Uppljóstrari lýsir ringulreið og skipulagsleysi af hálfu breskra stjórnvalda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. desember 2021 06:44 Marshall segir einnig hafa skort á samráð við Bandaríkjamenn þegar unnið var að brottfluningi fólks frá Kabúl. epa/Akhter Gulfam Tugþúsundir Afgana sem höfðu aðstoðað Breta og óttuðust um líf sitt þegar Talíbanar tóku aftur völd í Afganistan, náðu ekki í gegn og fengu enga aðstoð vegna skipulags- og sinnuleysis af hálfu breska utanríkisráðuneytisins. Þetta segir uppljóstrarinn Raphael Marshall, sem lýsir því meðal annars að hafa stundum verið einn að sjá um að afgreiða beiðnir Afgana um aðstoð og tilneyddur til að taka ákvarðanir upp á líf og dauða með afar takmörkuð gögn til að vinna með. Rannsókn var hafin á málinu eftir að Marshall gaf yfirmanni utanríkis- og þróunarskrifstofu Breta (FCDO) skýrslu um málið. Skrifstofan heyrir undir utanríkisráðuneytið en yfirmaður hennar er yfir öllum sendifulltrúum Breta erlendis. Marshall, sem hefur starfað fyrir utanríkisþjónustuna í þrjú ár, bauð sig fram til að vinna að úrlausn mála í kjölfar þess að Talíbanar náðu völdum í Kabúl. Í vitnisburði sínum sagði hann algjöra kaos hafa ríkt og að utanríkisráðherrann á þeim tíma, Dominic Raab, hafi skort skilning á því hvað var að gerast á flugvellinum í Kabúl, þar sem þúsundir freistuðu þess að komast úr landi. Ráðherrann hafi meðal annars frestað því að taka ákvarðanir um fjölda brottflutninga, sem hafi orðið til þess að í sumum tilvikum komust þeir sem þörfnuðust samþykkis Raab aldrei á flugvöllinn en í öðrum tilvikum voru ákvarðanir teknar án þess að svar lægi fyrir frá ráðherranum. Guardian segir líklegt að vitnisburður Marshall hafi á endanum orðið til þess að Raab var færður til innan ríkisstjórnarinnar. Raab er þó ekki eini ráðherrann sem Marshall gagnrýnir en hann segir að það hafi valdið verulegri óánægju innan varnarmálaráðuneytisins þegar Boris Johnson forsætisráðherra ákvað að forgangsraða brottfluningi dýra á vegum afganskra dýraverndarsamtaka. Segir hann ákvörðunina hafa komið beint niður á brottflutningi bæði breskra og afganskra ríkisborgara. Umsóknirnar sem Marshall vann að komu ekki frá þeim sem féllu undir áætlun Breta fyrir þá sem voru á launaskrá hjá þeim í Afganistan heldur þúsundir annarra sem störfuðu sem verktakar eða höfðu einhver tengsl við sendiskrifstofu Breta í Afganistan. Þeirra á meðal voru afganskir hermenn, stjórnmálamenn, blaðamenn, opinberir starfsmenn, femínistar, hjálparstarfsmenn og dómarar. Marshall áætlar að á milli 75.000 og 150.000 hafi sótt um aðstoð Breta við að komast burtu en aðeins 5 prósent hafi fengið aðstoð. Þá lýsir hann því hvernig þúsundir tölvupósta hafi legið ólesnir í pósthólfum sem var ætlað að þjónusta þennan hóp, vegna þess að það var aðeins gert ráð fyrir að unnið væri úr póstinum á dagvinnutíma. Ítarlega er fjallað um málið á vef Guardian. Afganistan Bretland Hernaður Mannréttindi Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Þetta segir uppljóstrarinn Raphael Marshall, sem lýsir því meðal annars að hafa stundum verið einn að sjá um að afgreiða beiðnir Afgana um aðstoð og tilneyddur til að taka ákvarðanir upp á líf og dauða með afar takmörkuð gögn til að vinna með. Rannsókn var hafin á málinu eftir að Marshall gaf yfirmanni utanríkis- og þróunarskrifstofu Breta (FCDO) skýrslu um málið. Skrifstofan heyrir undir utanríkisráðuneytið en yfirmaður hennar er yfir öllum sendifulltrúum Breta erlendis. Marshall, sem hefur starfað fyrir utanríkisþjónustuna í þrjú ár, bauð sig fram til að vinna að úrlausn mála í kjölfar þess að Talíbanar náðu völdum í Kabúl. Í vitnisburði sínum sagði hann algjöra kaos hafa ríkt og að utanríkisráðherrann á þeim tíma, Dominic Raab, hafi skort skilning á því hvað var að gerast á flugvellinum í Kabúl, þar sem þúsundir freistuðu þess að komast úr landi. Ráðherrann hafi meðal annars frestað því að taka ákvarðanir um fjölda brottflutninga, sem hafi orðið til þess að í sumum tilvikum komust þeir sem þörfnuðust samþykkis Raab aldrei á flugvöllinn en í öðrum tilvikum voru ákvarðanir teknar án þess að svar lægi fyrir frá ráðherranum. Guardian segir líklegt að vitnisburður Marshall hafi á endanum orðið til þess að Raab var færður til innan ríkisstjórnarinnar. Raab er þó ekki eini ráðherrann sem Marshall gagnrýnir en hann segir að það hafi valdið verulegri óánægju innan varnarmálaráðuneytisins þegar Boris Johnson forsætisráðherra ákvað að forgangsraða brottfluningi dýra á vegum afganskra dýraverndarsamtaka. Segir hann ákvörðunina hafa komið beint niður á brottflutningi bæði breskra og afganskra ríkisborgara. Umsóknirnar sem Marshall vann að komu ekki frá þeim sem féllu undir áætlun Breta fyrir þá sem voru á launaskrá hjá þeim í Afganistan heldur þúsundir annarra sem störfuðu sem verktakar eða höfðu einhver tengsl við sendiskrifstofu Breta í Afganistan. Þeirra á meðal voru afganskir hermenn, stjórnmálamenn, blaðamenn, opinberir starfsmenn, femínistar, hjálparstarfsmenn og dómarar. Marshall áætlar að á milli 75.000 og 150.000 hafi sótt um aðstoð Breta við að komast burtu en aðeins 5 prósent hafi fengið aðstoð. Þá lýsir hann því hvernig þúsundir tölvupósta hafi legið ólesnir í pósthólfum sem var ætlað að þjónusta þennan hóp, vegna þess að það var aðeins gert ráð fyrir að unnið væri úr póstinum á dagvinnutíma. Ítarlega er fjallað um málið á vef Guardian.
Afganistan Bretland Hernaður Mannréttindi Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira