn að landamærum sínum. Rússland innlimaði Krímskaga af Úkraínu árið 2014 og hafa ráðamenn þar stutt við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta landsins. Meðal annars með vopnum og hermönnum. Rússar segjast óttast innrás Úkraínu í Úkraínu Samkvæmt frétt Reuters segja ráðamenn í Rússlandi að þeir óttist að Úkraína ætli að gera innrás í austurhluta Úkraínu og reka aðskilnaðarsinna á brott. Þess vegna séu þeir með sína hermenn við landamærin. Rússar hafa haldið umfangsmiklar heræfingar við landamæri Úkraínu og hafa hermenn frá Hvíta-Rússlandi einnig tekið þátt í æfingunum. Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu.AP/Efrem Lukatsky Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði á þingi þar í landi í dag að viðræður við Rússa þyrfti til að binda enda á átökin í Austurhluta landsins, þar sem um fjórtán þúsund manns hafa fallið á undanförnum árum. Hann sagði að án viðræðna væri ekki hægt að stilla til friðar. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, sagði þó að átökin í austurhluta Úkraínu vera innanríkismál Úkraínu. Það kæmi Rússlandi ekki við. Sagði hann að viðræðurnar þyrftu að vera milli Kænugarðs og aðskilnaðarsinnanna. Vill lögbundna skuldbindingu frá NATÓ Ríkisstjórn Pútíns hefur lengi verið andsnúin auknum samskiptum Úkraínu við Evrópu og núverandi ætlanir ráðamanna þar um að ganga í bæði Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið hafa ekki fallið í kramið í Moskvu. Í gær sagði Pútín að frá sínum bæjardyrum séð kæmi ekki til greina að hermenn Atlantshafsbandalagsins kæmu sér fyrir í Úkraínu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands.AP/Mikhail Metzel Pútín sagði svo í dag að hann vildi viðræður við NATÓ um að varnarsamstarfið myndi ekki teygja anga sína lengra til austurs og að vopnum yrði ekki komið fyrir nærri Rússlandi. Samkvæmt AP fréttaveitunni sagðist Pútín ekki vilja munnlegt samkomulag, heldur lagalega skuldbindingu frá NATÓ. Blinken virtist þó ekki sammála forsetanum rússneska. „Það að Úkraína ógni Rússlandi væri brandari ef ástandið væri ekki svona alvarlegt,“ sagði Blinken. „NATÓ er varnarbandalag. Við erum ekki ógn gagnvart Rússlandi.“ Úkraína Rússland Bandaríkin NATO Hernaður Lettland Tengdar fréttir Sagði rússneska menn hafa ætlað að fremja valdarán í Úkraínu Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að komist hafi upp um tilraun til valdaráns þar í landi. Til hafi staðið að fella ríkisstjórn hans í næstu viku og að aðilar frá Rússlandi hafi náðst á upptöku reyna að fá ríkasta auðjöfur Úkraínu til að taka þátt í valdráninu. 26. nóvember 2021 17:00 Úkraínumenn og Rússar halda heræfingar á landamærum Spennan í Austur-Evrópu magnast enn en bæði Rússar og Úkraínumenn hafa verið að halda heræfingar á landamærum sínum. Staðan á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlans fer þá versnandi. 24. nóvember 2021 11:59 Rússar hefna fyrir refsiaðgerðir NATO-ríkja Skrifstofum Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Moskvu verður lokað og sendinefnd Rússlands gagnvart bandalaginu verður kölluð heim með aðgerðum sem stjórnvöld í Kreml tilkynntu um í dag. Aðgerðirnar eru svar við brottvísun rússneskra sendifulltrúa hjá NATO. 18. október 2021 15:46 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Sjá meira
Blinken sagði á blaðamannafundi í dag að ekki væri vitað hvort Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði tekið ákvörðun um að ráðast inn í Úkraínu. Hann hefði hins vegar stillt nægilega mörgum hermönnum við landamærin svo hann gæti gert það með skömmum fyrirvara. Ráðherrann ítrekaði, þar sem hann var á fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins í Riga í Lettlandi, að Bandaríkin myndu bregðast harkalega við innrás í Úkraínu. Hér má sjá hluta ræðu Blinkens frá því í dag. Yfirvöld í Kænugarði segja Rússa hafa flutt rúmlega níutíu þúsund hermenn að landamærum sínum. Rússland innlimaði Krímskaga af Úkraínu árið 2014 og hafa ráðamenn þar stutt við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta landsins. Meðal annars með vopnum og hermönnum. Rússar segjast óttast innrás Úkraínu í Úkraínu Samkvæmt frétt Reuters segja ráðamenn í Rússlandi að þeir óttist að Úkraína ætli að gera innrás í austurhluta Úkraínu og reka aðskilnaðarsinna á brott. Þess vegna séu þeir með sína hermenn við landamærin. Rússar hafa haldið umfangsmiklar heræfingar við landamæri Úkraínu og hafa hermenn frá Hvíta-Rússlandi einnig tekið þátt í æfingunum. Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu.AP/Efrem Lukatsky Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði á þingi þar í landi í dag að viðræður við Rússa þyrfti til að binda enda á átökin í Austurhluta landsins, þar sem um fjórtán þúsund manns hafa fallið á undanförnum árum. Hann sagði að án viðræðna væri ekki hægt að stilla til friðar. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, sagði þó að átökin í austurhluta Úkraínu vera innanríkismál Úkraínu. Það kæmi Rússlandi ekki við. Sagði hann að viðræðurnar þyrftu að vera milli Kænugarðs og aðskilnaðarsinnanna. Vill lögbundna skuldbindingu frá NATÓ Ríkisstjórn Pútíns hefur lengi verið andsnúin auknum samskiptum Úkraínu við Evrópu og núverandi ætlanir ráðamanna þar um að ganga í bæði Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið hafa ekki fallið í kramið í Moskvu. Í gær sagði Pútín að frá sínum bæjardyrum séð kæmi ekki til greina að hermenn Atlantshafsbandalagsins kæmu sér fyrir í Úkraínu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands.AP/Mikhail Metzel Pútín sagði svo í dag að hann vildi viðræður við NATÓ um að varnarsamstarfið myndi ekki teygja anga sína lengra til austurs og að vopnum yrði ekki komið fyrir nærri Rússlandi. Samkvæmt AP fréttaveitunni sagðist Pútín ekki vilja munnlegt samkomulag, heldur lagalega skuldbindingu frá NATÓ. Blinken virtist þó ekki sammála forsetanum rússneska. „Það að Úkraína ógni Rússlandi væri brandari ef ástandið væri ekki svona alvarlegt,“ sagði Blinken. „NATÓ er varnarbandalag. Við erum ekki ógn gagnvart Rússlandi.“
Úkraína Rússland Bandaríkin NATO Hernaður Lettland Tengdar fréttir Sagði rússneska menn hafa ætlað að fremja valdarán í Úkraínu Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að komist hafi upp um tilraun til valdaráns þar í landi. Til hafi staðið að fella ríkisstjórn hans í næstu viku og að aðilar frá Rússlandi hafi náðst á upptöku reyna að fá ríkasta auðjöfur Úkraínu til að taka þátt í valdráninu. 26. nóvember 2021 17:00 Úkraínumenn og Rússar halda heræfingar á landamærum Spennan í Austur-Evrópu magnast enn en bæði Rússar og Úkraínumenn hafa verið að halda heræfingar á landamærum sínum. Staðan á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlans fer þá versnandi. 24. nóvember 2021 11:59 Rússar hefna fyrir refsiaðgerðir NATO-ríkja Skrifstofum Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Moskvu verður lokað og sendinefnd Rússlands gagnvart bandalaginu verður kölluð heim með aðgerðum sem stjórnvöld í Kreml tilkynntu um í dag. Aðgerðirnar eru svar við brottvísun rússneskra sendifulltrúa hjá NATO. 18. október 2021 15:46 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Sjá meira
Sagði rússneska menn hafa ætlað að fremja valdarán í Úkraínu Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að komist hafi upp um tilraun til valdaráns þar í landi. Til hafi staðið að fella ríkisstjórn hans í næstu viku og að aðilar frá Rússlandi hafi náðst á upptöku reyna að fá ríkasta auðjöfur Úkraínu til að taka þátt í valdráninu. 26. nóvember 2021 17:00
Úkraínumenn og Rússar halda heræfingar á landamærum Spennan í Austur-Evrópu magnast enn en bæði Rússar og Úkraínumenn hafa verið að halda heræfingar á landamærum sínum. Staðan á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlans fer þá versnandi. 24. nóvember 2021 11:59
Rússar hefna fyrir refsiaðgerðir NATO-ríkja Skrifstofum Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Moskvu verður lokað og sendinefnd Rússlands gagnvart bandalaginu verður kölluð heim með aðgerðum sem stjórnvöld í Kreml tilkynntu um í dag. Aðgerðirnar eru svar við brottvísun rússneskra sendifulltrúa hjá NATO. 18. október 2021 15:46