Samstarf við Síerra Leóne rætt á fundi þróunarsamvinnunefndar Heimsljós 17. desember 2021 15:15 Ljósmynd frá Síerra Leóne. gunnisal Þróunarsamvinnunefnd starfar samkvæmt lögum um alþjóðlega þróunarsamvinnu og sinnir meðal annars ráðgefandi hlutverki við stefnumarkandi ákvarðanatöku um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands. Þróunarsamvinnunefnd fundaði í utanríkisráðuneytinu í gær og voru framlög til þróunarsamvinnu á næsta ári og samstarf Íslands við Síerra Leóne til umræðu, ásamt ýmsum öðrum málum. Áhersla var á fyrirsjáanlega aukna þörf á mannúðar- og neyðaraðstoð á næstu árum, meðal annars vegna þeirra truflana sem heimsfaraldurinn hefur valdið í hagkerfi heimsins. Þá var rætt um margvíslegar áherslur Íslands sem tengjast mannréttindum, einkum réttindum barna og kvenna. Þróunarsamvinnunefnd starfar samkvæmt lögum um alþjóðlega þróunarsamvinnu og sinnir meðal annars ráðgefandi hlutverki við stefnumarkandi ákvarðanatöku um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands ásamt því að fylgjast með framkvæmd hennar. Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra skipar fulltrúa og varamenn þeirra til fjögurra ára í senn. Er nefndin samsett fimm fulltrúum íslenskra félagasamtaka sem starfa á sviði þróunarsamvinnu og mannúðraðstoðar, tveimur fulltrúum skipuðum í samráði við samstarfsnefnd háskólastigsins og tveimur fulltrúum skipuðum í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins. Að auki sitja í nefndinni fulltrúar frá hverjum þingflokki á Alþingi. Formaður nefndarinnar er skipaður án tilnefningar af ráðherra og gegnir Þórir Guðmundsson nú því hlutverki. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra sótti fundinn. Ráðherra ítrekaði á fundinum að bakslag á sviði þróunarsamvinnu væri víða og að nauðsynlegt væri fyrir Ísland að vera í stöðu til að veita sveigjanleg framlög sem nýtast þar sem þörfin er mest. Þá áréttaði hún mikilvægi góðs samstarfs við nefndina og kallaði eftir innleggi og áherslum frá fulltrúum hennar. Mikilvægt væri fyrir Ísland að vera vakandi fyrir samstarfstækifærum ásamt því að meta reglulega áhrif framlaga til þróunarsamvinnu. Þróunarsamvinna Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent
Þróunarsamvinnunefnd fundaði í utanríkisráðuneytinu í gær og voru framlög til þróunarsamvinnu á næsta ári og samstarf Íslands við Síerra Leóne til umræðu, ásamt ýmsum öðrum málum. Áhersla var á fyrirsjáanlega aukna þörf á mannúðar- og neyðaraðstoð á næstu árum, meðal annars vegna þeirra truflana sem heimsfaraldurinn hefur valdið í hagkerfi heimsins. Þá var rætt um margvíslegar áherslur Íslands sem tengjast mannréttindum, einkum réttindum barna og kvenna. Þróunarsamvinnunefnd starfar samkvæmt lögum um alþjóðlega þróunarsamvinnu og sinnir meðal annars ráðgefandi hlutverki við stefnumarkandi ákvarðanatöku um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands ásamt því að fylgjast með framkvæmd hennar. Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra skipar fulltrúa og varamenn þeirra til fjögurra ára í senn. Er nefndin samsett fimm fulltrúum íslenskra félagasamtaka sem starfa á sviði þróunarsamvinnu og mannúðraðstoðar, tveimur fulltrúum skipuðum í samráði við samstarfsnefnd háskólastigsins og tveimur fulltrúum skipuðum í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins. Að auki sitja í nefndinni fulltrúar frá hverjum þingflokki á Alþingi. Formaður nefndarinnar er skipaður án tilnefningar af ráðherra og gegnir Þórir Guðmundsson nú því hlutverki. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra sótti fundinn. Ráðherra ítrekaði á fundinum að bakslag á sviði þróunarsamvinnu væri víða og að nauðsynlegt væri fyrir Ísland að vera í stöðu til að veita sveigjanleg framlög sem nýtast þar sem þörfin er mest. Þá áréttaði hún mikilvægi góðs samstarfs við nefndina og kallaði eftir innleggi og áherslum frá fulltrúum hennar. Mikilvægt væri fyrir Ísland að vera vakandi fyrir samstarfstækifærum ásamt því að meta reglulega áhrif framlaga til þróunarsamvinnu.
Þróunarsamvinna Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent