Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Koma hefði mátt í veg fyrir manndráp hefði hið opinbera gert viðeigandi ráðstafanir í málum veikra einstaklinga að mati formanns Afstöðu. Hann fagnar því að ríkisstjórnin ætli að byggja sérstaka öryggisstofnun. Það þurfi að gerast hratt því hátt í tuttugu manns séu tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar. Við ræðum við formann Afstöðu og heilbrigðisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2. 11.4.2025 18:01
Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Íslendingar munu líklega ekki eiga þann valkost að færa sig af áhrifasvæði Bandaríkjanna segir prófessor í stjórnmálafræði. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að gera nýtt áhættumat áður en stefna í öryggis- og varnarmálum sé mótuð. Varnarsamningur virðist veita Bandaríkjamönnum ansi frjálsar hendur hér á landi. 11.4.2025 12:51
Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Ógnarúlfur sem dó út fyrir um tíu þúsund árum er sagður risinn upp frá dauðum. Vísindamenn líftæknifyrirtækisins Colossal Biosciences frá Dallas segja þetta í fyrsta sinn sem útrýmingu tegundar er snúið við með góðum árangri. 10.4.2025 18:54
Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Hætta á hryðjuverkum hér á landi hefur aukist lítilega frá fyrra ári samkvæmt greiningardeild ríkislögreglustjóra. Innræting hægri öfgahyggju á netinu sé áhyggjuefni og lögreglan hefur vitneskju um að íslensk ungmenni séu virk inn á síðum þar sem hvatt er til hryðjuverka. Við ræðum við lögreglu um hryðjuverkaógn á Íslandi í kvöldfréttum Stöðvar 2. 10.4.2025 18:02
Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Þingmenn stjórnarandstöðunnar þjörmuðu að atvinnuvegaráðherra á Alþingi í morgun og sökuðu hana um óvandaða stjórnsýslu við breytingar á veiðigjöldum. Ráðherra hafnaði því og ítrekaði að málið yrði klárað á vorþingi. 10.4.2025 13:14
Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Meta þarf hvort ástæða sé til að reisa varnargarða við hverfi á höfuðborgarsvæðinu sem eru talin geta orðið fyrir áhrifum eldgosa í framtíðinni. Þetta segir slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Þegar sé byrjað að þjálfa neyðarstjórnir sveitarfélaganna komi til alvarlegrar náttúruvár í borginni. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 9.4.2025 18:02
Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu þurfa að aðlagast nýjum veruleika og undirbúa sig fyrir að takast á við afleiðingar eldgosa í nágrenni sínu vegna eldsumbrota á Reykjanesi. Tjónið geti orðið gríðarlegt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Veðurstofu Íslands um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu. Við förum yfir skýrsluna og ræðum við einn höfunda hennar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 8.4.2025 18:02
Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Hlutabréf hríðféllu við opnun markaða og greinendur lýsa deginum sem blóðbaði. Kínversk stjórnvöld saka Bandaríkjaforseta um efnahagslegt ofbeldi. Við förum yfir rauðan dag á mörkuðum og efnahagslega óvissu í kvöldfréttum Stöðvar 2 auk þess að ræða við hagfræðinginn Konráð S. Guðjónsson í beinni. 7.4.2025 18:03
Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Fyrrverandi formaður Sameykis sem þáði sjötíu milljóna króna starfslokagreiðslu frá félaginu telur ekkert óeðlilegt við hana. Forseti ASÍ segir greiðsluna hins vegar seint falla undir heilbrigða skynsemi. Fjallað verður um umdeildar starfslokagreiðslu stéttafélagsins um í kvöldfréttum Stöðvar 2. 27.3.2025 18:15
Vorboðar láta sjá sig Vorið er mætt í Húsdýragarðinn og fyrsti kiðlingur ársins leit þar dagsins ljós í morgun þegar huðnan Kolbrá bar myndarlegum hafri. 26.3.2025 19:38