Sunna hefur tólf ára reynslu af blaða- og fréttamennsku. Síðustu átta ár hefur hún starfað á fréttastofu RÚV með viðkomu á Kjarnanum og fyrir það var hún blaðamaður á Fréttablaðinu.
Kompás var endurvakinn fyrir tveimur árum og hefur á þeim tíma fengið blaðamannaverðlaun og tilnefningu til Edduverðlauna. Adelina Antal og Arnar Halldórsson halda utan um framleiðslu, klippingu og myndatöku.
Kompás er vettvangur allra fréttamanna fréttastofunnar til að kafa dýpra í mál og gera vandaðar fréttaskýringar sem svo er fylgt vel eftir á öllum miðlum fréttastofu. Ný þáttaröð fer á dagskrá á Vísi og Stöð 2 eftir áramót.
Hér má finna þætti Kompáss á Vísi.
Ert þú með hugmynd að umfjöllunarefni fyrir Kompás? Ritstjórn tekur við ábendingum á netfangið kompas@stod2.is . Fullum trúnaði heitið.