„Fyllsta ástæða til að hafa miklar áhyggjur” Sunna Valgerðardóttir skrifar 16. desember 2021 12:07 Þórólfur segir hinar Norðurlandaþjóðirnar vera að búa sig undir erfiðar vikur framundan. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir faraldurinn enn á ný á greinilegri uppleið eftir smittölur gærdagsins. Delta afbrigðið er enn ráðandi hér, en spálíkan hinna Norðurlandanna gera ráð fyrir mjög erfiðum næstu vikum vegna útbreiðslu ómíkron. Óbólusettir, börn og fullorðnir, eru þau sem smitast helst hérlendis. 171 smit greindist innanlands í gær, mesti fjöldi síðan 22. nóvember. Nú hafa meira en 20 þúsund manns greinst með veiruna á Íslandi frá því að faraldurinn byrjaði hér í lok febrúar 2020. 13 liggja á Landspítala með Covid-19, tveir á gjörgæslu. Núverandi aðgerðir eiga að gilda út 22. desember. Þær virðast þó duga skammt því Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir greinilegt að faraldur sé á hraðri uppleið. „Ég vona að við séum ekki að fara sömu leið og nágrannar okkar á Norðurlöndunum, þar sem hann í miklum veldisvexti og þeir eru að lenda í miklum vandræðum,” segir Þórólfur. Mun harðari aðgerðir í Skandinavíu Hann undirstrikar að það séu mun harðari takmarkanir víða í kring um okkur heldur en hér. Og endalaus dæmi séu um að fólk fari einfaldlega ekki eftir reglum. Með þessum afleiðingum. „Ég held að það sé fyllsta ástæða til að hafa miklar áhyggjur af þessu. Það eru ekkert voðalega margir sem liggja inni á sjúkrahúsi, en spítalinn er í erfiðri aðstöðu og það getur breyst mjög hratt.” Smitin hér eru langflest delta-afbrigði veirunnar, meðal óbólusettra barna og fullorðinna. Um 50 ómíkron tilfelli hafa greinst hér enn sem komið er. „Ég held að það sé líka holt að horfa á spálíkan frá hinum Norðurlöndunum. Þau eru að spá mjög mikilli útbreiðslu og mjög erfiðri stöðu næstu vikurnar. Og þá sérstaklega vegna ómikron, sem er miklu meira smitandi virðist vera heldur en delta afbrigðið.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 171 greindist með kórónuveiruna í gær 171 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa svo margir greinst innanlands með veiruna frá 22. nóvember. Þau tímamót urðu í gær að 20 þúsund manns hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi frá upphafi faraldursins. 16. desember 2021 10:40 Tuttugu og fimm nemendur og starfsmenn Klettaskóla greinst með Covid-19 Smituðum í Klettaskóla hefur fjölgað en alls hafa 25 nemendur og starfsmenn greinst með Covid-19. Að sögn Arnheiðar Helgadóttur skólastjóra er um að ræða sextán nemendur og níu starfsmenn. 15. desember 2021 12:43 Sá sem dó var fullbólusettur Sá sem lést af völdum Covid-19 á Landspítalanum á föstudaginn var fullbólusettur. Hann var á áttræðisaldri en ekki er vitað hvaða afbrigði kórónuveirunnar hann smitaðist af. Frá upphafi faraldursins hafa 36 látist vegna Covid-19 hér á landi. 14. desember 2021 17:56 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sjá meira
171 smit greindist innanlands í gær, mesti fjöldi síðan 22. nóvember. Nú hafa meira en 20 þúsund manns greinst með veiruna á Íslandi frá því að faraldurinn byrjaði hér í lok febrúar 2020. 13 liggja á Landspítala með Covid-19, tveir á gjörgæslu. Núverandi aðgerðir eiga að gilda út 22. desember. Þær virðast þó duga skammt því Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir greinilegt að faraldur sé á hraðri uppleið. „Ég vona að við séum ekki að fara sömu leið og nágrannar okkar á Norðurlöndunum, þar sem hann í miklum veldisvexti og þeir eru að lenda í miklum vandræðum,” segir Þórólfur. Mun harðari aðgerðir í Skandinavíu Hann undirstrikar að það séu mun harðari takmarkanir víða í kring um okkur heldur en hér. Og endalaus dæmi séu um að fólk fari einfaldlega ekki eftir reglum. Með þessum afleiðingum. „Ég held að það sé fyllsta ástæða til að hafa miklar áhyggjur af þessu. Það eru ekkert voðalega margir sem liggja inni á sjúkrahúsi, en spítalinn er í erfiðri aðstöðu og það getur breyst mjög hratt.” Smitin hér eru langflest delta-afbrigði veirunnar, meðal óbólusettra barna og fullorðinna. Um 50 ómíkron tilfelli hafa greinst hér enn sem komið er. „Ég held að það sé líka holt að horfa á spálíkan frá hinum Norðurlöndunum. Þau eru að spá mjög mikilli útbreiðslu og mjög erfiðri stöðu næstu vikurnar. Og þá sérstaklega vegna ómikron, sem er miklu meira smitandi virðist vera heldur en delta afbrigðið.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 171 greindist með kórónuveiruna í gær 171 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa svo margir greinst innanlands með veiruna frá 22. nóvember. Þau tímamót urðu í gær að 20 þúsund manns hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi frá upphafi faraldursins. 16. desember 2021 10:40 Tuttugu og fimm nemendur og starfsmenn Klettaskóla greinst með Covid-19 Smituðum í Klettaskóla hefur fjölgað en alls hafa 25 nemendur og starfsmenn greinst með Covid-19. Að sögn Arnheiðar Helgadóttur skólastjóra er um að ræða sextán nemendur og níu starfsmenn. 15. desember 2021 12:43 Sá sem dó var fullbólusettur Sá sem lést af völdum Covid-19 á Landspítalanum á föstudaginn var fullbólusettur. Hann var á áttræðisaldri en ekki er vitað hvaða afbrigði kórónuveirunnar hann smitaðist af. Frá upphafi faraldursins hafa 36 látist vegna Covid-19 hér á landi. 14. desember 2021 17:56 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sjá meira
171 greindist með kórónuveiruna í gær 171 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa svo margir greinst innanlands með veiruna frá 22. nóvember. Þau tímamót urðu í gær að 20 þúsund manns hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi frá upphafi faraldursins. 16. desember 2021 10:40
Tuttugu og fimm nemendur og starfsmenn Klettaskóla greinst með Covid-19 Smituðum í Klettaskóla hefur fjölgað en alls hafa 25 nemendur og starfsmenn greinst með Covid-19. Að sögn Arnheiðar Helgadóttur skólastjóra er um að ræða sextán nemendur og níu starfsmenn. 15. desember 2021 12:43
Sá sem dó var fullbólusettur Sá sem lést af völdum Covid-19 á Landspítalanum á föstudaginn var fullbólusettur. Hann var á áttræðisaldri en ekki er vitað hvaða afbrigði kórónuveirunnar hann smitaðist af. Frá upphafi faraldursins hafa 36 látist vegna Covid-19 hér á landi. 14. desember 2021 17:56