Gunnar Nelson: Hann er eiginlega sá eini sem mig langar hreinlega til að berja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2021 08:01 Gunnar Nelson barðist síðast í hringnum á móti Brasilíumanninum Gilbert Burns í Kaupmannahöfn 28. septmeer 2019. Getty/Jeff Bottari Það leynir sér ekki að Gunnar Nelson vill leita hefnda gegn Argentínumanninum sem notaði ódrengileg brögð í bardaga þeirra Glasgow fyrir nokkrum árum. Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson ætlar að berjast aftur í mars næstkomandi og hann ræddi framhaldið hjá sér í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi. Gunnar hefur ekki barist síðan 28. september 2019 þegar hann tapaði á móti Gilbert Burns í Kaupmannahöfn. Nú er hins vegar komin dagsetning á næsta bardagakvöld hans. „Já, það er búið að hafa samband við okkur og við erum að vonast til að þetta kvöld fari fram. Það er búið að fresta því núna þrisvar eða fjórum sinnum. Núna er stefnan sett á 19. mars,“ sagði Gunnar Nelsson en hefur verið með það á stefnuskránni að slást aftur? Klippa: Gunnar Nelson um næsta bardaga sinn „Við erum búnir að vera að horfa á þetta London kort í einhvern tíma. Þeir höfðu samband á sínum tíma og sögðu okkur frá því. Þetta eru búnir að vera svolítið skrítnir tímar síðustu tvö ár. Síðan hefur það alltaf fallið upp fyrir hjá þeim því þeir hafa þurft að fresta því vegna Covid,“ sagði Gunnar. „Núna er komin dagsetning og við sjáum til hvort hún heldur,“ sagði Gunnar. Það er langt síðan hann barðist síðast en verður erfitt fyrir hann að koma til baka? „Það verður örugglega smá skrítið en ég hef verið frá keppni áður. Þetta er búið að vera smá tími en ég held að ég þekki flestu staðina, stöðurnar og svoleiðis. Ég held að þetta sé ekki mikið búið að breytast,“ sagði Gunnar. En hvernig er staðan með mögulegan andstæðing Gunnars í mars. Er búið að finna einhvern til að berjast við hann? „Nei, það er ekki komið ennþá. Ég hef sagt það áður að ég væri til í að fá Ponzinibbi. Hann er eini maðurinn sem mig virkilega langar til að berjast við. Annars hef ég bara sagt að það skiptir engu máli hver það verður,“ sagði Gunnar. Margir muna eftir tapi hans fyrir Santiago Ponzinibbio árið 2017 þegar Argentínumaðurinn potaði í augu Gunnars. „Mér finnst hann vera drullusokkur og svindlari. Það er bara gaman að sjá að hann hafi verið laminn,“ sagði Gunnar sem dæmi eftir tap Ponzinibbio í öðrum bardaga fyrir ári síðan. Gunnar fer ekkert í felur með það að hann vill ná hefndum á móti manninum sem vann hann á bolabrögðum fyrir fjórum árum. „Já ég væri mjög til í það að ná í skottið á honum aftur,“ sagði Gunnar sem myndi mæta dýrvitlaus í þann bardaga. „Ég hef svo sem sagt það áður að þetta var ekkert sérstakt matchup fyrir hann en bardaginn fór eins og hann fór. Það eru ákvæðnar ástæður fyrir því. Ég held að flestir hafi séð hvernig þetta fór. Ég er ekki að hugsa um þetta dags daglega en hann er eiginlega sá eini sem mig langar hreinlega til að berja,“ sagði Gunnar. Það má sjá allt spjallið hér fyrir ofan. MMA Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Sjá meira
Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson ætlar að berjast aftur í mars næstkomandi og hann ræddi framhaldið hjá sér í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi. Gunnar hefur ekki barist síðan 28. september 2019 þegar hann tapaði á móti Gilbert Burns í Kaupmannahöfn. Nú er hins vegar komin dagsetning á næsta bardagakvöld hans. „Já, það er búið að hafa samband við okkur og við erum að vonast til að þetta kvöld fari fram. Það er búið að fresta því núna þrisvar eða fjórum sinnum. Núna er stefnan sett á 19. mars,“ sagði Gunnar Nelsson en hefur verið með það á stefnuskránni að slást aftur? Klippa: Gunnar Nelson um næsta bardaga sinn „Við erum búnir að vera að horfa á þetta London kort í einhvern tíma. Þeir höfðu samband á sínum tíma og sögðu okkur frá því. Þetta eru búnir að vera svolítið skrítnir tímar síðustu tvö ár. Síðan hefur það alltaf fallið upp fyrir hjá þeim því þeir hafa þurft að fresta því vegna Covid,“ sagði Gunnar. „Núna er komin dagsetning og við sjáum til hvort hún heldur,“ sagði Gunnar. Það er langt síðan hann barðist síðast en verður erfitt fyrir hann að koma til baka? „Það verður örugglega smá skrítið en ég hef verið frá keppni áður. Þetta er búið að vera smá tími en ég held að ég þekki flestu staðina, stöðurnar og svoleiðis. Ég held að þetta sé ekki mikið búið að breytast,“ sagði Gunnar. En hvernig er staðan með mögulegan andstæðing Gunnars í mars. Er búið að finna einhvern til að berjast við hann? „Nei, það er ekki komið ennþá. Ég hef sagt það áður að ég væri til í að fá Ponzinibbi. Hann er eini maðurinn sem mig virkilega langar til að berjast við. Annars hef ég bara sagt að það skiptir engu máli hver það verður,“ sagði Gunnar. Margir muna eftir tapi hans fyrir Santiago Ponzinibbio árið 2017 þegar Argentínumaðurinn potaði í augu Gunnars. „Mér finnst hann vera drullusokkur og svindlari. Það er bara gaman að sjá að hann hafi verið laminn,“ sagði Gunnar sem dæmi eftir tap Ponzinibbio í öðrum bardaga fyrir ári síðan. Gunnar fer ekkert í felur með það að hann vill ná hefndum á móti manninum sem vann hann á bolabrögðum fyrir fjórum árum. „Já ég væri mjög til í það að ná í skottið á honum aftur,“ sagði Gunnar sem myndi mæta dýrvitlaus í þann bardaga. „Ég hef svo sem sagt það áður að þetta var ekkert sérstakt matchup fyrir hann en bardaginn fór eins og hann fór. Það eru ákvæðnar ástæður fyrir því. Ég held að flestir hafi séð hvernig þetta fór. Ég er ekki að hugsa um þetta dags daglega en hann er eiginlega sá eini sem mig langar hreinlega til að berja,“ sagði Gunnar. Það má sjá allt spjallið hér fyrir ofan.
MMA Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Sjá meira