Hvetur fólk til að fækka jólagjöfunum Eiður Þór Árnason skrifar 18. desember 2021 07:01 Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir, verkefnastýra hjá Landvernd, segir mikilvægt að muna að það sé í lagi að gera hlutina öðruvísi. Unsplash/Olesia Buyar/Aðsend Sífellt fleirum er umhugað um kolefnisspor jólahátíðarinnar og getur reynst erfitt að halda í hófsemisstefnu þegar gjafakvíðinn fer að minna á sig. Finnst mörgum nógu erfitt að velja gjafir við hæfi fyrir vini og ættingja áður en loftslagsáhyggjurnar eru einnig teknar með inn í reikninginn. Loftslagshópur Landverndar sá sér þar leik á borði og ákvað að svara kallinu með því að útbúa fjölbreyttan og umfangsmikinn lista yfir loftslagsvænar jólagjafahugmyndir. Má þar finna allt frá súrdeigsmóður til gjafakorta og heimagerðra snyrtivara. „Við söfnuðum hugmyndum frá Loftslagshópnum sem samanstendur af fólki sem vill gera gagn í loftslagsmálum og hafa áhrif. Þau komu með margar frábærar hugmyndir sem var svo raðað í þemun matur, handverk og listir, samvera, upplifun, skref í átt að sjálfbærni, áskrift, þjónusta, heimagerð snyrtivara, og loks framlög til mannúðarmála og umhverfismála,“ segir Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir, verkefnastýra hjá Landvernd, en hún ritstýrði jafnframt jólagjafalistanum sem var birtur í fyrra. Hún bætir við að þetta árið hafi náttúruverndarsamtökin svo útbúið svokallað neyslujólatré sem sé ætlað að minna fólk á að einfalda jólagjafainnkaupin og endurskoða magnið. Sömu grunnhugmyndir um að búa til, afþakka og kaupa notað megi svo yfirfæra á aðra þætti jólahátíðarinnar. View this post on Instagram A post shared by Landvernd (@landvernd) Vigdís kom einnig að því að útbúa neyslujólatréð og segist hafa fengið mjög góð viðbrögð við framtakinu. Við gerð jólatrésins horfði hún meðal annars til þeirra atriða sem hún vill sjálf reyna að hafa í hávegum yfir hátíðirnar. „Til dæmið þá þarf ég að minna mig á að ég má fækka gjöfunum, ég má gera hlutina öðruvísi og það er í lagi að gera lista yfir það sem mig raunverulega langar í án þess að vera vanþakklát.“ Flestir að hugsa það sama Vigdís tók nýverið saman hversu margar jólagjafir hún hefur gefið seinustu ár og segir að fjöldinn hafi komið sér verulega á óvart. Hún hvetur fólk til fara yfir listann sinn og jafnvel endurskoða fjölda jólagjafa þetta árið í samráði við viðtakendur. Vigdís segir að þrátt fyrir að fólki geti fundist erfitt að leggja til breytingar á hefðum og venjum sem hafa skapað sér sess um jólahátíðina sé mikilvægt að muna að flestir vilji reyna að draga úr neyslu sinni yfir jólin með einhverjum hætti. „Þó mörgum langi til dæmis til að fækka gjöfunum þá finnst þeim það kannski erfiðara en að segja það. Þú bara þarft að eiga þetta samtal og kannski eru fleiri í kringum þig að hugsa það nákvæmlega sama. Það eru allavega skilaboðin sem ég hef fengið frá fólki,“ segir Vigdís. Barnapössun kjörin gjöf fyrir þreytta foreldra Aðspurð um það hvaða hugmyndir á jólagjafalistanum séu í uppáhaldi segir Vigdís að það sé til dæmis kjörið að bjóða fólki í óvissuferð eða gott matarboð með ákveðnu landaþema. Þá hafi hún heyrt dæmi þess að fólk hafi gefið foreldrum langþráða næturpössun í jólagjöf. Vigdís segir einnig geta verið skemmtilegt gefa svokallað skref í átt að sjálfbærni sem er þá gjöf sem hjálpar viðtakandanum að draga úr vistspori sínu. Þetta geti til að mynda verið hlutir eins og gjafabréf í fataverslanir Rauða krossins, strætókort eða jarðgerðartunna. Að lokum sé alltaf vinsælt að gefa einhverja upplifun, á borð við miða í leikhús, kvikmyndahús eða á tónleika. „Þetta þarf ekki endilega að vera flókið, heldur þarf bara að kýla á þetta,“ segir Vigdís að lokum. Hluti af jólagjafalista Loftslagshóps Landverndar uppskrift og allt sem þarf í hana heimagert konfekt teikning eða málverk skúlptúr leikþáttur eða uppistand rafrænt námskeið gjafakort út að borða saman dekurferð í náttúruna, með teppi og kakó leikhús bíó tónleikar gjafakort Ferðafélags Íslands strætókort góðar bækur gjafabréf í fataverslanir Rauða krossins afleggjari af blómi sem þú átt barnapössun nudd fjallaleiðsögn áskrift að blaði heimagerða baðbombu heimagert sápustykki heimagerðan kinnalit eða sólarpúður Jólagjafalistann má finna í heild sinni á vef Landverndar. Jól Verslun Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Loftslagshópur Landverndar sá sér þar leik á borði og ákvað að svara kallinu með því að útbúa fjölbreyttan og umfangsmikinn lista yfir loftslagsvænar jólagjafahugmyndir. Má þar finna allt frá súrdeigsmóður til gjafakorta og heimagerðra snyrtivara. „Við söfnuðum hugmyndum frá Loftslagshópnum sem samanstendur af fólki sem vill gera gagn í loftslagsmálum og hafa áhrif. Þau komu með margar frábærar hugmyndir sem var svo raðað í þemun matur, handverk og listir, samvera, upplifun, skref í átt að sjálfbærni, áskrift, þjónusta, heimagerð snyrtivara, og loks framlög til mannúðarmála og umhverfismála,“ segir Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir, verkefnastýra hjá Landvernd, en hún ritstýrði jafnframt jólagjafalistanum sem var birtur í fyrra. Hún bætir við að þetta árið hafi náttúruverndarsamtökin svo útbúið svokallað neyslujólatré sem sé ætlað að minna fólk á að einfalda jólagjafainnkaupin og endurskoða magnið. Sömu grunnhugmyndir um að búa til, afþakka og kaupa notað megi svo yfirfæra á aðra þætti jólahátíðarinnar. View this post on Instagram A post shared by Landvernd (@landvernd) Vigdís kom einnig að því að útbúa neyslujólatréð og segist hafa fengið mjög góð viðbrögð við framtakinu. Við gerð jólatrésins horfði hún meðal annars til þeirra atriða sem hún vill sjálf reyna að hafa í hávegum yfir hátíðirnar. „Til dæmið þá þarf ég að minna mig á að ég má fækka gjöfunum, ég má gera hlutina öðruvísi og það er í lagi að gera lista yfir það sem mig raunverulega langar í án þess að vera vanþakklát.“ Flestir að hugsa það sama Vigdís tók nýverið saman hversu margar jólagjafir hún hefur gefið seinustu ár og segir að fjöldinn hafi komið sér verulega á óvart. Hún hvetur fólk til fara yfir listann sinn og jafnvel endurskoða fjölda jólagjafa þetta árið í samráði við viðtakendur. Vigdís segir að þrátt fyrir að fólki geti fundist erfitt að leggja til breytingar á hefðum og venjum sem hafa skapað sér sess um jólahátíðina sé mikilvægt að muna að flestir vilji reyna að draga úr neyslu sinni yfir jólin með einhverjum hætti. „Þó mörgum langi til dæmis til að fækka gjöfunum þá finnst þeim það kannski erfiðara en að segja það. Þú bara þarft að eiga þetta samtal og kannski eru fleiri í kringum þig að hugsa það nákvæmlega sama. Það eru allavega skilaboðin sem ég hef fengið frá fólki,“ segir Vigdís. Barnapössun kjörin gjöf fyrir þreytta foreldra Aðspurð um það hvaða hugmyndir á jólagjafalistanum séu í uppáhaldi segir Vigdís að það sé til dæmis kjörið að bjóða fólki í óvissuferð eða gott matarboð með ákveðnu landaþema. Þá hafi hún heyrt dæmi þess að fólk hafi gefið foreldrum langþráða næturpössun í jólagjöf. Vigdís segir einnig geta verið skemmtilegt gefa svokallað skref í átt að sjálfbærni sem er þá gjöf sem hjálpar viðtakandanum að draga úr vistspori sínu. Þetta geti til að mynda verið hlutir eins og gjafabréf í fataverslanir Rauða krossins, strætókort eða jarðgerðartunna. Að lokum sé alltaf vinsælt að gefa einhverja upplifun, á borð við miða í leikhús, kvikmyndahús eða á tónleika. „Þetta þarf ekki endilega að vera flókið, heldur þarf bara að kýla á þetta,“ segir Vigdís að lokum. Hluti af jólagjafalista Loftslagshóps Landverndar uppskrift og allt sem þarf í hana heimagert konfekt teikning eða málverk skúlptúr leikþáttur eða uppistand rafrænt námskeið gjafakort út að borða saman dekurferð í náttúruna, með teppi og kakó leikhús bíó tónleikar gjafakort Ferðafélags Íslands strætókort góðar bækur gjafabréf í fataverslanir Rauða krossins afleggjari af blómi sem þú átt barnapössun nudd fjallaleiðsögn áskrift að blaði heimagerða baðbombu heimagert sápustykki heimagerðan kinnalit eða sólarpúður Jólagjafalistann má finna í heild sinni á vef Landverndar.
Jól Verslun Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira