Ár frá hamförunum á Seyðisfirði: „Þetta var erfiður dagur í dag“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. desember 2021 21:16 Falleg minningarathöfn fór fram á Seyðisfirði í dag þar sem kveikt var á kertum í kring um grenitré sem stóð eitt af sér skriðuna. Ómar Bogason Í dag er ár liðið frá því að aurskriðurnar féllu á Seyðisfirði, sem rifu með tíu hús og skemmdu þrjú til viðbótar. Seyðfirðingar minntust atburðarins með fallegri athöfn í dag þar sem listaverk var afhjúpað sem sýnir húsin sem fóru með skriðunum máluð á litlar upplýstar glerkrukkur. Athöfnin fór fram við grenitré sem stóð eitt af sér skriðurnar. Kveikt var á jólaljósum á trénu og komu íbúar í bænum kertaljósum fyrir í hring við rætur þess. Þar var einnig kveikt á ljósi í glerkrukkum sem búið er að mála húsin á sem fórust í skriðunum. Listaverkið gerði Janet Nicole Reynisdóttir. Davíð Kristinsson, varaformaður björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði, var í framlínunni eftir hörmungarnar í fyrra. Hann segir að samheldni hafi einkennt andrúmsloftið í bænum í dag en þar hafi auðvitað ríkt nokkur sorg líka. „Það sem hefur einkennt þetta allt hjá okkur er samheldnin og orkan.“ Davíð Kristinsson björgunarsveitarmaður á Seyðisfirði.Vísir/Egill „Þetta var erfiður dagur,“ segir Davíð einfaldlega. „Maður finnur það að þetta situr í manni og snertir mann sérstaklega í dag en það er líka gott til að vinna úr þessu og geta haldið áfram. Það er áherslan hjá öllum núna að horfa fram á við. Nú er að spyrna við og halda áfram.“ Janet Reynisdóttir listakona gerði listaverkið.Ómar Bogason Ómar Bogason, ljósmyndari á Seyðisfirði, myndaði athöfnina í dag. Hann sendi okkur myndirnar sem fylgja fréttinni, meðal annars þessa hér að neðan sem er af barnabörnum hans, Margréti og Sigrúnu, sem misstu heimili sitt í hörmungunum. Ómar Bogason Hjartað fylltist af þakklæti Ómar minntist atburðanna á Facebook í dag þar sem hann minntist þess hvernig það var að horfa á skriðuna falla niður fjallshlíðina. „Að heyra þungan dynk og malarhljóð hækka og hækka og horfa síðan á skriðuna beljast niður hlíðina og Búðarárfossinn, aurinn, bleytuna og grjótið þeytast niður fossinn og halda síðan áfram eins og risastór óstöðvandi slanga sem eirði engu,“ skrifar Ómar. Erfiður dagur fyrir suma en samheldni og hlýja eru efst í huga Seyðfirðinga þegar ár er liðið frá náttúruhamförunum og jólin nálgast.Ómar Bogason „Erfitt er að lýsa hávaðanum sem skriðunum fylgdi en honum mun ég eflaust aldrei gleyma. Fyrst kom æpandi hávaðinn frá skriðusvæðinu en síðan kom ærandi bergmálið í bakið og þá hugsaði ég með mér að fjallið allt væri að koma niður.“ Nú ári síðar er þakklæti honum efst í huga, sérstaklega yfir því að ekkert manntjón hafi orðið. „Þakklæti yfir því að öll fáum við að njóta saman hátíðar ljóss og friðar í heimabænum okkar . Þakklæti yfir því að hafa fengið að njóta þeirrar góðu tilfinningar sem fylgir því að eiga vin í raun í gegnum alla þá sem stutt hafa okkur Seyðfirðinga, það verður aldrei full þakkað!“ Fyrstu skriðurnar skemmdu lítið Rigningarnar sem gengu yfir Austurland fyrir ári síðan voru einstakar og ótrúlegt að hugsa aftur til þeirra að sögn Davíðs. Fyrstu skriðurnar vegna rigninganna féllu þann 15. desember en þær voru í minni kantinum, miðað við það sem átti eftir að koma. Þá urðu óverulegar skemmdir á húsunum sem urðu fyrir þeim en almannavarnir fóru í að rýma hluta af bænum. Þremur dögum síðar hafði verið lítið lát á rigningunum og aðfaranótt föstudagsins 18. desember féllu tvær aurskriður úr fjallinu og tók önnur þeirra með sér hús. Síðar sama dag féll síðan stærsta skriðan klukkan þrjú þegar fréttamaður okkar Sunna Karen Sigurþórsdóttir var í beinni útsendingu í þrjúfréttum Bylgjunnar. Greinilega mátti heyra í drununum frá skriðunni í útsendingunni, sem má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Fór þá af stað vakt á Vísi þar sem fylgst var með öllu því sem gerðist á Seyðisfirði þennan dag. Kraftaverk að enginn hafi látist Aurskriðan féll á svæði sem hafði ekki verið rýmt að fullu og því var fólk inni í sumum húsanna sem hún reif með sér. Það má eiginlega teljast kraftaverk að enginn hafi látið lífið í henni. Hér má sjá myndband af skriðunni: Nú ári síðar er uppbygging efst í huga Seyðfirðinga, sem margir eru enn að vinna úr atburðunum. Minningarathöfnin í dag hefur eflaust hjálpað mörgum við það. Hér fyrir neðan eru fleiri myndir frá Ómari Bogasyni af athöfninni: Ómar Bogason Ómar Bogason Ómar Bogason Ómar Bogason Ómar Bogason Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Veður Náttúruhamfarir Almannavarnir Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
Athöfnin fór fram við grenitré sem stóð eitt af sér skriðurnar. Kveikt var á jólaljósum á trénu og komu íbúar í bænum kertaljósum fyrir í hring við rætur þess. Þar var einnig kveikt á ljósi í glerkrukkum sem búið er að mála húsin á sem fórust í skriðunum. Listaverkið gerði Janet Nicole Reynisdóttir. Davíð Kristinsson, varaformaður björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði, var í framlínunni eftir hörmungarnar í fyrra. Hann segir að samheldni hafi einkennt andrúmsloftið í bænum í dag en þar hafi auðvitað ríkt nokkur sorg líka. „Það sem hefur einkennt þetta allt hjá okkur er samheldnin og orkan.“ Davíð Kristinsson björgunarsveitarmaður á Seyðisfirði.Vísir/Egill „Þetta var erfiður dagur,“ segir Davíð einfaldlega. „Maður finnur það að þetta situr í manni og snertir mann sérstaklega í dag en það er líka gott til að vinna úr þessu og geta haldið áfram. Það er áherslan hjá öllum núna að horfa fram á við. Nú er að spyrna við og halda áfram.“ Janet Reynisdóttir listakona gerði listaverkið.Ómar Bogason Ómar Bogason, ljósmyndari á Seyðisfirði, myndaði athöfnina í dag. Hann sendi okkur myndirnar sem fylgja fréttinni, meðal annars þessa hér að neðan sem er af barnabörnum hans, Margréti og Sigrúnu, sem misstu heimili sitt í hörmungunum. Ómar Bogason Hjartað fylltist af þakklæti Ómar minntist atburðanna á Facebook í dag þar sem hann minntist þess hvernig það var að horfa á skriðuna falla niður fjallshlíðina. „Að heyra þungan dynk og malarhljóð hækka og hækka og horfa síðan á skriðuna beljast niður hlíðina og Búðarárfossinn, aurinn, bleytuna og grjótið þeytast niður fossinn og halda síðan áfram eins og risastór óstöðvandi slanga sem eirði engu,“ skrifar Ómar. Erfiður dagur fyrir suma en samheldni og hlýja eru efst í huga Seyðfirðinga þegar ár er liðið frá náttúruhamförunum og jólin nálgast.Ómar Bogason „Erfitt er að lýsa hávaðanum sem skriðunum fylgdi en honum mun ég eflaust aldrei gleyma. Fyrst kom æpandi hávaðinn frá skriðusvæðinu en síðan kom ærandi bergmálið í bakið og þá hugsaði ég með mér að fjallið allt væri að koma niður.“ Nú ári síðar er þakklæti honum efst í huga, sérstaklega yfir því að ekkert manntjón hafi orðið. „Þakklæti yfir því að öll fáum við að njóta saman hátíðar ljóss og friðar í heimabænum okkar . Þakklæti yfir því að hafa fengið að njóta þeirrar góðu tilfinningar sem fylgir því að eiga vin í raun í gegnum alla þá sem stutt hafa okkur Seyðfirðinga, það verður aldrei full þakkað!“ Fyrstu skriðurnar skemmdu lítið Rigningarnar sem gengu yfir Austurland fyrir ári síðan voru einstakar og ótrúlegt að hugsa aftur til þeirra að sögn Davíðs. Fyrstu skriðurnar vegna rigninganna féllu þann 15. desember en þær voru í minni kantinum, miðað við það sem átti eftir að koma. Þá urðu óverulegar skemmdir á húsunum sem urðu fyrir þeim en almannavarnir fóru í að rýma hluta af bænum. Þremur dögum síðar hafði verið lítið lát á rigningunum og aðfaranótt föstudagsins 18. desember féllu tvær aurskriður úr fjallinu og tók önnur þeirra með sér hús. Síðar sama dag féll síðan stærsta skriðan klukkan þrjú þegar fréttamaður okkar Sunna Karen Sigurþórsdóttir var í beinni útsendingu í þrjúfréttum Bylgjunnar. Greinilega mátti heyra í drununum frá skriðunni í útsendingunni, sem má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Fór þá af stað vakt á Vísi þar sem fylgst var með öllu því sem gerðist á Seyðisfirði þennan dag. Kraftaverk að enginn hafi látist Aurskriðan féll á svæði sem hafði ekki verið rýmt að fullu og því var fólk inni í sumum húsanna sem hún reif með sér. Það má eiginlega teljast kraftaverk að enginn hafi látið lífið í henni. Hér má sjá myndband af skriðunni: Nú ári síðar er uppbygging efst í huga Seyðfirðinga, sem margir eru enn að vinna úr atburðunum. Minningarathöfnin í dag hefur eflaust hjálpað mörgum við það. Hér fyrir neðan eru fleiri myndir frá Ómari Bogasyni af athöfninni: Ómar Bogason Ómar Bogason Ómar Bogason Ómar Bogason Ómar Bogason
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Veður Náttúruhamfarir Almannavarnir Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira