Bólusetningar gegn kórónuveirunni hafa vissulega skipt sköpum og bjargað mannslífum. Þær reyndust þó kannski ekki töfralausnin sem margir vonuðust eftir. Að minnsta kosti ekki fyrsta umferð. Samkomutakmarkanir eru enn í gildi og erfitt er að spá fyrir um framhaldið.
Segja má að leiðin að yfirstandandi kafla hafi verið hlykkjótt og stundum skondin. Þar má nefna bólusetningarlottó, kapphlaup í sprautu og útbreiddastu kjaftasögu landsins um Pfizer-samninginn.
Í myndbandinu hér að neðan er saga bólusetninga á árinu rifjuð upp í myndum.
Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp árið 2021 alla virka daga í desember.