Sara: Verð ég virkilega að hlaupa upp og niður þessa skíðabrekku? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2021 08:30 Sara Sigmundsdóttir byrjaði aftur að keppa í CrossFit en þótt hún væri stödd í Dúbaí þá slapp hún ekki við sleipann snjóinn. Instagram/sarasigmunds&dxbfitnesschamp Það er eitt að byrja að keppa átta mánuðum eftir krossbandsaðgerð en annað að gera það í sleipri snjóbrekku. Sara Sigmundsdóttir horfðist í augun við óttann og kláraði þetta erfiða andlega próf með glans í gær. Sara tjáði sig um fyrsta daginn á CrossFit mótinu í Dúbaí og fékk líka mikið hrós frá umboðsmanni sínum Snorra Barón Jónssyni. „Verð ég virkilega að hlaupa upp og niður skíðabrekkuna?,“ er spurning sem Sara slær upp í uppgjörsfærslu sinni á fyrsta keppnisdeginum. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Það er ekki að ástæðulausu að íþróttakona í hennar sporum myndi spyrja af þessu. Það að hlaupa á hálum snjónum og ofan á það í brekku er ekki besta byrjunin fyrir íþróttamann að koma til baka eftir krossbandsslit. „Hverjar eru líkurnar að ég sé að keppa í fyrsta sinn eftir krossbandsslit og í fyrstu tveimur greinunum þurfi ég að hlaupa upp og niður skíðabrekku. Í Dúbaí af öllum stöðum,“ skrifaði Sara. „Ég var ánægð með að horfast í augu við óttann og sanna það að ég treyst líkamanum mínum og að líkaminn minn geti treyst mér. Get ekki beðið eftir því að keppa á Dúbaí tennisvellinum á morgun (í dag) og taka á því með öllum þessum stórkostlegu íþróttkonum,“ skrifaði Sara. Annar dagurinn á Dubai CrossFit Championship er framundan og situr Sara í ellefta sætinu eftir fyrsta daginn þar sem báðar greinarnar fóru fram í skíðahöllinni í Dúbaí. „Hún er komin aftur og ég á erfitt með að finna orðin til að lýsa því hversu ánægður ég er,“ skrifaði Snorri Barón og deildi fyrrnefndri færslu Söru. „Fyrsti dagurinn á Dubai CrossFit Championship var alvöru próf fyrir einhvern sem fór í hnéaðgerð fyrir átta mánuðum en Sara Sigmundsdóttir náði prófinu með glæsibrag,“ skrifaði Snorri. „Það var það sem ég óskaði að hún færi í gegnum þetta heil og næði að sýna að líkaminn hennar væri í klár í keppni fyrir 2022 tímabilið. Allt í góðu til þessa og ég er mjög spenntur fyrir næstu tveimur dögum,“ skrifaði Snorri. Keppnin hefst í hádeginum í dag að íslenskum tíma eða klukkan fjögur eftir hádegi af staðartíma. View this post on Instagram A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) CrossFit Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Sjá meira
Sara tjáði sig um fyrsta daginn á CrossFit mótinu í Dúbaí og fékk líka mikið hrós frá umboðsmanni sínum Snorra Barón Jónssyni. „Verð ég virkilega að hlaupa upp og niður skíðabrekkuna?,“ er spurning sem Sara slær upp í uppgjörsfærslu sinni á fyrsta keppnisdeginum. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Það er ekki að ástæðulausu að íþróttakona í hennar sporum myndi spyrja af þessu. Það að hlaupa á hálum snjónum og ofan á það í brekku er ekki besta byrjunin fyrir íþróttamann að koma til baka eftir krossbandsslit. „Hverjar eru líkurnar að ég sé að keppa í fyrsta sinn eftir krossbandsslit og í fyrstu tveimur greinunum þurfi ég að hlaupa upp og niður skíðabrekku. Í Dúbaí af öllum stöðum,“ skrifaði Sara. „Ég var ánægð með að horfast í augu við óttann og sanna það að ég treyst líkamanum mínum og að líkaminn minn geti treyst mér. Get ekki beðið eftir því að keppa á Dúbaí tennisvellinum á morgun (í dag) og taka á því með öllum þessum stórkostlegu íþróttkonum,“ skrifaði Sara. Annar dagurinn á Dubai CrossFit Championship er framundan og situr Sara í ellefta sætinu eftir fyrsta daginn þar sem báðar greinarnar fóru fram í skíðahöllinni í Dúbaí. „Hún er komin aftur og ég á erfitt með að finna orðin til að lýsa því hversu ánægður ég er,“ skrifaði Snorri Barón og deildi fyrrnefndri færslu Söru. „Fyrsti dagurinn á Dubai CrossFit Championship var alvöru próf fyrir einhvern sem fór í hnéaðgerð fyrir átta mánuðum en Sara Sigmundsdóttir náði prófinu með glæsibrag,“ skrifaði Snorri. „Það var það sem ég óskaði að hún færi í gegnum þetta heil og næði að sýna að líkaminn hennar væri í klár í keppni fyrir 2022 tímabilið. Allt í góðu til þessa og ég er mjög spenntur fyrir næstu tveimur dögum,“ skrifaði Snorri. Keppnin hefst í hádeginum í dag að íslenskum tíma eða klukkan fjögur eftir hádegi af staðartíma. View this post on Instagram A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp)
CrossFit Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Sjá meira