Njarðvík áfram á toppnum eftir dramatískan sigur | Haukar upp að hlið Keflavíkur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. desember 2021 21:16 Njarðvík er á toppi Subway-deildar kvenna í körfubolta. Vísir/Bára Dröfn Njarðvík og Haukar unnu góða sigra í Subway-deild kvenna í kvöld. Leikirnir í Njarðvík og Hafnafirði voru æsispennandi þó meira hafi verið um sterkar varnir en flæðandi sóknarleik. Í Njarðvík var Breiðablik í heimsókn. Toppliðið gegn liðinu í næstneðsta sæti, það var því fyrir fram reiknað með nokkuð öruggum sigri Njarðvíkur. Gestirnir voru hins vegar ekki á sama máli. Leikurinn var einkar jafn frá upphafi til enda en toppliðið ávallt hænuskrefi á undan. Það er þangað til seint í lokafjórðung leiksins þegar Breiðablik var allt í einu komið einu stigi yfir. Í stöðunni 66-67 var hins vegar brotið á Diane Diéné Oumou sem fór á vítalínuna og skoraði úr báðum skotum sínum. Breiðablik átti síðustu sókn leiksins en skotið geigaði, Diéné Oumou tók frákastið og Njarðvík fagnaði enn einum sigrinum. Lokatölur í Njarðvík 68-67 og heimaliðið trónir sem fyrr á toppi Subway-deildar kvenna. Aliyah A'taeya Collier var stigahæst í liði Njarðvíkur með 24 stig ásamt því að taka 12 fráköst og gefa 3 stoðsendingar. Diéné Oumou skoraði 14 stig, tók 9 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Hjá Blikum var Michaela Lynn Kelly stigahæst með 19 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa 8 stoðsendingar. Haukar unnu góðan heimasigur á Grindavík í leik sem gestirnir byrjuðu betur. Staðan í hálfleik 30-35 og Grindavík með góð tök á leiknum. Jafnfræði var með liðunum í upphafi síðari hálfleiks en í fjórða leikhluta hrökk allt í baklás hjá Grindvíkingum á meðan Haukakonur fóru á kostum. Þær skoruðu alls 21 stig gegn aðeins 10 hjá gestunum og unnu leikinn með fimm stiga mun, lokatölur 68-63. Tinna Guðrún Alexandersdóttir skoraði 21 stig fyrir Hauka á meðan Haiden Denise Palmer skoraði 13 stig, tók 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hjá Grindavík var Robbi Ryan einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu. Hún skoraði 19 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Fleiri fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Sjá meira
Í Njarðvík var Breiðablik í heimsókn. Toppliðið gegn liðinu í næstneðsta sæti, það var því fyrir fram reiknað með nokkuð öruggum sigri Njarðvíkur. Gestirnir voru hins vegar ekki á sama máli. Leikurinn var einkar jafn frá upphafi til enda en toppliðið ávallt hænuskrefi á undan. Það er þangað til seint í lokafjórðung leiksins þegar Breiðablik var allt í einu komið einu stigi yfir. Í stöðunni 66-67 var hins vegar brotið á Diane Diéné Oumou sem fór á vítalínuna og skoraði úr báðum skotum sínum. Breiðablik átti síðustu sókn leiksins en skotið geigaði, Diéné Oumou tók frákastið og Njarðvík fagnaði enn einum sigrinum. Lokatölur í Njarðvík 68-67 og heimaliðið trónir sem fyrr á toppi Subway-deildar kvenna. Aliyah A'taeya Collier var stigahæst í liði Njarðvíkur með 24 stig ásamt því að taka 12 fráköst og gefa 3 stoðsendingar. Diéné Oumou skoraði 14 stig, tók 9 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Hjá Blikum var Michaela Lynn Kelly stigahæst með 19 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa 8 stoðsendingar. Haukar unnu góðan heimasigur á Grindavík í leik sem gestirnir byrjuðu betur. Staðan í hálfleik 30-35 og Grindavík með góð tök á leiknum. Jafnfræði var með liðunum í upphafi síðari hálfleiks en í fjórða leikhluta hrökk allt í baklás hjá Grindvíkingum á meðan Haukakonur fóru á kostum. Þær skoruðu alls 21 stig gegn aðeins 10 hjá gestunum og unnu leikinn með fimm stiga mun, lokatölur 68-63. Tinna Guðrún Alexandersdóttir skoraði 21 stig fyrir Hauka á meðan Haiden Denise Palmer skoraði 13 stig, tók 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hjá Grindavík var Robbi Ryan einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu. Hún skoraði 19 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Fleiri fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Sjá meira