Enn að jafna sig af meiðslum eftir að hafa glímt við Fjallið | Vill hefnd gegn Ponzinibbio Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. desember 2021 23:30 Gunnar Nelson hefur verið meiddur undanfarna mánuði. vísir/getty Bardagakappinn Gunnar Nelson hefur látið lítið fyrir sér fara undanfarið. Hann ræddi við vefinn MMA Fighting nýverið um hvað á daga hans hefur drifið og af hverju hann hefur ekki verið í sviðsljósinu. Það kom margt áhugavert upp úr spjallinu. Gunnar var eins og áður sagði í viðtali sem má sjá hér að neðan. Þar ræðir hann gamnislag sem hann átti við Hafþór Júlíus Björnsson, eða Fjallið, í maí á þessu ári. „Þú hefur eflaust séð myndbandið af mér og Fjallinu að rúlla um gólfið,“ segir Gunnar í viðtalinu og heldur áfram. „Það er þarna sem það gerðist (meiðslin). Ég hef ekki einu sinni talað við hann um það, ég er ekki viss um að hann viti af því. Þetta er í fyrsta sinn sem ég segi hvenær ég varð fyrir meiðslunum,“ bætti hann við er myndband af gamnislag þeirra er sýndur. Gunnar segir að þegar Hafþór Júlíus hafi nýtt þyngd sína og lagst á hann þá hafi eitthvað smollið, nokkrum sekúndum síðar var sársaukinn orðinn gríðarlegur en Gunnar ákvað að segja ekkert á þeim tímapunkti. Where has @GunniNelson been?Nelson tells @arielhelwani he was recovering from injuries he suffered while grappling with 'The Mountain' #TheMMAHour https://t.co/OAWYuaYfHc pic.twitter.com/dAUsz5eCNm— MMAFighting.com (@MMAFighting) December 1, 2021 „Ég ætla að reyna klára þessa lotu og klára þetta. Svo gerist þetta aftur og þarna er ég í virkilegum vandræðum með handlegginn á mér og að ná andanum. Ég hugsaði samt með mér að ég þyrfti að bíða eftir að hann myndi opna sig því það var of seint að fara stöðva bardagann þarna og segja að ég hefði meitt mig.“ „Ég hefði mögulega átt að hætta þarna því kannski gerði ég illt verra en ég veit það ekki,“ sagði Gunnar að endingu. Gunnar Nelson says the only man he really wants to fight is Santiago Ponzinibbio.#TheMMAHour— Jed I. Goodman © (@jedigoodman) December 1, 2021 Þá kemur einnig fram í viðtalinu að Gunnar Nelson vill hefnd gegn Santiago Ponzinibbio. Þeir mættust sumarið 2017 og fór Ponzinibbio með sigur af hólmi eftir að hafa potað í auga Gunnars á meðan bardaganum stóð. Það verður áhugavert að sjá hvort Gunnari verður af ósk sinni en það er ljóst að Ponzinibbio á ekki von á góðu ef þeir mætast að nýju. MMA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Sjá meira
Gunnar var eins og áður sagði í viðtali sem má sjá hér að neðan. Þar ræðir hann gamnislag sem hann átti við Hafþór Júlíus Björnsson, eða Fjallið, í maí á þessu ári. „Þú hefur eflaust séð myndbandið af mér og Fjallinu að rúlla um gólfið,“ segir Gunnar í viðtalinu og heldur áfram. „Það er þarna sem það gerðist (meiðslin). Ég hef ekki einu sinni talað við hann um það, ég er ekki viss um að hann viti af því. Þetta er í fyrsta sinn sem ég segi hvenær ég varð fyrir meiðslunum,“ bætti hann við er myndband af gamnislag þeirra er sýndur. Gunnar segir að þegar Hafþór Júlíus hafi nýtt þyngd sína og lagst á hann þá hafi eitthvað smollið, nokkrum sekúndum síðar var sársaukinn orðinn gríðarlegur en Gunnar ákvað að segja ekkert á þeim tímapunkti. Where has @GunniNelson been?Nelson tells @arielhelwani he was recovering from injuries he suffered while grappling with 'The Mountain' #TheMMAHour https://t.co/OAWYuaYfHc pic.twitter.com/dAUsz5eCNm— MMAFighting.com (@MMAFighting) December 1, 2021 „Ég ætla að reyna klára þessa lotu og klára þetta. Svo gerist þetta aftur og þarna er ég í virkilegum vandræðum með handlegginn á mér og að ná andanum. Ég hugsaði samt með mér að ég þyrfti að bíða eftir að hann myndi opna sig því það var of seint að fara stöðva bardagann þarna og segja að ég hefði meitt mig.“ „Ég hefði mögulega átt að hætta þarna því kannski gerði ég illt verra en ég veit það ekki,“ sagði Gunnar að endingu. Gunnar Nelson says the only man he really wants to fight is Santiago Ponzinibbio.#TheMMAHour— Jed I. Goodman © (@jedigoodman) December 1, 2021 Þá kemur einnig fram í viðtalinu að Gunnar Nelson vill hefnd gegn Santiago Ponzinibbio. Þeir mættust sumarið 2017 og fór Ponzinibbio með sigur af hólmi eftir að hafa potað í auga Gunnars á meðan bardaganum stóð. Það verður áhugavert að sjá hvort Gunnari verður af ósk sinni en það er ljóst að Ponzinibbio á ekki von á góðu ef þeir mætast að nýju.
MMA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Sjá meira