„Verkefnið köllum við Facing winter sem vísar til útlit hettana sem mynda andlit, einnig það að takast á við dimman veturinn með litríku prjóni og húmor,“ segir hönnuðurinn um verkefnið.
„Hetturnar eru allar prjónaðar úr garni sem hafði safnast upp á vinnustofunni, en ég er að reyna að nota sem mest af því sem ég á til þessa dagana vegna fluttninga.“
Í janúar heldur Ýrúrarí á vit ævintýranna og flytur til Berlínar.
„Hetturnar eru einhversskonar framhald af andlitsgrímunum sem ég prjónaði í fyrra og slógu í gegn víða um heim.“
Grímurnar fengu meðal annars umfjöllun á vogue.com, ýmsum erlendum sjónvarpsstöðvum og seldust allar í safneign ólíkra safna erlendis.