Sannarlega ekki slæmt að gera tilraunir á börnum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. desember 2021 21:23 Magnús Karl Magnússon prófessor segir að börnin eigi að vera upplýst um áhættuna af bólusetningum og taka þátt í ákvörðuninni um hvort þau láti bólusetja sig. Háskóli Íslands Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði við Læknadeild Háskóla Íslands, biðlar til foreldra að láta sér ekki niðurstöður úr tilraunum sem hafa verið gerðar á börnum með bóluefni sem vind um eyru þjóta. „Við erum svo heppin að hópur barna hefur nú þegar tekið að sér að taka þátt í tilraun og sýnt fram á gagnsemi,“ segir hann í færslu á Facebook. Þar ávarpar hann foreldra beint í tilefni af mótmælum þeirra sem efast um gildi bólusetninga sem fóru fram í dag undir yfirskriftinni „Friðarganga“. Sá hópur vill gjarnan tala um fyrirhugaðar bólusetningar barna hér á landi gegn Covid-19 sem „tilraunir á börnum“. „Erum við að gera tilraun á börnunum okkar núna með bólusetningu?“ spyr Magnús Karl sig og bendir á að svo sé í raun ekki. Þær tilraunir hafi þegar verið gerðar og niðurstöður úr þeim liggi fyrir. Erum svo heppin að tilraunirnar liggja fyrir „Það er svo sannarlega ekki slæmt að gera tilraunir á börnum en þegar þær eru gerðar þarf að gæta sérstakrar varúðar. Slíkar tilraunir þarf að gera til að tryggja börnum nýjar meðferðir og ný bóluefni til að fyrirbyggja sjúkdóma. En nú erum við svo heppin að þessar tilraunir liggja fyrir. Þær eru afdráttarlausar,“ skrifar Magnús Karl. „Bóluefnin sem nú standa okkur til boða veita mikla vörn og hafa mjög fáar aukaverkanir. Þær stofnanir sem gæta hagsmuna barna gangvart nýjum lyfjum hafa metið þessar rannsóknir. Þær hafa allar komist afdráttarlaust að sömu niðurstöðu. Hættan af bóluefnunum er mun minni en sú hætta sem fylgir því að barnið fái ekki bóluefni og eigi á hættu að fá sýkingu með fylgikvillum. “ Hann segir að auðvitað fylgi því mikil ábyrgð að taka ákvarðanir með og fyrir börn sín, öryggi þeirra skipti foreldra meiru en allt annað. Foreldrar verði að vega og meta kosti og galla bólusetningar og velja það sem þeir telji að sé börnum sínum fyrir bestu. Þetta eigi að ræða við börnin og foreldrar ættu að leyfa þeim að taka þátt í ákvörðuninni. Mikið sé vitað um hvernig bóluefni virki á mannslíkamann og að hættan á aukaverkunum af völdum bólusetningar sé margfalt minni en sú sem fylgir því að barn fái ekki bóluefni og eigi á hættu að fá sýkingu með fylgikvillum. „Ástæða þess að við tökum þessa örlitlu áhættu gagnvart þeim sem okkur þykir vænst um er sú að bólusetning er notuð sem vörn gegn sýkingu sem geta valdið umtalsvert meiri skaða fyrir börnin okkar,“ skrifar Magnús Karl. Rétta svarið Hann kemur svo með uppástungu að svari sem foreldrar ættu að gefa bólusetningarandstæðingum þegar þeir spyrji hvort foreldrarnir vilji gera tilraun á börnum sínum: „Þá er rétt að þið svarið þeim með eftirfarandi hætti: Við erum svo heppin að hópur barna hefur nú þegar tekið að sér að taka þátt í tilraun og sýnt fram á gagnsemi. Við skulum ekki láta niðurstöður úr þessum tilraunum sem vind um eyru þjóta. Kynnum okkur niðurstöðurnar. Verum ábyrgðarfull gagnvart börnum okkar og veljum það sem börnunum er fyrir bestu. Hlustið á þá sem þið treystið. Treystið þið betur læknum, hjúkrunarfræðingum, og vísindamönnum sem hafa lagt sig fram um að tryggja velferð barnanna ykkar eða treystið þið einhverjum sem hafa lesið sér til á misgóðum vefsíðum veraldarvefsins?“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Með húmorinn að vopni við mótmæli gegn bólusetningum barna Andstæðingar bólusetninga og aðgerða stjórnvalda gegn heimsfaraldrinum virðast hafa þróað með sér örlítinn húmor og smekk fyrir orðaleikjum. Á annað hundrað manns tóku þátt í mótmælum gegn bólusetningum barna í dag og voru slagorð mótmælenda mörg í frumlegri kantinum. 18. desember 2021 17:51 Slagorð úr vopnabúri hernaðarandstæðinga nýtt gegn bólusetningum barna Hernaðarandstæðingar eru afar ósáttir við að andstæðingar bólusetninga skuli nota þekkt slagorð úr þeirra vopnabúri. Boðað hefur verið til mótmæla þeirra sem gjalda varhug við bólusetningum undir yfirskriftinni Friðarganga. 17. desember 2021 23:00 Gengst við því að hafa gert of mikið úr veikindum barna Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur gengist við gagnrýni á umfjöllun hans um veikindi barna af völdum Covid-19 og leiðrétt fyrra mat sitt í samræmi við það. 17. desember 2021 15:34 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Þar ávarpar hann foreldra beint í tilefni af mótmælum þeirra sem efast um gildi bólusetninga sem fóru fram í dag undir yfirskriftinni „Friðarganga“. Sá hópur vill gjarnan tala um fyrirhugaðar bólusetningar barna hér á landi gegn Covid-19 sem „tilraunir á börnum“. „Erum við að gera tilraun á börnunum okkar núna með bólusetningu?“ spyr Magnús Karl sig og bendir á að svo sé í raun ekki. Þær tilraunir hafi þegar verið gerðar og niðurstöður úr þeim liggi fyrir. Erum svo heppin að tilraunirnar liggja fyrir „Það er svo sannarlega ekki slæmt að gera tilraunir á börnum en þegar þær eru gerðar þarf að gæta sérstakrar varúðar. Slíkar tilraunir þarf að gera til að tryggja börnum nýjar meðferðir og ný bóluefni til að fyrirbyggja sjúkdóma. En nú erum við svo heppin að þessar tilraunir liggja fyrir. Þær eru afdráttarlausar,“ skrifar Magnús Karl. „Bóluefnin sem nú standa okkur til boða veita mikla vörn og hafa mjög fáar aukaverkanir. Þær stofnanir sem gæta hagsmuna barna gangvart nýjum lyfjum hafa metið þessar rannsóknir. Þær hafa allar komist afdráttarlaust að sömu niðurstöðu. Hættan af bóluefnunum er mun minni en sú hætta sem fylgir því að barnið fái ekki bóluefni og eigi á hættu að fá sýkingu með fylgikvillum. “ Hann segir að auðvitað fylgi því mikil ábyrgð að taka ákvarðanir með og fyrir börn sín, öryggi þeirra skipti foreldra meiru en allt annað. Foreldrar verði að vega og meta kosti og galla bólusetningar og velja það sem þeir telji að sé börnum sínum fyrir bestu. Þetta eigi að ræða við börnin og foreldrar ættu að leyfa þeim að taka þátt í ákvörðuninni. Mikið sé vitað um hvernig bóluefni virki á mannslíkamann og að hættan á aukaverkunum af völdum bólusetningar sé margfalt minni en sú sem fylgir því að barn fái ekki bóluefni og eigi á hættu að fá sýkingu með fylgikvillum. „Ástæða þess að við tökum þessa örlitlu áhættu gagnvart þeim sem okkur þykir vænst um er sú að bólusetning er notuð sem vörn gegn sýkingu sem geta valdið umtalsvert meiri skaða fyrir börnin okkar,“ skrifar Magnús Karl. Rétta svarið Hann kemur svo með uppástungu að svari sem foreldrar ættu að gefa bólusetningarandstæðingum þegar þeir spyrji hvort foreldrarnir vilji gera tilraun á börnum sínum: „Þá er rétt að þið svarið þeim með eftirfarandi hætti: Við erum svo heppin að hópur barna hefur nú þegar tekið að sér að taka þátt í tilraun og sýnt fram á gagnsemi. Við skulum ekki láta niðurstöður úr þessum tilraunum sem vind um eyru þjóta. Kynnum okkur niðurstöðurnar. Verum ábyrgðarfull gagnvart börnum okkar og veljum það sem börnunum er fyrir bestu. Hlustið á þá sem þið treystið. Treystið þið betur læknum, hjúkrunarfræðingum, og vísindamönnum sem hafa lagt sig fram um að tryggja velferð barnanna ykkar eða treystið þið einhverjum sem hafa lesið sér til á misgóðum vefsíðum veraldarvefsins?“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Með húmorinn að vopni við mótmæli gegn bólusetningum barna Andstæðingar bólusetninga og aðgerða stjórnvalda gegn heimsfaraldrinum virðast hafa þróað með sér örlítinn húmor og smekk fyrir orðaleikjum. Á annað hundrað manns tóku þátt í mótmælum gegn bólusetningum barna í dag og voru slagorð mótmælenda mörg í frumlegri kantinum. 18. desember 2021 17:51 Slagorð úr vopnabúri hernaðarandstæðinga nýtt gegn bólusetningum barna Hernaðarandstæðingar eru afar ósáttir við að andstæðingar bólusetninga skuli nota þekkt slagorð úr þeirra vopnabúri. Boðað hefur verið til mótmæla þeirra sem gjalda varhug við bólusetningum undir yfirskriftinni Friðarganga. 17. desember 2021 23:00 Gengst við því að hafa gert of mikið úr veikindum barna Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur gengist við gagnrýni á umfjöllun hans um veikindi barna af völdum Covid-19 og leiðrétt fyrra mat sitt í samræmi við það. 17. desember 2021 15:34 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Með húmorinn að vopni við mótmæli gegn bólusetningum barna Andstæðingar bólusetninga og aðgerða stjórnvalda gegn heimsfaraldrinum virðast hafa þróað með sér örlítinn húmor og smekk fyrir orðaleikjum. Á annað hundrað manns tóku þátt í mótmælum gegn bólusetningum barna í dag og voru slagorð mótmælenda mörg í frumlegri kantinum. 18. desember 2021 17:51
Slagorð úr vopnabúri hernaðarandstæðinga nýtt gegn bólusetningum barna Hernaðarandstæðingar eru afar ósáttir við að andstæðingar bólusetninga skuli nota þekkt slagorð úr þeirra vopnabúri. Boðað hefur verið til mótmæla þeirra sem gjalda varhug við bólusetningum undir yfirskriftinni Friðarganga. 17. desember 2021 23:00
Gengst við því að hafa gert of mikið úr veikindum barna Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur gengist við gagnrýni á umfjöllun hans um veikindi barna af völdum Covid-19 og leiðrétt fyrra mat sitt í samræmi við það. 17. desember 2021 15:34