Menntaskólinn við Sund mismunaði á grundvelli aldurs Smári Jökull Jónsson skrifar 12. desember 2021 10:40 Menntaskólinn við Sund braut lög þegar það réð í stöðu kennara við skólann. Vísir/Vilhelm Menntaskólinn við Sund braut lög um jafna meðferð á vinnumarkaði þegar hann réð í stöðu kennara við skólann. Samkvæmt skólanum myndi fylgja því aukinn kostnaður að ráða kennara sem væri á svokallaðri 60 ára reglu. Í júní 2020 auglýsti MS eftir kennara í fullt starf til að sinna kennslu í námsgreininni lýðræðisvitund og siðferði. 21 umsókn barst um starfið og þar af voru fjórir kallaðir í viðtal. Maðurinn sem lagði fram kæruna var ekki þar á meðal. Í rökstuðningi MS fyrir ákvörðuninni kom fram að skólann hafi vantað kennara til að kenna 8 hópum í námsgreininni. Kennari sem nyti ekki sérstaks kennsluafsláttar þyrfti að skila kennslu í 7,2-7,4 hópum á skólaári til að fylla í fullt starf en kennari sem nyti kennsluafsláttar vegna svokallaðrar 60 ára reglu fyllti upp í sína kennsluskyldu með kennslu í 6 hópum yfir skólaárið. Þegar ákvörðun var tekin um boð í starfsviðtöl var meðal annars horft sérstaklega til þess hvort umsækjandi myndi njóta sérstaks afsláttar af kennsluskyldu. Ákveðið var að boða þá ekki í viðtal sem nytu afsláttarins þar sem því myndi fylgja sautján til nítján prósenta viðbótarkostnaður fyrir skólann þar sem 25 prósent kennslumagnsins yrði að greiða í yfirvinnu. Þá kom fram í rökstuðningi skólans að skólinn búi við afar þrönga fjárhagsstöðu og að mennta- og menningarráðuneytið fylgist með rekstri skólans. Eldri umsækjendur útilokaðir óháð hæfni Menntaskólinn við SundFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Maðurinn kærði ákvörðunina á þeim grundvelli að honum hefði verið mismunað vegna aldurs. Í rökstuðningi MS hafi komið skýrt fram að hann hefði ekki komið til greina í starfið vegna aldurs en hann varð sextugur á síðasta ári. Í úrskurðinum kærunefndarinnar kemur fram að maðurinn telji að mismununin sé réttlætt með því að stjórnendum skólans hafi borið að leita allra leiða til að draga úr rekstrarkostnaði skólans. Jafnframt sé víað til þess að meðalaldur kennara sé hár og að endurnýjun innan hans sé nauðsynleg. Í niðurstöðu nefndarinnar er tekið fram að fyrir liggi að kjarasamningsbundinn kennsluafsláttur sé tengdur aldri umsækjenda og að sú ákvörðun að boða þá ekki í viðtal sem nutu afsláttarins hafi falið í sér að þrír eldri umsækjendur hafi verið útilokaðir frá starfinu strax í upphafi, óháð hæfni þeirra að öðru leyti. Þá segir að fjárhagsleg rök MS geti ekki ein og sér réttlæt slíka mismunun að eldri umsækjendur komi ekki til álita í kennarastarf því þeir séu dýrari starfsmenn en þeir sem yngri eru. Ekki heldur sé hægt að vísa til að skólinn hafi reynt að ráða yngra fólk til starfa til að tryggja að í skólanum starfi kennarar á öllum aldri. Niðurstaða nefndarinnar er sú að ákvörðun MS hafi falið í sér mismunun vegna aldurs og MS hafi því brotið lög um jafna meðferð á vinnumarkaði. Skóla - og menntamál Mannréttindi Reykjavík Framhaldsskólar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Sjá meira
Í júní 2020 auglýsti MS eftir kennara í fullt starf til að sinna kennslu í námsgreininni lýðræðisvitund og siðferði. 21 umsókn barst um starfið og þar af voru fjórir kallaðir í viðtal. Maðurinn sem lagði fram kæruna var ekki þar á meðal. Í rökstuðningi MS fyrir ákvörðuninni kom fram að skólann hafi vantað kennara til að kenna 8 hópum í námsgreininni. Kennari sem nyti ekki sérstaks kennsluafsláttar þyrfti að skila kennslu í 7,2-7,4 hópum á skólaári til að fylla í fullt starf en kennari sem nyti kennsluafsláttar vegna svokallaðrar 60 ára reglu fyllti upp í sína kennsluskyldu með kennslu í 6 hópum yfir skólaárið. Þegar ákvörðun var tekin um boð í starfsviðtöl var meðal annars horft sérstaklega til þess hvort umsækjandi myndi njóta sérstaks afsláttar af kennsluskyldu. Ákveðið var að boða þá ekki í viðtal sem nytu afsláttarins þar sem því myndi fylgja sautján til nítján prósenta viðbótarkostnaður fyrir skólann þar sem 25 prósent kennslumagnsins yrði að greiða í yfirvinnu. Þá kom fram í rökstuðningi skólans að skólinn búi við afar þrönga fjárhagsstöðu og að mennta- og menningarráðuneytið fylgist með rekstri skólans. Eldri umsækjendur útilokaðir óháð hæfni Menntaskólinn við SundFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Maðurinn kærði ákvörðunina á þeim grundvelli að honum hefði verið mismunað vegna aldurs. Í rökstuðningi MS hafi komið skýrt fram að hann hefði ekki komið til greina í starfið vegna aldurs en hann varð sextugur á síðasta ári. Í úrskurðinum kærunefndarinnar kemur fram að maðurinn telji að mismununin sé réttlætt með því að stjórnendum skólans hafi borið að leita allra leiða til að draga úr rekstrarkostnaði skólans. Jafnframt sé víað til þess að meðalaldur kennara sé hár og að endurnýjun innan hans sé nauðsynleg. Í niðurstöðu nefndarinnar er tekið fram að fyrir liggi að kjarasamningsbundinn kennsluafsláttur sé tengdur aldri umsækjenda og að sú ákvörðun að boða þá ekki í viðtal sem nutu afsláttarins hafi falið í sér að þrír eldri umsækjendur hafi verið útilokaðir frá starfinu strax í upphafi, óháð hæfni þeirra að öðru leyti. Þá segir að fjárhagsleg rök MS geti ekki ein og sér réttlæt slíka mismunun að eldri umsækjendur komi ekki til álita í kennarastarf því þeir séu dýrari starfsmenn en þeir sem yngri eru. Ekki heldur sé hægt að vísa til að skólinn hafi reynt að ráða yngra fólk til starfa til að tryggja að í skólanum starfi kennarar á öllum aldri. Niðurstaða nefndarinnar er sú að ákvörðun MS hafi falið í sér mismunun vegna aldurs og MS hafi því brotið lög um jafna meðferð á vinnumarkaði.
Skóla - og menntamál Mannréttindi Reykjavík Framhaldsskólar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Sjá meira