varafréttastjóri

Sunna Sæmundsdóttir

Sunna er varafréttastjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir

Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, tók í dag þátt í fundi Emanuels Macron Frakklandsforseta um öryggi Evrópu og málefni Úkraínu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við forsætisráðherra um það sem fór fram á fundinum sem boðað var til vegna viðræðna Bandaríkjamanna og Rússa um frið í Úkraínu.

Boðar samninga­nefndir kennara á fund í dag

Allar samninganefndir aðildarfélaga Kennarasambands Íslands hafa verið boðaðar á fund hjá ríkissáttasemjara klukkan 15 í dag. Það staðfestir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari.

„Kryddpíur“ með gæsa­húð, krefjandi lending og hraðstefnumót

Oddvitar fimm félagshyggjuflokka í Reykjavík ákváðu eftir fundahöld í dag að ganga til formlegra viðræðna um meirihlutamyndun. Tveir oddvitar hins fallna meirihluta segja hina þrjá flokkana ekki vera að ganga inn í gamalt samstarf heldur nýtt. Við ræðum kryddpíurnar svokölluðu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá heyrum við einnig í borgarfulltrúa Framsóknar sem gagnrýnir ummæli þeirra fyrrnefndu um tiltekt eftir vesen karlanna í borginni.

Megi aldrei verða ís­lenskur veru­leiki

Vopnaburður ungmenna hefur nú þegar valdið óbætanlegum skaða segir dómsmálaráðherra. Hnífaárásir megi ekki verða hluti af íslenskum veruleika og mikilvægt sé að efla geðheilbrigðisþjónustu. Undanþága frá refsingu vegna hylmingar og undanskoti sönnunargagna verði skoðuð.

Meiri­hlutinn sem er að myndast, vopna­burður og mót­mæli brimbrettakappa

Oddvitar Pírata, Sósíalista, Vinstri grænna og Flokks fólksins áttu í óformlegum meirihlutaviðræðum á heimili oddvita Samfylkingarinnar í dag. Næst á dagskrá er að athuga hvernig vinstri meirihluti leggst í bakland umræddra flokkanna. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fylgjumst við með viðræðum, heyrum í formanni Flokks fólksins sem útilokaði Sjálfstæðisflokkinn og verðum í beinni með oddvita sem var ekki boðið í samtalið.

Hnífurinn fannst í skotti for­ráða­manna

Forráðamenn drengsins, sem er ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps á menningarnótt, voru handteknir og grunaðir um að hafa komið sönnunargögnum undan við rannsókn málsins. Foreldrar Bryndísar Klöru sem lést eftir árásina segja sorgina óbærilega en vona að hennar saga verði til þess að bjarga mannslífum.

For­eldrar Bryn­dísar Klöru í Kompás

Birgir Karl Óskarsson og Iðunn Eiríksdóttir, foreldrar Bryndísar Klöru sem lést eftir stunguárás á Menningarnótt, verða í einlægu og opinskáu viðtali í Kompás á Stöð 2 klukkan 18:55.

Ó­veður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón

Óveðrið sem gengur yfir landið hefur valdið víðtækum samgöngutruflunum og nær öllum flugferðum innanlands og um Keflavík hefur verið aflýst. Við ræðum við flugrekstrarstjóra Icelandair og verðum í beinni frá vonskuverðinu með veðurfræðingi í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Vonar­glæta, ó­veður og bar­átta um skrif­stofur

Ríkissáttasemjari lagði í dag fram innanhússtillögu að kjarasamningi í deilu kennara við ríki og sveitarfélög. Samninganefndir þurfa að taka afstöðu til hennar fyrir klukkan eitt á laugardag. Ekkert verður af boðuðum verkfallsaðgerðum verði samningurinn samþykktur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við samninganefndir og ríkisáttasemjara um stöðu deilunnar og efni samningsins.

Sjá meira