Gunnar Nelson um glímuna við Fjallið: „Kannski ekki það gáfulegasta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. desember 2021 20:30 Gunnar Nelson viðurkennir að sú hugmynd að glíma við Fjallið hafi ekki verið sú besta sem hann hefur fengið á lífsleiðinni. Mynd/Skjáskot „Þetta var nú bara svona á milli vina,“ sagði bardagakappinn Gunnar Nelson í samtali við Stöð 2 um glímu sína við Hafþór Júlíus Björnsson, eða Fjallið eins og Hafþór er oftast kallaður. Gunnar fór yfir þau meiðsli sem hlutust af þessari glímu, sem og það sem framundan er hjá kappanum. „Hann kemur bara hérna og við vorum svo sem búnir að tala um þetta í svolítinn tíma að búa til eitthvað video og taka eina glímu og æfingu saman og eitthvað.“ „Síðan er ég með einhverjar hugmyndir um eitthvað sem mig langar til að prófa á móti svona stórum manni og það voru kannski misgáfulegar hugmyndir. Ég reyni að fara undir og ætla að ná honum í svona armlás frá botninum sem er ekki það sem maður myndi gera á móti svon stórum manni í alvörunni, það er mjög vitlaust og vitlaus taktík.“ „En mig langaði bara að prófa það og sjá hvernig það myndi fara og það fór svo að ég brákaði eða poppaði rifbein. Ég var í viðtlai hérna fyrr þar sem ég var að tala um að ég hafi í rauninni ekkert talað um þetta fyrr en núna. Þannig að ég er ekkert viss um að hann viti almennilega að þetta hafi gerst.“ „Við bara héldum áfram að glíma og glíman kláraðis og síðan er ég helvíti aumur stuttu eftir og síðan er ég bara alveg frá í einhvern tíma.“ „Ástæðan fyrir því að ég vildi ekkert vera að tala um þetta var líka bara að þetta var ekekrt honum að kenna. Það var ekkert sem hann gerði vitlaust. Hann er náttúrulega bara 160 kíló af vöðvum og þetta var bara mitt að koma mér illa fyrir.“ Stærðar- og þyngdarmunurinn á Gunnari Nelson annars vegar, og Hafþóri Júlíusi hins vegar, er vægast sagt gríðarlegur, og Gunnar viðurkennir að líklega hafi þetta ekki verið gáfulegasta ákvörðun sem hann hefur tekið á lífsleiðinni. „Já, þetta var kannski ekki það gáfulegasta svona þegar maður hugsar til baka.“ Þrátt fyrir það segir Gunnar að hann hafi nú átt ágætis möguleika í glímunni. „Ég allavega náði honum þarna tvisvar. Þetta er náttúrulega mitt sport og þó að hann sé stór og sterkur þá er þetta ekki beint svona hans víglína. En hann er auðvitað þvílíkur íþróttamaður og algjört fjall.“ Gunnar segir einnig frá því að áður en þessi fræga glíma fór fram þá hafi hann verið búinn að hugsa um endurkomu í hringinn. „Já, þá vorum við orðnir helvíti brattir. Þannig að þetta var auðvitað smá fúlt eins og það er alltaf bara. En þá vorum við komnir á gott ról.“ „En núna er ég orðinn bara helvíti heill og búinn að vera að æfa vel og stefni á að fara eitthvað út á næstunni.“ Viðtalið við Gunnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Gunnar Nelson um glímuna við Fjallið MMA Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Fleiri fréttir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira
„Hann kemur bara hérna og við vorum svo sem búnir að tala um þetta í svolítinn tíma að búa til eitthvað video og taka eina glímu og æfingu saman og eitthvað.“ „Síðan er ég með einhverjar hugmyndir um eitthvað sem mig langar til að prófa á móti svona stórum manni og það voru kannski misgáfulegar hugmyndir. Ég reyni að fara undir og ætla að ná honum í svona armlás frá botninum sem er ekki það sem maður myndi gera á móti svon stórum manni í alvörunni, það er mjög vitlaust og vitlaus taktík.“ „En mig langaði bara að prófa það og sjá hvernig það myndi fara og það fór svo að ég brákaði eða poppaði rifbein. Ég var í viðtlai hérna fyrr þar sem ég var að tala um að ég hafi í rauninni ekkert talað um þetta fyrr en núna. Þannig að ég er ekkert viss um að hann viti almennilega að þetta hafi gerst.“ „Við bara héldum áfram að glíma og glíman kláraðis og síðan er ég helvíti aumur stuttu eftir og síðan er ég bara alveg frá í einhvern tíma.“ „Ástæðan fyrir því að ég vildi ekkert vera að tala um þetta var líka bara að þetta var ekekrt honum að kenna. Það var ekkert sem hann gerði vitlaust. Hann er náttúrulega bara 160 kíló af vöðvum og þetta var bara mitt að koma mér illa fyrir.“ Stærðar- og þyngdarmunurinn á Gunnari Nelson annars vegar, og Hafþóri Júlíusi hins vegar, er vægast sagt gríðarlegur, og Gunnar viðurkennir að líklega hafi þetta ekki verið gáfulegasta ákvörðun sem hann hefur tekið á lífsleiðinni. „Já, þetta var kannski ekki það gáfulegasta svona þegar maður hugsar til baka.“ Þrátt fyrir það segir Gunnar að hann hafi nú átt ágætis möguleika í glímunni. „Ég allavega náði honum þarna tvisvar. Þetta er náttúrulega mitt sport og þó að hann sé stór og sterkur þá er þetta ekki beint svona hans víglína. En hann er auðvitað þvílíkur íþróttamaður og algjört fjall.“ Gunnar segir einnig frá því að áður en þessi fræga glíma fór fram þá hafi hann verið búinn að hugsa um endurkomu í hringinn. „Já, þá vorum við orðnir helvíti brattir. Þannig að þetta var auðvitað smá fúlt eins og það er alltaf bara. En þá vorum við komnir á gott ról.“ „En núna er ég orðinn bara helvíti heill og búinn að vera að æfa vel og stefni á að fara eitthvað út á næstunni.“ Viðtalið við Gunnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Gunnar Nelson um glímuna við Fjallið
MMA Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Fleiri fréttir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira