Þá verður rætt við Breka Karlsson formann Neytendasamtakanna en þremur bönkum hefur nú verið stefnt í vaxtamálinu svokallaða en samtökin telja lán með breytilegum vöxtum ekki standast lög.
Einnig heyrum við af bólusetningum í Laugardalshöll og framtíð þeirra og segjum frá máli sem lögreglan hefur til skoðunar og varðar samtök sem gefa sig út fyrir að vera góðgerðafélag fyrir heimilislausa en félagið sendi valkröfur í heimabanka fólks á dögunum.